Færslur: HS Orka

Morgunútvarpið
Vilja knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ
Yfir tólf hundruð undirskriftir hafa safnast vegna fyrirhugaðrar sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í apríl síðastliðnum að hefja undirbúning á mögulegri sölu rúmlega fimmtán prósent hlutar í fyrirtækinu. Hafnarfjörður er þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins á eftir Reykjnesbæ og HSV eignarhaldsfélagi.
09.07.2020 - 08:47
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Myndskeið
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Varar við stórhættulegum böðum við Reykjanesvirkjun
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk hafi baðað sig í affalli Reykjanesvirkjunar og deilt því á samfélagsmiðlum. Athæfið er bæði stranglega bannað og stórhættulegt.
04.05.2020 - 20:03
Engin viðbragsáætlun um heita vatnið á Suðurnesjum
Engin viðbragðsáætlun er til staðar sem hægt er að grípa til ef eldsumbrot eða jarðhræringar stöðva framboð á heitu vatni til sveitarfélaga á Suðurnesjum. Heita vatninu er öllu dreift frá Svartsengi, þar sem nú mælist landsris og möguleg kvikusöfnun.
Árás á HS Orku var skipulögð brotastarfsemi
„Þarna er verið að glíma við alvarlega og skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri HS Orku. Erlendum tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna. Ásgeir segir að þó svo að upphæðin sé há hafi hún ekki áhrif á rekstur félagsins og viðskiptavinir HS Orku eigi ekki að finna fyrir þessu.
09.09.2019 - 08:16
Sviku út hundruð milljóna af HS Orku
Erlendum tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna. 
09.09.2019 - 06:29