Færslur: Hundar

Zelensky veitti hundi hugrekkisverðlaun
Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, afhenti í gær hundinum Patron og eiganda hans hugrekkisverðlaun fyrir viðleitni þeirra á meðan að innrás Rússa hefur staðið yfir.
09.05.2022 - 07:16
Gettu Betur á bláþræði
Ferfættir gestir bræddu keppendurna
Lið katta og lið hunda öttu kappi í Gettu Betur á bláþræði í gærkvöld og var því ekki nema viðeigandi að spyrja hvort lið um sig út í einkennisdýr þáttarins. Til þess voru fengnir góðir gestir.
23.04.2022 - 12:55
Segja Hundaræktarfélagið hafa eyðilagt mannorð mæðgna
Í yfirlýsingu lögmanns konu, sem Hundaræktarfélag Íslands hefur gert brottræka úr félaginu ásamt dóttur sinni, segir að stjórn þess hafi eyðilagt mannorð þeirra, borið þær röngum sökum og lagt í rúst þrjátíu ára kostnaðarsamt áhugamál.
Íslenskar mæðgur í 15 ára bann frá hundarækt
Íslenskar mæðgur sem hafa ræktað Schäfer hunda undir nafninu Gjóska hafa verið uppvísar að stórfelldum brotum gegn lögum Hundaræktarfélags Íslands. Þær hafa verið útilokaðar frá allri starfsemi félagsins og sviptar ræktunarnafni sínu næstu fimmtán árin. Brotið og úrskurðurinn á sér engin fordæmi.
28.01.2022 - 23:00
Sjónvarpsfrétt
Fengu gæsahúð við að sjá Pílu aftur á lífi
Border Collie tíkinni Pílu var bjargað af björgunarsveitum úr þverhníptri fjallshlíð í gærkvöld. Hvorki hafði heyrst né sést til hennar síðan hún fældist að heiman vegna flugelda fyrir þremur vikum.
27.01.2022 - 21:33
Yfir hundrað hundar smitast af óþekktri hóstapest
Yfir hundrað tilvik hafa verið tilkynnt Matvælastofnun um bráðsmitandi öndunarfærasýkingu meðal hunda. Grunur er um talsvert fleiri tilfelli. Matvælastofnun hefur haft pestina til rannsóknar, en niðurstöður úr PCR-greiningum benda til þess að orsökin sé hvorki covid né hundainflúensa. Dýralæknar segja mögulegt að nýjar veirur eða bakteríur, sem ekki hafi greinst í hundum hér á landi áður, valdi veikindunum.
24.01.2022 - 16:47
Hundaræningjar færa sig upp á skaftið vestanhafs
Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.
Sunnudagssögur
Hélt að barnið væri dáið og það væri komið að sér líka
„Þarna brást heilbrigðiskerfið algjörlega frá A-Ö,“ segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir. Hún og sonur hennar voru bæði hætt komin í erfiðri fæðingu hans og hún upplifði að hún færi út úr líkamanum og væri að kveðja. Ýmsar áskoranir hafa blasað við Jóhönnu sem greindist í sumar með heilaæxli sem þessi æðrulausi húmoristi nefndi Héðin.
Hóstafaraldur herjar á hunda á höfuðborgarsvæðinu
Hóstafaraldur geisar nú hjá hundum á höfuðborgarsvæðinu og tugir tilkynninga hafa borist Matvælastofnun síðustu daga um smitaða hunda.
10.01.2022 - 16:57
Búa sig undir leit að týndum dýrum á nýársnótt
Sjálfboðaliðar samtakanna Dýrfinnu, búa sig undir langar nætur næstu daga á meðan landsmenn sprengja flugelda til þess að fagna nýju ári. Samtökin leita að týndum gæludýrum og segir Sandra Ósk Jóhannsdóttir, einn sjálfboðaliðanna, þau sjaldan hafa eins mikið að gera og um hátíðarnar. Þau leita oftast að týndum hundum, en einnig komi fyrir þau leiti að köttum sem talið sé að gætu verið í hættu.
30.12.2021 - 09:12
Morgunútvarpið
Gassalegur og vinnusamur afrekshundur
Um liðna helgi var tíkin Líf valin afrekshundur ársins 2021 af Hundaræktarfélagi Íslands. Það var ljóst frá fyrsta degi að Líf væri gott efni í leitarhund, segir eigandi hennar.
14.12.2021 - 13:19
Berglind Festival & hundasýningin
Husky, labrador, íslenskur fjárhundur, púðluhundur, bolabítur, dalmatíuhundur og svo framvegis og svo framvegis.
Síðdegisútvarpið
Missti alla hundana í covid
Birkir Kistján Guðmundsson kallar sig „dog-walker.“ Hann starfar við að fara í göngutúra með hunda, stundum nokkra í senn, á meðan eigendur þeirra eru í skóla eða vinnunni. Birkir missti viðskipti í covid en er aftur byrjaður að viðra fjóra til sex hunda á dag.
11.09.2021 - 10:05
Kvíði hjá hundum þegar eigendur hverfa til vinnu
Í kjölfar stóraukinnar hundaeignar hérlendis, sem jafnan er tengd við aukna heimaveru vegna COVID-19, hefur borið á aðskilnaðarkvíða hjá hundunum þegar eigendur hverfa aftur til starfa eftir langa heimadvöl.
12.08.2021 - 14:24
Hvolpasprenging í kófinu
Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í hundaeign Íslendinga á þeim tíma sem COVID-19 faraldurinn hefur geisað. Eftirspurnin er langt umfram framboðið og sumar tegundir njóta sérstaklega mikilla vinsælda.
11.08.2021 - 10:02
Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes
Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.
Sjónvarpsfrétt
„Það er eins gott að hunsa hana ekki“
Hafnfirskur hundur lætur eiganda sinn vita áður en hún fær slæm mígreniköst sem valda meðal annars tímabundinni lömun. Þannig fær eigandinn ráðrúm til að taka lyf sem draga úr einkennunum. Hundurinn er nú í þjálfun til að læra að bera enn betri kennsl á einkennin.
13.07.2021 - 19:40
Morgunútvarpið
Ættum við að leyfa hunda á vinnustöðum?
Mikil aukning varð á eftirspurn eftir gæludýrum í kórónuveirufaraldrinum. Svo mikil var hún eftir köttum að Kattholt annaði vart eftirspurn og fengu flestir kettir nýtt heimili. Nú þegar flestir landsmenn eru byrjaðir að mæta aftur á vinnustaði má velta fyrir sér hvort hundar ættu að fá að fylgja eigendum sínum í vinnuna.
16.06.2021 - 10:46
Bæta þremur hundategundum við bannlista
Þrjár hundategundir munu bætast við á bannlista þann sem finna má í reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta. Fyrir eru á listanum fjórar aðrar hundategundir sem óheimilt er að flytja hingað til lands. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú fyrir drög að reglugerð um breytingu á áðurnefndri reglugerð um innflutning hunda og katta. Drögin voru birt í samráðsgáttinni í dag og er umsagnarfrestur til og með 29. júní næstkomandi.
16.06.2021 - 07:57
Töluvert ódýrara að nýskrá hunda í Reykjavík
Gjald fyrir nýskráningu hunda var í gær lækkað umtalsvert í Reykjavík. Gjaldið er nú 11.900 krónur, en var áður 20.800.
03.06.2021 - 10:51
Myndskeið
Hrinti svartabirni til að bjarga heimilishundunum
Sautján ára stúlka hrinti stærðarinnar svartabirni ofan af steinvegg við heimili sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta gerði hún til þess að bjarga heimilishundunum, sem voru farnir gelta að birnunni og húni hennar.
02.06.2021 - 14:30
Hundar greina COVID rétt í 97 prósent tilvika
Greining hunda á COVID-smiti er mun nákvæmari en greining margra svokallaðra hraðprófa, samkvæmt nýlegum niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Frakklandi. Niðurstaða prófa með hundum er jafn áreiðanleg og með PCR-prófum, samkvæmt rannsókninni.
22.05.2021 - 12:19
Næstum eins og að vera með lítið barn á heimilinu
Óvenjulegur gestur dvelur nú á heimili hjónanna Ásgeirs Hólm Agnarssonar og Elsu Guðbjargar Borgardóttur sem búsett eru í Súðavík. Selskópurinn Tóbías Eró er nánast orðinn eins og einn af fjölskyldunni en sonur hjónanna og vinur hans björguðu kópnum úr fjörunni við Ísafjarðardjúp.
08.05.2021 - 18:21
Innlent · Dýr · Vestfirðir · selir · Villt dýr · Hundar · kettir · Gæludýrahald
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58