Færslur: HSN
Ólga á Húsavík eftir uppsagnir — „Ekkert annað en árás"
Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur sagt upp sjö starfsmönnum sem sinnt hafa ræstingum á heilsugæslunni á Húsavík og boðið reksturinn út. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir uppsagninarnar árás á láglaunastétt og gefur lítið fyrir skýringar.
11.05.2022 - 11:11
Vissu ekki að læknirinn væri ákærður fyrir ofbeldi
Læknirinn, sem ákærður var fyrir að beita konu sína og þrjú börn ofbeldi, hefur lokið störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Forstjóri HSN segist hafa lesið um ákæruna í fjölmiðlum og ekki vitað um málið þegar maðurinn var ráðinn.
06.05.2022 - 10:08
Öflug sýnataka á Norðurlandi eystra
Eitt smit greindist á Norðurlandi eystra í gær, grunur leikur á um annað og beðið staðfestingar úr sýnatöku. Báðir aðilar voru í sóttkví. 102 eru nú í einangrun á svæðinu og 164 í sóttkví. Tveir eru inniliggjandi með COVID-19 á Sjúkrahúsinu á Akureyri, einn á gjörgæslu en ekki í öndunarvél. Fjórir eru í einangrun á farsóttahúsi.
11.11.2020 - 14:07
Hönnun á nýjum heilsugæslustöðvum fer senn í gang
Gert er ráð fyrir að hönnun tveggja nýrra heilsugæslustöðva á Akureyri geti hafist fljótlega. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands er bjartsýnn á að þær verði tilbúnar árið 2023.
17.06.2020 - 22:27
Allt starfsfólk HSN á Húsavík laust úr sóttkví
Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. Læknir segir alla hafa átt von á því að veikjast og það sé athyglisvert hversu mikilli vinnu sé hægt að sinna úr sóttkví.
30.03.2020 - 16:15
Inflúensan farin á stjá
Hinn árlegi inflúensufaraldur er farinn af stað, samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnarsviði embættis landlæknis. Tuttugu og átta tilvik voru staðfest á veirufræðideild Landspítalans í síðustu viku. Þá voru 14 tilvik af RS-veirunni staðfest og töluvert álag er á heilsugæslum.
28.01.2020 - 16:54
Þarf tvöfalt fleiri heimilislækna á Akureyri
Læknaskortur á Heilsugæslunni á Akureyri hefur verið viðvarandi síðustu tíu ár. Yfirlæknir segir skjólstæðinga ekki fá þá þjónustu sem þeir ættu að fá. Hann segir jákvæð tákn á lofti og á von á því að staðan verði breytt eftir ár.
28.01.2020 - 12:35