Um Hugmyndadaga

RÚV opnar hugmyndaþróun sína fyrir framleiðendum og almenningi. Hugmyndadagar RÚV voru haldnir í fyrsta sinn í október 2017. Á Hugmyndadögum geta hugmyndasmiðir, höfundar, framleiðendur og aðrir kynnt hugmyndir og tillögur að dagskrárefni fyrir dagskrárstjórum RÚV hvort sem efnið er fyrir sjónvarp, útvarp eða vef. Hugmyndadagar eru haldnir tvisvar sinnum á ári, haust og vor, og eru auglýstir með góðum fyrirvara. Hugmyndadagar verða næst í október 2018. Opið verður fyrir umsóknir hér á síðunni frá 13. ágúst – 7. september.