Færslur: HSS

Lögreglan byrjuð að rannsaka mál læknisins á HSS
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú mál tengd fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem grunur leikur á röð alvarlegra mistaka hans í starfi og vanrækslu við sjúklinga. Hann er grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð á vafasömum forsendum. Skoðun hófst eftir andlát áttræðrar konu í hans umsjá, sem fékk líknandi meðferð án þess að vera lífshættulega veik.
Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.