Færslur: Hugvit

Fundað vestra um stafræna framtíð íslenskunnar
Íslensk sendinefnd er komin til Bandaríkjanna til fundar við forsvarsmenn stórra tæknifyrirtækja um mikilvægi þess unnt verði að taka íslensku við tölvur og tæki. Guðni Th. Jóhannesson, forseti og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra fara þar fremst í flokki.
Ísland hrapar um 10 sæti á nýsköpunarlista
Ísland hefur fallið um tíu sæti á lista yfir stöðu nýsköpunar í ríkjum heims. Eftir að hafa verið í 13. sæti í þrjú ár er Ísland nú í því 23. samkvæmt alþjóðlegri skýrslu. Skýrslan Global Innovation Index er gefin út árlega. Cornell háskóli, Alþjóðahugverkastofnunin og viðskiptaháskólinn INSEAD standa að útgáfunni.
24.11.2018 - 12:35
Fréttaskýring
Sprotarnir sem eftirhrunsárin fóstruðu
Þetta voru tæknifyrirtæki, sérhæfð í stafrænum lausnum, stofnuð af fólki sem kunni að reikna og hafði verið að vinna í bönkunum. Svona lýsa viðmælendur Spegilsins í nýsköpunargeiranum hinum dæmigerðu eftirhrunssprotum, sem stungu sér upp úr sviðnum jarðvegi kreppunnar - en nýsköpunarflóran eftir hrun var fjölbreyttari. Spegillinn ræddi við stofnendur tveggja fyrirtækja sem segja má að hafi verið afsprengi hrunsins og stofnanda eins sem óx úr grasi í efnahagsumhverfi eftirhrunsáranna.
29.09.2018 - 09:00