Færslur: Hugmyndasaga

Bananar á Kárahnjúkum
Gróðurhús fyrir banana á hálendi Íslands, ísbrú yfir jökulár og álbátar á uppistöðulóni á Kárahnjúkum eru meðal hugmynda Garðars Eyjólfssonar vöruhönnuðar um nýtingu álframleiðslu á Íslandi. Hann er meðal viðmælenda í fimmta þætti hugmyndasögu fullveldisins, Hundrað ár, dagur ei meir.
„Það á að kjósa mig af því að ég er maður“
1980 var Vigdís Finnbogadóttir kosin fyrst kvenna í embætti forseta Íslands og braut þar með blað í sögunni. Í þættinum „Hundrað ár, dagur ei meir“ er forsetaembættið rannsakað og þetta undarlega fyrirbæri maðurinn, sem Vigdís lagði áherslu á að væri grundvöllur kjörs hennar til forseta.
Þjóðarskútan, bronsöldin og fjármálamarkaðir
Rannsóknir á hrunum á bronsöld og stofnun fjármálamarkaða í Evrópu leika stórt hlutverk í öðrum þætti hugmyndasögu fullveldisins sem fjallar um skipsbrot þjóðarskútunnar árið 2008.
Jesú Kristur, fullveldið og Aron Einar
Hvað eiga Jesú Kristur, íslenska fullveldið og Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðins í knattspyrnu sameiginlegt?
Listin mótar heimin
Gunnar J. Árnason listheimspekingur hefur sent frá sér bók með stóran titil. Bókin heitir Ásýnd heimsins - Um listir og fagurfræði í hugmyndaheimi nútímans. Þar rekur Gunnar hugmyndastrauma allt aftur til upplýsingaaldar og gerir grein fyrir hugmyndum fjölda hugsuða um hlutverk listanna og fagurfræði. Gunnar var gestur Víðsjár og hér fyrir ofan má heyra ítarlegt viðtal við hann um bókina.
03.05.2017 - 17:00