Færslur: Hryðjuverkaógn á Íslandi

Sjónvarpsfrétt
Húsleit hjá föður Sigríðar og rafbyssur í vændum
Ríkislögreglustjóri sagði sig frá umfangsmikilli rannsókn á ætlaðri skipulagningu hryðjuverka hér á landi eftir að húsleit var gerð heima hjá föður hennar, sem er þekktur byssusmiður og vopnasali. Dómsmálaráðherra hyggur á reglugerð sem heimilar lögreglu að bera rafbyssur.
29.09.2022 - 19:18
Silfrið
Segir forvirkar rannsóknarheimildir auka jaðarsetningu
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir að áform um meint hryðjuverk hér á landi séu til marks um aukna öfgavæðingu. Hún telur að víðtækar rannsóknarheimildir lögreglu séu varhugaverðar og geti leitt til enn frekari öfgavæðingar.
Sjónvarpsfrétt
Héraðsdómur synjaði tveggja vikna gæsluvarðhaldi
Lög­regla krafðist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir báðum mönnunum sem nú sæta varðhaldi vegna rann­sókn­ar á skipu­lagn­ingu hryðju­verka­árás­ar. Héraðsdómur féllst ekki á þá beiðni í tilfelli annars þeirra. Lögregla lítur málið enn mjög alvarlegum augum.
Tími lögreglu knappur
Lögregla er enn sannfærð um að hryðjuverkaógn sem beindist meðal annars að lögreglu og Alþingi í vikunni hafi verið alvarleg og að lögregla hafi með aðgerðum sínum afstýrt voðaverkum. Tveir eru í haldi en lögregla krafðist tveggja vikna gæsluvarðhalds yfir báðum mönnunum. Héraðsdómur féllst ekki á þá beiðni í tilfelli annars þeirra. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir tímann því knappan.
Sjónvarpsfrétt
Skotárásin í miðbænum kom lögreglunni á sporið
Skotárás í miðbæ Reykjavíkur í febrúar, þar sem þrívíddarprentað skotvopn var notað, kom lögreglu á spor mannanna sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka hér á landi. Þeir eru sagðir hafa talað saman um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglu í næstu viku. 
23.09.2022 - 19:00

Mest lesið