Færslur: Huldumenn

Gagnrýni
Oft er gott það er gamlir (og ungir) kveða
Þúsund ára ríkið er fyrsta hljómskífa Huldumanna sem byggja á gömlum Gildrugrunni, en er jafnframt plata vikunnar á Rás 2.
Huldumenn - Þúsund ára ríkið
Rokkhljómsveitin Huldumenn sendi frá sér Þúsund ára ríkið á dögunum en platan er rökrétt framhald af tónlist og textum Gildrunnar úr Mosfellssveit. Mannskapurinn er þaulvanur úr íslensku rokki og poppi undanfarinna áratuga allt frá Skriðjöklum til Vina vors og blóma, áðurnefndrar Gildru með viðkomu í Reggae on Ice og þess vegna myndu einhverjir segja að sveitin sé svokölluð súpergrúppa.
09.03.2020 - 14:30