Færslur: Hugleikur Dagsson

Heilahristingur
Hugleikur og Sandra báru sigur úr býtum
Úrslitin í Heilahristingi, spurningakeppni Rásar 2, fóru fram á gamlársdag. Þá mætti lið Donnu Cruz og Hafsteins Sæmundssonar liði Hugleiks Dagssonar og Söndru Barilli í kvikmynda- og sjónvarpshristingi. Keppnin var æsispennandi í ár en lið Hugleiks og Söndru bar sigur úr býtum með frábærri frammistöðu.
Ófærð
Löngu kominn tími á að Andri upplifi rómantík
Þriðji þáttur Ófærðar var sýndur á RÚV í kvöld en strax eftir sýningu hans voru gestir Snærósar Sindradóttir, þau Edda Falak og Hugleikur Dagsson, í hlaðvarpinu Með Ófærð á heilanum, búin að kryfja öll helstu smáatriði þáttarins. Gestir þáttarins voru sammála um að þriðji þátturinn hefði verið sá besti hingað til í þáttaröðinni.
31.10.2021 - 22:30
Síðdegisútvarpið
„Við erum ekki með neina málefnalega kvikmyndagagnrýni“
„Ég hef ekki séð neinar bíómyndir, þú þarft ekki alltaf að vera hissa að ég hafi ekki séð hina og þessa,“ segir Sandra Barilli, hlaðvarpsstýra, þegar hún kynnist nýju fólki til að brynja sig upp gegn gagnrýni kvikmyndaunnenda. Hún og Hugleikur Dagsson standa fyrir nýjum hlaðvarpsþáttum, VÍDJÓ, þar sem hann sýnir henni allar merkustu kvikmyndir sögunnar.
11.07.2021 - 10:00
Menningin
Kölski flytur frasa úr auglýsingum í nýju sýningarrými
„Ég held að þessi tími sé alveg jafn góður og annar, fólk þarf alltaf list í lífið,“ segir Ásdís Þula Þorláksdóttir, eigandi Þulu gallerís sem opnaði við Hjartatorgið í sumar. 
19.08.2020 - 13:34
Lovecraft gengur aftur í poppmenningunni
„Hann var höfundur sem skapaði heilan heim, eins og bara Tolkien gerði, þó hann sé allt öðruvísi. Það er þessi heimur sem hefur orðið mjög mörgum höfundum uppspretta nýrra verka og/eða vísa í þessa tilfinningu sem að finna má í þessari mjög myrku veröld Lovecrafts,“ segir Úlfhildur Dagsdóttir, en hún skrifar grein í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar þar sem hún rekur áhrif hryllingssagnahöfundarins H.P. Lovecraft á ólík menningarfyrirbæri, frá íslenskum furðusögum til Stranger Things.
Íslenskt grín í Kína
Virkar íslenskt grín í Kína? Húmor þýðist misvel á önnur tungumál, hvað þá á milli ólíkra menningarheima. Fjórir íslenskir grínarar héldu til Kína í síðustu viku og voru með uppistand fyrir heimafólk. Hvort ætli þau hafi uppskorið hlátrasköll eða þögn? Þrír þeirra, Hugleikur Dagsson, Andri Ívarsson og Helgi Steinar Gunnlaugsson, sögðu ferðasöguna í Mannlega þættinum í dag.
31.10.2018 - 14:14
Djók í Reykjavík
„Ég dreg línuna við nauðgun“
Í öðrum þætti af Djók í Reykjavík sem sýndur er í kvöld fer Dóri DNA í matarleit um miðbæinn með Hugleiki Dagssyni. Þeir kumpánar skeggræða svo þáttaröðina Biggest Looser og nýjar brautir sem raunveruleikasjónvarp gæti fetað í framtíðinni.
12.04.2018 - 17:10
Viðtal
Teiknar myndasögur í matarpásum
„Ég byrja bara að teikna og sé hvert það fer. Mér finnst oft þannig vera mesta lífið í sögunni hjá mér. Það þýðir stundum að að hefðbundin uppbygging á sögu fer út í buskann en mér finnst langskemmtilegast og best að vinna þannig,“ segir Árni Jón Gunnarsson myndasöguhöfundur.
Baggalútur og Friðrik Dór – Stúfur
Hugleikur Dagsson teiknar tónlistarmyndband við jólalag Baggalúts í ár. Það fjallar um hinn ofurflippaða jólasvein Stúf Grýlu- og Leppalúðason. Lag og texti er eftir Braga Valdimar Skúlason.
13.12.2017 - 13:55
Húmor Hugleiks breytt í hrylling
„Þegar fólk með alvöru teiknihæfileika gerir myndirnar mínar verða þær raunverulegri. Þá verður húmorinn að horror,“ segir Hugleikur Dagsson en tólf ábreiður af verkum hans prýða dagatal fyrir árið 2018.
29.11.2017 - 14:11
Mannlegur nútímahryllingur í spýtukarlaformi
Myndasagnahöfundurinn Hugleikur Dagsson sendi nýverið frá sér bókina „Where's God?“, sem útlegðist á íslensku sem Hvar er guð? Bókin er byggð upp með sama hætti og „Hvar er Valli“ bækurnar, eftir Martin Handford, en í stað Valla leitar lesandinn að guði.
07.11.2016 - 17:17