Færslur: hryðjuverkaógn

„Höfum bjargað þúsund mannslífum"
Á síðustu fjórum árum hefur breska öryggisþjónustan M15 komið í veg fyrir þrjátíu og eina hryðjuverkaárás í Bretlandi.
Vill breyta hryðjuverkalögum eftir hnífaárás í gær
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands vill að hryðjuverkalögum landsins verði breytt eftir að sjö særðust í hnífaárás í gær.
Brýnt að Afganistan verði ekki skjól hryðjuverkamanna
Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum leiðum til að koma í veg fyrir að það gerist.
Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Myndband
Árleg hryðjuverkaæfing haldin á Íslandi í dag
Allir helstu sprengjusérfræðingar Atlantshafsbandalagsins taka nú þátt í æfingu hér á landi. Meira en 600 tilbúnar sprengjur verða aftengdar. Yfirliðþjálfi í breska hernum segir aðstæður til þjálfunar hér einstaklega góðar.
12.09.2019 - 21:39
Myndskeið
Samþykktu alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu
Alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu var samþykkt á ráðstefnu í París í dag. Yfirvöld í Bandaríkjnum ætla ekki að taka þátt í átakinu. 
15.05.2019 - 22:22
Sautján teknir höndum í Katalóníu
Lögregla í Katalóníu handtók snemma í morgun sautján meinta hryðjuverkamenn og samstarfsmenn þeirra í Barcelona og bænum Igualada, nokkrum tugum kílómetra norðvestan við borgina. Innanríkisráðherra Katalóníu greindi fréttamönnum frá því að hópurinn hafi áformað hryðjuverkaárás, sem komið hefði verið í veg fyrir.
15.01.2019 - 17:41
Viðbúnaður vegna hryðjuverkaógnar í Þýskalandi
Þýska lögreglan hefur aukið öryggisviðbúnað á öllum flugvöllum í Þýskalandi vegna hættu sem talin er á árás hryðjuverkamanna. Fjórir meintir hryðjuverkamenn eru sagðir hafa sést við alþjóðaflugvöllinn í Stuttgart.
21.12.2018 - 10:19
Rannsaka um 300 flóttamenn
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar nú um 300 flóttamenn vegna gruns um að þeir hafi tengsl við hryðjuverkasamtök. Bandarískir embættismenn greindu frá þessu í dag í tengslum við nýja tilskipun Trumps Bandaríkjaforseta um ferðabann til landsins, en í tilskipuninni kemur fram að engum flóttamönnum verði hleypt til Bandaríkjanna næstu fjóra mánuði, á meðan farið verði yfir öryggisráðstafanir.
06.03.2017 - 18:24