Færslur: Hundar

Vísa frá kæru vegna óásættanlegs holdafars hunds
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur vísað frá kæru hundseiganda sem telur að eftirlit Matvælastofnunar með hundinum hafi verið óheimilt.
Leitarhundur fann engan í bænum Aski
Leitarhundur sem látinn var síga niður úr þyrlu í leit að fólki sem gæti legið undir rústum húsa í bænum Ask í Noregi varð einskis var. Upphaflega stóð til að senda hundinn einan af stað en úr varð að þjálfari og björgunarsveitarmaður fóru einnig inn á svæðið.
31.12.2020 - 04:44
Myndskeið
Slegist um hvolpa og kettlinga í kófinu
Mikil eftirspurn er eftir gæludýrum þessa dagana. Dýralæknir hvetur fólk til þess að láta ekki undan hvatvísi heldur hugsa málið vandlega áður en það ræðst í slíka skuldbindingu. Fólk verði að vera reiðubúið til að skuldbinda sig fjárhagslega og tímalega.
12.11.2020 - 19:34
Segir glitta í hundafordóma í skýrslu um gæludýr
Freyja Kristinsdóttir hjá Félagi ábyrgra hundaeiganda segir skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr í Reykjavík sýna að allt fé málaflokksins fari í að halda uppi óþörfu tvískráningarkerfi.
10.11.2020 - 09:56
Myndskeið
Sex hundar drápust: „Þetta var eins og í hryllingsmynd“
„Þetta var eins og í hryllingsmynd,“ segir eigandi sex hunda sem drápust í eldsvoða í Kópavogi í gær. Hún heyrði angistaróp hundanna en gat ekkert gert. Fjórir hundar lifðu eldsvoðann af.
28.10.2020 - 19:13
Innlent · Eldsvoði · Bruni · Hundar
Viðtal
„Vonuðum að hann væri frekar dauður en særður“
Fjárhundurinn Tímon fannst um helgina í gjótu á Melrakkasléttu. Það þykir kraftaverki líkast að hvutti hafi fundist heill á húfi en hann sat fastur í gjótunni í tíu daga. Eigandi Tímons segir erfitt að lýsa augnablikinu þegar hann fannst.
29.09.2020 - 12:52
Vonast eftir COVID-hundum til Íslands
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vonast til að fá sérþjálfaða COVID-leitarhunda til landsins gefi þeir góða raun erlendis. Lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti Orðið að liði í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. COVID-leitarhundar tóku til starfa á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi í gær.
24.09.2020 - 13:30
Íhuga að lögfesta hundagöngur
Hundar þurfa að fá að minnsta kosti tvo göngutúra á dag, sem ekki vara skemur en í klukkutíma að samanlögðu. Þýsk yfirvöld íhuga nú að lögfesta þá lágmarkshreyfingu sem þýskum hundaeigendum ber að veita gæludýrum sínum.
19.08.2020 - 23:53
Þefaði upp 40 milljónir fyrir tollinn
Þýski fjárhundurinn Aki er væntanlega virði þyngdar sinna í gulli fyrir tollyfirvöld á flugvellinum í Frankfurt, enda er hann einkar lunkinn við að þefa upp peningaseðla sem ferðalangar hafa sleppt því að gefa upp.
13.08.2020 - 14:30
 · Hundar · Þýskaland
Hundar skelltu sér í bíó
Smáhundar skelltu sér í bíó með eigendum sínum á sunnudaginn. „Hundarnir voru allir rosalega duglegir og eigendurnir sáttir,“ segir Hörður Fannar Clausen, vaktstjóri Sambíóanna í Kringlunni. Hann segir góða reynslu sunnudagsins gefa möguleika á fleiri sams konar viðburðum.
21.07.2020 - 09:23
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Vilja að hundaeftirlitið sinni hundum
Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt yfir milljarð í hundaleyfisgjöld frá árinu 2007. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Félagið sendi kvörtun til umboðsmanns borgarbúa þar sem þess er krafist að fénu verði eingöngu varið í hundahald en ekki önnur verkefni borgarinnar.
Gekk á bíl og hélt á Mána
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í dag af sér mynd vel plástruðum á nefinu á Facebook síðu sinni með orðunum: „Gekk á bíl og hélt á Mána inn í bíl“.
14.07.2020 - 15:53
Sumarlandinn
Glaðasti hundur í heimi býður hundum í afmæli
Það var margt um kátan hvuttann þegar hundurinn Hansi varð sex ára á dögunum og bauð helstu hundum nærsveita og eigendum þeirra í veislu. „Þetta var fyrst brandari,“ viðurkennir Kristín Einarsdóttir eigandi hans, en brandarinn vakti slíka lukku að fyrr en varði hafði bæði fólk og ferfætlingar fjölmennt í veisluna til að fagna Hansa.
07.07.2020 - 14:43
Engin slys á fyrsta hundadegi Kringlunnar
Smáhundar eru velkomnir í Kringluna á sunnudögum í sumar og í gær þrömmuðu ferfætlingarnir í fyrsta sinn um ganga verslunarmiðstöðvarinnar.
15.06.2020 - 11:42
 · Hundar
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Hótelgestir leyfðir svo lengi sem þeir hafa fjóra fætur
Á síðustu vikum hafa flest hótel landsins skellt í lás enda afar fáir erlendir ferðamenn á landinu. Erfitt er að spá fyrir um komu ferðamanna í sumar en þó hefur að minnsta kosti eitt hótel á Suðurnesjum ákveðið að opna á ný um mánaðamótin en einu leyfilegu gestirnir þar eru fjórfætlingar.
30.04.2020 - 10:22
Mannlíf · Hundar · kettir · Dýr · Dýralíf
Vetrarhátíð við Mývatn haldin í fyrsta sinn
Vetrarhátíð við Mývatn er haldin í fyrsta sinn nú um helgina. Metskráning er í flestar greinar og nóg um að vera.
Myndskeið
Skjálfa og æla af hræðslu við flugeldasprengingar
Dýralæknir segir mikilvægt að eigendur gæludýra séu rólegir um áramótin þegar flugeldasprengingar kveða við, því það geti róað dýrin. Þau geti skolfið, ælt og verið of hrædd til þess að vilja fara út að pissa.
29.12.2019 - 18:36
Innlent · gæludýr · flugeldar · Hundar · kettir
Saltið óþægilegt fyrir ferfætlinga
Dreifing sjóvatns og salts á Akureyri í baráttu gegn svifryki hefur haft áhrif á ferfætlinga. Dýralæknir mælir með þvotti eftir göngutúra til að forðast særindi.
26.11.2019 - 15:29
Hundur beit konu í Keflavík
Laus hundur beit konu í Keflavík í gær. Hún hafði verið á göngu með hundinn sinn þegar laus hundur og hennar eigin hundur fóru að slást. Þegar konan skildi á milli hundanna beit lausi hundurinn hana.
09.10.2019 - 11:27
Hundurinn sem söng sig inn í hjörtu netverja
Hann heitir Walter Goeffrey, hann er hundur og hann er kominn með yfir 300.000 fylgjendur á Instagram.
08.10.2018 - 10:53
Viðtal
Hundar bíta þegar þeir eru farnir að stjórna
Hundaþjálfari segir mikið um áróður á netinu um að fólk eigi ekki að beita hunda sína aga og að slíkur áróður sé mjög varasamur enda sé mjög mikilvægt að temja hunda vel.
22.08.2018 - 08:59
Vilja endurskoðun á reglum um einangrun dýra
Hundaræktarfélag Íslands hefur um nokkurt skeið kallað eftir endurskoðun á lengd einangrunar gæludýra sem koma til landsins. Hún er nú fjórar vikur hjá hundum. Formaður félagsins segir að rök sem sett voru fram í grein þriggja vísindamanna sem birt var í veftímaritinu Icelandic Agricultural Sciences ekki standast.
16.08.2018 - 08:03
Innlent · Dýr · Hundar
Segir góðan veiðihund auka ánægju veiðiferða
Góður veiðihundur getur tvöfaldað ánægju veiðitúrsins. Þetta er mat prófstjóra hundaprófs sem fór fram við Þjórsá í dag. Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir prófun á retriever-hundum í dag, sem eru sérstaklega ræktaðir til að sækja bráð skotveiðimanna.
15.07.2018 - 20:10
Vilja leyfa gæludýr í félagslegum íbúðum
Velferðarráð Kópavogs samþykki samhljóða í gær tillögu um að leyfa hunda- og kattahald í félagslegu húsnæði á vegum bæjarfélagsins. Samkvæmt tillögunni verður íbúum leyft að hafa dýr á heimili sínu ef sérinngangur er á íbúð. Ef inngangurinn eða stigagangur er sameiginlegur þarf samþykkti tveggja þriðju hluta íbúanna.
15.05.2018 - 16:48