Færslur: Húmanistaflokkurinn

Fengu fæst atkvæði í lýðveldissögunni
Húmanistaflokkurinn fékk 33 atkvæði í þingkosningunum í gær. Það eru færri atkvæði heldur en nokkurt annað framboð hefur hlotið í alþingiskosningum á lýðveldistímanum. Fyrra metið átti Sólskinsflokkurinn sem hlaut 92 atkvæði í desemberkosningunum sem haldnar voru eftir að vinstristjórnin féll árið 1979. Þrír flokkar fengu færri atkvæði en sem nam fjölda þeirra sem skrifuðu undir meðmælendalista við framboð þeirra.
Fátæktargildrur og velferðarmál
Sérstaða minni flokka í velferðarmálum felst í stöðu formanns eins þeirra sem öryrkja, áherslu annarra á innflytjendamál og baráttu gegn auðvaldshagkerfi sem dregur úr möguleikum til að byggja upp velferðarkerfi. Þetta sögðu formenn og oddvitar fimm flokka í kappræðum leiðtoganna á RÚV í kvöld.
Ruglandi bókstafir miðað við flokkaheiti
B fyrir Bjarta framtíð? F fyrir Framsóknarflokkinn? S fyrir Sjálfstæðisflokkinn? V fyrir Viðreisn? Nei, alls ekki. Listabókstafir fyrir Alþingiskosningarnar geta verið villandi. Sumir bókstafirnir eru eins og fyrsti bókstafurinn í nafni stjórnmálaflokksins. Fleiri bókstafir eiga þó ekkert skylt við nafn stjórnmálaflokksins og tilheyra jafnvel öðrum flokkum.
Þrjú framboð á móti aðild Íslands að NATO
Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð eru á móti veru Íslands í Atlantshafsbandalaginu, NATO. Björt framtíð, Dögun og Píratar hafa ekki tekið afstöðu til aðildar.
Píratar stærstir rúmri viku fyrir kosningar
Píratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn 8,8 prósent, Samfylkingin mælist með 6,5 prósenta fylgi, hálfu prósentustigi meira en Björt framtíð.
Brjálað að gera hjá litlu framboðunum
Minni framboð sem bjóða fram til Alþingis neyðast til að hafna tilboðum um að kynna stefnumál sín sökum manneklu. Þetta segja formenn fjögurra minnstu framboðanna. Formaður Dögunar vill þó fá að gera meira og formaður Flokks fólksins segir að það sé dásamlega gaman í kosningabaráttu.
Allir sammála um sterka stöðu ríkissjóðs
Fulltrúar sex flokka sem bjóða fram til þingkosninga ræddu efnahagsmáli í umræðuþætti í sjónvarpssal sem lauk nú rétt fyrir fréttir. Allir voru þeir sammála um góðan árangur í ríkisfjármálum síðustu missera og sterka stöðu ríkissjóðs en ósammála voru þeir um hvaða áherslur ætti að leggja í þeirri stöðu sem nú er uppi.