Færslur: Hundar

Síðdegisútvarpið
Missti alla hundana í covid
Birkir Kistján Guðmundsson kallar sig „dog-walker.“ Hann starfar við að fara í göngutúra með hunda, stundum nokkra í senn, á meðan eigendur þeirra eru í skóla eða vinnunni. Birkir missti viðskipti í covid en er aftur byrjaður að viðra fjóra til sex hunda á dag.
11.09.2021 - 10:05
Kvíði hjá hundum þegar eigendur hverfa til vinnu
Í kjölfar stóraukinnar hundaeignar hérlendis, sem jafnan er tengd við aukna heimaveru vegna COVID-19, hefur borið á aðskilnaðarkvíða hjá hundunum þegar eigendur hverfa aftur til starfa eftir langa heimadvöl.
12.08.2021 - 14:24
Hvolpasprenging í kófinu
Það er óhætt að segja að sprenging hafi orðið í hundaeign Íslendinga á þeim tíma sem COVID-19 faraldurinn hefur geisað. Eftirspurnin er langt umfram framboðið og sumar tegundir njóta sérstaklega mikilla vinsælda.
11.08.2021 - 10:02
Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes
Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.
Sjónvarpsfrétt
„Það er eins gott að hunsa hana ekki“
Hafnfirskur hundur lætur eiganda sinn vita áður en hún fær slæm mígreniköst sem valda meðal annars tímabundinni lömun. Þannig fær eigandinn ráðrúm til að taka lyf sem draga úr einkennunum. Hundurinn er nú í þjálfun til að læra að bera enn betri kennsl á einkennin.
13.07.2021 - 19:40
Morgunútvarpið
Ættum við að leyfa hunda á vinnustöðum?
Mikil aukning varð á eftirspurn eftir gæludýrum í kórónuveirufaraldrinum. Svo mikil var hún eftir köttum að Kattholt annaði vart eftirspurn og fengu flestir kettir nýtt heimili. Nú þegar flestir landsmenn eru byrjaðir að mæta aftur á vinnustaði má velta fyrir sér hvort hundar ættu að fá að fylgja eigendum sínum í vinnuna.
16.06.2021 - 10:46
Bæta þremur hundategundum við bannlista
Þrjár hundategundir munu bætast við á bannlista þann sem finna má í reglugerð nr. 200/2020 um innflutning hunda og katta. Fyrir eru á listanum fjórar aðrar hundategundir sem óheimilt er að flytja hingað til lands. Í samráðsgátt stjórnvalda liggja nú fyrir drög að reglugerð um breytingu á áðurnefndri reglugerð um innflutning hunda og katta. Drögin voru birt í samráðsgáttinni í dag og er umsagnarfrestur til og með 29. júní næstkomandi.
16.06.2021 - 07:57
Töluvert ódýrara að nýskrá hunda í Reykjavík
Gjald fyrir nýskráningu hunda var í gær lækkað umtalsvert í Reykjavík. Gjaldið er nú 11.900 krónur, en var áður 20.800.
03.06.2021 - 10:51
Myndskeið
Hrinti svartabirni til að bjarga heimilishundunum
Sautján ára stúlka hrinti stærðarinnar svartabirni ofan af steinvegg við heimili sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Þetta gerði hún til þess að bjarga heimilishundunum, sem voru farnir gelta að birnunni og húni hennar.
02.06.2021 - 14:30
Hundar greina COVID rétt í 97 prósent tilvika
Greining hunda á COVID-smiti er mun nákvæmari en greining margra svokallaðra hraðprófa, samkvæmt nýlegum niðurstöðum rannsóknar sem gerð var í Frakklandi. Niðurstaða prófa með hundum er jafn áreiðanleg og með PCR-prófum, samkvæmt rannsókninni.
22.05.2021 - 12:19
Næstum eins og að vera með lítið barn á heimilinu
Óvenjulegur gestur dvelur nú á heimili hjónanna Ásgeirs Hólm Agnarssonar og Elsu Guðbjargar Borgardóttur sem búsett eru í Súðavík. Selskópurinn Tóbías Eró er nánast orðinn eins og einn af fjölskyldunni en sonur hjónanna og vinur hans björguðu kópnum úr fjörunni við Ísafjarðardjúp.
08.05.2021 - 18:21
Innlent · Dýr · Vestfirðir · selir · Villt dýr · Hundar · kettir · Gæludýrahald
Ráðið frá að taka lítil börn og hunda með sér að gosinu
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum brýnir fyrir þeim sem ætla að ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum að taka ekki lítil börn með sér á svæðið. Það sé erfitt yfirferðar og eins þurfi að hafa mögulega gasmengun í huga.
Ráðherra vill tryggja leitarhundum í Póllandi eftirlaun
Leitarhundar í Póllandi eiga oft ekki sjö dagana sæla eftir að starfsævinni lýkur og því hefur innanríkisráðherra landsins kynnt frumvarp sem á að tryggja dýrunum áhyggjulaust ævikvöld.
27.03.2021 - 14:58
Hræddir hundar á kvíðastillandi vegna jarðskjálftanna
Dýralæknir segir mikið um að hundaeigendur hafi samband  vegna vanlíðunar hunda sinna í jarðskjálftunum. Nokkuð er um að hundar fái kvíðastillandi lyf til að slá á óróleikann en mikilvægast er að sýna þeim hlýju og stuðning.
COVID hundurinn líklega í fíkniefnaleit
Lögregluhundur sem fluttur var til landsins fyrir jól til þess að þefa uppi COVID smit verður ekki þjálfaður í starfið. Hann verður þó ekki verklaus, enda sprækur, og fer líklega í fíkniefnaleit.
21.02.2021 - 12:49
Vísa frá kæru vegna óásættanlegs holdafars hunds
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur vísað frá kæru hundseiganda sem telur að eftirlit Matvælastofnunar með hundinum hafi verið óheimilt.
Leitarhundur fann engan í bænum Aski
Leitarhundur sem látinn var síga niður úr þyrlu í leit að fólki sem gæti legið undir rústum húsa í bænum Ask í Noregi varð einskis var. Upphaflega stóð til að senda hundinn einan af stað en úr varð að þjálfari og björgunarsveitarmaður fóru einnig inn á svæðið.
31.12.2020 - 04:44
Myndskeið
Slegist um hvolpa og kettlinga í kófinu
Mikil eftirspurn er eftir gæludýrum þessa dagana. Dýralæknir hvetur fólk til þess að láta ekki undan hvatvísi heldur hugsa málið vandlega áður en það ræðst í slíka skuldbindingu. Fólk verði að vera reiðubúið til að skuldbinda sig fjárhagslega og tímalega.
12.11.2020 - 19:34
Segir glitta í hundafordóma í skýrslu um gæludýr
Freyja Kristinsdóttir hjá Félagi ábyrgra hundaeiganda segir skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr í Reykjavík sýna að allt fé málaflokksins fari í að halda uppi óþörfu tvískráningarkerfi.
10.11.2020 - 09:56
Myndskeið
Sex hundar drápust: „Þetta var eins og í hryllingsmynd“
„Þetta var eins og í hryllingsmynd,“ segir eigandi sex hunda sem drápust í eldsvoða í Kópavogi í gær. Hún heyrði angistaróp hundanna en gat ekkert gert. Fjórir hundar lifðu eldsvoðann af.
28.10.2020 - 19:13
Innlent · Eldsvoði · Bruni · Hundar
Viðtal
„Vonuðum að hann væri frekar dauður en særður“
Fjárhundurinn Tímon fannst um helgina í gjótu á Melrakkasléttu. Það þykir kraftaverki líkast að hvutti hafi fundist heill á húfi en hann sat fastur í gjótunni í tíu daga. Eigandi Tímons segir erfitt að lýsa augnablikinu þegar hann fannst.
29.09.2020 - 12:52
Vonast eftir COVID-hundum til Íslands
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vonast til að fá sérþjálfaða COVID-leitarhunda til landsins gefi þeir góða raun erlendis. Lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti Orðið að liði í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. COVID-leitarhundar tóku til starfa á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi í gær.
24.09.2020 - 13:30
Íhuga að lögfesta hundagöngur
Hundar þurfa að fá að minnsta kosti tvo göngutúra á dag, sem ekki vara skemur en í klukkutíma að samanlögðu. Þýsk yfirvöld íhuga nú að lögfesta þá lágmarkshreyfingu sem þýskum hundaeigendum ber að veita gæludýrum sínum.
19.08.2020 - 23:53
Þefaði upp 40 milljónir fyrir tollinn
Þýski fjárhundurinn Aki er væntanlega virði þyngdar sinna í gulli fyrir tollyfirvöld á flugvellinum í Frankfurt, enda er hann einkar lunkinn við að þefa upp peningaseðla sem ferðalangar hafa sleppt því að gefa upp.
13.08.2020 - 14:30
 · Hundar · Þýskaland
Hundar skelltu sér í bíó
Smáhundar skelltu sér í bíó með eigendum sínum á sunnudaginn. „Hundarnir voru allir rosalega duglegir og eigendurnir sáttir,“ segir Hörður Fannar Clausen, vaktstjóri Sambíóanna í Kringlunni. Hann segir góða reynslu sunnudagsins gefa möguleika á fleiri sams konar viðburðum.
21.07.2020 - 09:23