Færslur: Húnaþing Vestra

Viðtal
Hvalreki í Húnaþingi — „Það gýs úr honum veruleg fýla“
Tófur og hrafnar við Heggstaðanes í Húnaþingi vestra gleðjist um þessar mundir en ábúendur á Bessastöðum eru ekki eins hrifnir af nýjum nágranna. Illa lyktandi búrhvalshræ liggur nú í fjörunni og rotnar.
23.03.2022 - 13:16
Nokkurra mánaða tafir á vegabótum á Vatnsnesvegi
Nokkurra mánaða tafir verða á vegabótum á Vatnsnesvegi sem liggur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Ekkert tilboð barst í byggingu brúar og endurbyggingu vegarins.
04.02.2022 - 13:26
Aka börnum hundruð kílómetra á íþróttaæfingar
Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að koma á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja. Sveitarstjórnarfulltrúi segir ótækt að það þurfi að keyra börn mörg hundruð kílómetra á æfingar.
20.05.2021 - 16:19
Íbúar á Hvammstanga hvattir til að spara kalda vatnið
Undanfarna daga hefur vatnshæðin í kaldavatnstanki fyrir Hvammstanga farið lækkandi. Ástæðan er sú að minna vatn kemur frá Grákollulind auk þess sem kaldavatnsnotkun er óvenju mikil. Fólk er hvatt til að spara kalda vatnið.
29.01.2021 - 13:23
Óttast sjónmengun og vilja íbúafund um vindmyllugarð
Skipulags- og umhverfisráð Húnaþings vestra vill að haldinn verði íbúafundur í sveitarfélaginu vegna áforma um vindorkuver á Laxárdalsheiði. Verði af áformunum rísa þar á annan tug vindmylla sem sjást í allt að 40 kílómetra fjarlægð.
11.01.2021 - 11:43
Segja vondar samgöngur hafa slæm áhrif á nemendur
Kennarar í Grunnskóla Húnaþings vestra á Hvammstanga segjast kvíða því að hefja enn eitt skólaárið án þess að samgöngur í sveitarfélaginu hafi verið bættar. Sumir nemendur þurfa að sitja í tvo klukkutíma á dag í skólabíl á misgóðum malarvegum.
24.08.2020 - 10:15
12 hafa náð bata í Húnaþingi vestra
12 hafa náð sér af COVID-19 í Húnaþingi vestra samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra. Þar eru 20 veikir og í einangrun. 26 eru í sóttkví en 282 hafa lokið henni. 
06.04.2020 - 15:18
Þrjú smit í Skagafirði
Þrjú smit af kórónuveirunni hafa verið staðfest í Skagafirði. 22 eru smitaðir á Norðurlandi vestra og 396 í sóttkví. Engin ný smit hafa greinst í Húnaþingi vestra síðan fyrir helgi.
Hertum sóttvarnaraðgerðum aflétt í Húnaþingi vestra
Frá og með miðnætti í kvöld mun úrvinnslusóttkví sem sett var á í Húnaþingi vestra þann 21. mars falla úr gildi. Eftir það gilda almennar reglur um samkomubann sem settar voru af sóttvarnalækni og gilda fyrir landið allt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra í kvöld.
27.03.2020 - 21:14
Náð „ákveðnum tökum“ á ástandinu í Húnaþingi vestra
Tvö ný staðfest tilfelli COVID-19 kórónuveirunnar greindust í Húnaþingi vestra í dag. Af nítján sýnum sem komu úr greiningu reyndust sextán neikvæð, tvö jákvæð en eitt ónýtt að því er segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins. Alls eru nú sextán staðfest smit í sveitarfélaginu og von er á niðurstöðum úr tíu sýnum á morgun.
24.03.2020 - 23:36
Framkvæmdir að hefjast við Grunnskóla Húnaþings vestra
Fyrr í þessari viku var tekin fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og áætluð verklok, haustið 2022.
06.03.2020 - 14:03
Norðurland vestra leggst gegn hálendisþjóðgarði
Sveitarfélög á Norðurlandi vestra leggjast gegn frumvarpi um hálendisþjóðgarð í núverandi mynd og segja óásættanlegt að sveitarfélög missi skipulagsvald. Þá hafi ekki verið sýnt fram á nauðsyn þess að stofna þjóðgarð.
Sauðárkrókur kominn með rafmagn
Rafmagn er komið á að nýju á Sauðárkróki og í Skagafirði sem og Hvammstanga. Enn er rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal og víðar.
16.12.2019 - 05:58
Myndband
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand“
„Þetta var í raun og veru lífshættulegt ástand. Við gátum hvorki sótt okkur bjargir, né veitt bjargir. Þannig að ástandið var í raun grafalvarlegt,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Allir helstu innviðir samfélagsins hafi brugðist.
14.12.2019 - 21:07
Barátta fyrir betri Vatnsnesvegi heldur áfram
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra segir það mikið afrek að framkvæmdir við Vatnsnesveg hafi ratað inn á nýja samgönguáætlun. Gert er ráð fyrir að þremur milljörðum króna verði varið í veginn á árunum 2030 til 2034. Hún segir að með þessu sé hálfur sigur unninn og ætlar að beita sér fyrir því að framkvæmdum verði flýtt.
18.10.2019 - 11:22
Þurfa að sjóða neysluvatn á Borðeyri
Íbúar og ferðamenn á Borðeyri við Hrútafjörð hafa þurft að sjóða allt neysluvatn síðan í byrjun júní. Yfirborðsvatn blandaðist neysluvatni í leysingum í vor og mælast saurgerlar, eða e.coli- og kólígerlar, í vatninu. Borðeyri er hluti af sveitarfélaginu Húnaþingi vestra og segir sveitarstjórinn að allt kapp sé lagt á að koma vatnsmálunum í samt horf.
10.07.2018 - 16:20
Kaldrananeshreppur: Vertu bless, sveitin mín
Hvernig horfir framtíðin við sveitum landsins. Það er misjafnt eftir því hvar mann ber niður. Glötuð nettenging, slæmar samgöngur, aukin krafa um stærðarhagkvæmni, félagsleg einangrun, erfið nýliðun, ríkisjarðir sem fara í órækt og aldraðir bændur sem geta ekki hugsað sér að bregða búi. Þetta eru nokkur dæmi um vandamál sem plaga þær sveitir landsins sem standa höllum fæti. Samkvæmt upplýsingum frá Búnaðarmálastofu Matvælastofnunar er meðalaldur kúabænda á landsvísu 53 ár en sauðfjárbænda 56 ár.