Færslur: HS Orka

Sjónvarpsfrétt
Jarðskjálftar í þúsundavís á Reykjanesskaga
Vísindaráð segir ennþá hættu á jarðskjálfta upp á sex komma fimm sem hefði veruleg áhrif á höfuðborgarsvæðinu. Sjónum er nú þó einkum beint að Grindavík og Svartsengi þar sem landris, kvikuinnskot og þúsindir jarðskjálfta valda ugg. Forstöðumaður hjá HS Orku í Svartsengi segir starfsfólk ekki sérlega áhyggjufullt núna enda áætlanir til reiðu. 
Jarðskjálftar valda forstjóra HS Orku ekki áhyggjum
Forstjóri HS orku hefur ekki áhyggjur af jarðskjálftum á Reykjanesskaga. Þó verði farið á ný yfir viðbragðsáætlanir sem gerða vorur fyrir tveimur árum, segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku.
Landris og kvikusöfnun skammt frá Bláa lóni og HS Orku
Nærri einn og hálf milljón rúmmetra af kviku hefur safnast upp nokkra kílómetra undir yfirborði skammt frá Bláa lóninu. Land hefur risið um nokkra sentimetra. Þetta sýnir nýtt líkan jarðvísindamanna sem gert var í morgun. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir að þó að þetta sé nauðsynlegur undanfari eldgoss sé óvíst hvort það endi þannig.
Myndskeið
Verðum að búa okkur undir að eldgosið standi árum saman
Í stað þess að tala um að eldgosið á Reykjanesskaga geti staðið í nokkra mánuði verður að huga að stærri mynd - því gosið gæti varað árum saman, segir eldfjallafræðingur. Haldi gosið áfram í áratugi gæti hraunbreiðan náð yfir Grindavík og virkjunina í Svartsengi. 
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Eldur í Svartsengi truflar ekki raforkuframleiðslu
Engum var hætta búin þegar eldur kviknaði í vélarbúnaði í Orkuveri 3 hjá HS Orku í Svartsengi síðdegis í dag. Orkuverið var mannlaust þegar eldurinn kom upp en starfsmenn HS Orku lokuðu svæðinu.
06.04.2021 - 19:22
Viðtal
Innviðir HS Orku á heppilegum stað komi til goss
Hjá HS Orku í Svartsengi er fólk í viðbragsstöðu vegna skjálftanna eins og víðar og er í nánu samstarfi við Almannavarnir, Landsnet og HS veitur. Tómas Más Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir að ein sviðsmyndin sé sú að skjálftahrinan lognist út af, önnur að það komi stærri skjálftar, annað hvort í Brennisteinsfjöllum eða Fagradalsfjalli og sú þriðja að hraun komi upp úr jörðu. 
03.03.2021 - 09:21
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Segir dýrmætustu eignina selda á útsöluverði
Minnihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar leggst eindregið gegn því að rúmlega 15 prósenta hlutur bæjarins í HS veitum verði seldur. Oddviti Viðreisnar segir að bærinn muni þannig selja sína dýrmætustu eign á útsöluverði en bæjarstjórinn segir mjög gott verð fást fyrir hlutinn.
23.10.2020 - 14:13
Morgunútvarpið
Vilja knýja fram íbúakosningu í Hafnarfjarðarbæ
Yfir tólf hundruð undirskriftir hafa safnast vegna fyrirhugaðrar sölu Hafnarfjarðar á hlut bæjarins í HS Veitum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í apríl síðastliðnum að hefja undirbúning á mögulegri sölu rúmlega fimmtán prósent hlutar í fyrirtækinu. Hafnarfjörður er þriðji stærsti hluthafi fyrirtækisins á eftir Reykjnesbæ og HSV eignarhaldsfélagi.
09.07.2020 - 08:47
Lokun Vesturverks ekki óvænt í ljósi COVID
Forstjóri Landsnets segir það ekki koma á óvart að Vesturverk hafi lokað skrifstofu sinni á Ísafirði og frestað framkvæmdum við Hvalárvirkjun, þar sem raforkunotkun hefur minnkað töluvert í faraldrinum. Sveitarstjóri Árneshrepps segir miður hversu margir hrósi happi yfir seinaganginum við virkjunina.
08.05.2020 - 17:59
Myndskeið
Ólöglegt og stórhættulegt bað
Fjöldi fólks hefur stefnt sér í voða síðustu daga með því að bara sig í heitu affallsvatni frá Reykjanesvirkjun í stórgrýttri fjörunni. Talsmaður virkjunarinnar segir þetta stórhættulegt, miklar hitabreytingar geti orðið á vatninu auk þess sem hafsstraumar séu sterkir.
05.05.2020 - 20:00
Varar við stórhættulegum böðum við Reykjanesvirkjun
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk hafi baðað sig í affalli Reykjanesvirkjunar og deilt því á samfélagsmiðlum. Athæfið er bæði stranglega bannað og stórhættulegt.
04.05.2020 - 20:03
Engin viðbragsáætlun um heita vatnið á Suðurnesjum
Engin viðbragðsáætlun er til staðar sem hægt er að grípa til ef eldsumbrot eða jarðhræringar stöðva framboð á heitu vatni til sveitarfélaga á Suðurnesjum. Heita vatninu er öllu dreift frá Svartsengi, þar sem nú mælist landsris og möguleg kvikusöfnun.
Árás á HS Orku var skipulögð brotastarfsemi
„Þarna er verið að glíma við alvarlega og skipulagða brotastarfsemi,“ segir Ásgeir Margeirsson, fráfarandi forstjóri HS Orku. Erlendum tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna. Ásgeir segir að þó svo að upphæðin sé há hafi hún ekki áhrif á rekstur félagsins og viðskiptavinir HS Orku eigi ekki að finna fyrir þessu.
09.09.2019 - 08:16
Sviku út hundruð milljóna af HS Orku
Erlendum tölvuþrjótum tókst að brjótast inn í tölvukerfi HS Orku og svíkja út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljónum króna. 
09.09.2019 - 06:29