Færslur: hs veitur

Rafmagn komið á að nýju í Hafnarfirði
Rafmagn á að vera komið á að nýju eftir að það fór af hluta Hafnarfjarðar laust fyrir klukkan átta í morgun. Að sögn HS Veitna var allt komið í samt lag rétt eftir klukkan tíu.
14.03.2021 - 08:14
„Þetta gat ekki gerst á verri stað“
Margra klukkustunda rafmagnsleysi í Grindavík á föstudaginn er ekki rakið til skjálftavirkni. Forstjóri HS veitna segir að þetta hefði ekki getað gerst á verri stað. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að reynslan sem varð til í Vestmannaeyjagosinu nýtist vel í þeim jarðhræringum sem nú eru á Reykjanesskaga.
Tíu klukkutíma rafmagnsleysi „algjörlega óviðunandi“
Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir það með öllu óviðunandi að bæjarbúar hafi þurft að þola hátt í tíu klukkustunda langt rafmagnsleysi fram undir miðnætti í gærkvöldi. Hann hyggst óska skýringa HS-veitna á fundi á mánudag. „Algjörlega óviðunandi að þurfa að búa við rafmagnsleysi svo klukkutímum skiptir,“ segir Fannar.
06.03.2021 - 11:56
Segir dýrmætustu eignina selda á útsöluverði
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggst eindregið gegn því að rúmlega 15 prósenta hlutur bæjarins í HS veitum verði seldur. Oddviti Viðreisnar segir að bærinn muni þannig selja sína dýrmætustu eign á útsöluverði en bæjarstjórinn segir mjög gott verð fást fyrir hlutinn.
23.10.2020 - 14:13
Deila um sölu á hlut Hafnarfjarðar í HS veitum
Tillaga meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar um að taka kauptilboði félags lífeyrissjóða og fjárfesta í ríflega fimmtán prósenta hlut bæjarins í HS veitum verður lögð fyrir bæjarráð í dag.
22.10.2020 - 06:17
Morgunútvarpið
Vilja knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ
Yfir tólf hundruð undirskriftir hafa safnast vegna fyrirhugaðrar sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í apríl síðastliðnum að hefja undirbúning á mögulegri sölu rúmlega fimmtán prósent hlutar í fyrirtækinu. Hafnarfjörður er þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins á eftir Reykjnesbæ og HSV eignarhaldsfélagi.
09.07.2020 - 08:47
Sökuðu minnihlutann um dylgjur og útúrsnúninga
Enn var tekist á í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum. Minnihlutinn sakar meirihlutann um að fylgja ekki verkferlum og að halda upplýsingum frá almenningi. Þá er spurt hvort vitneskja um mögulega fjárfesta hafi verið ljós frá upphafi og málið því keyrt áfram eins hratt og kostur er. Meirihlutinn vísar gagnrýninni á bug.
„Selja gullgæsina til að fela slæman rekstur“
Miklar umræður voru á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut sveitarfélagsins í HS Veitum sem samþykkt var í bæjarráði í síðustu viku. Minnihlutinn leggst alfarið gegn því að selja hlutinn og benda á að hann hafi skilað sveitarfélaginu miklum tekjum.
Myndskeið
Vilja selja til að stoppa upp í gatið
Meirihluti bæjarráðs í Hafnarfirði vill selja hlut bæjarins í HS Veitum til að bregðast við samdrætti sem er fyrirsjáanlegur vegna COVID-19 faraldursins. Fulltrúi Samfylkingarinnar segir enga umræðu hafa verið um málið og að fólki hugnist þetta ekki.