Færslur: Hryðjuverk í París

Abrini er maðurinn með hattinn
Fjórir menn af sex sem handteknir voru í Belgíu í gær hafa verið ákærðir, tveir þeirra fyrir hryðjuverk og morð vegna aðildar sinnar að árásunum í París og Brussel. Annar þeirra, Mohamed Abrini, var þriðji maðurinn sem sást á myndum fyrir sjálfsvígsárásina á flugvellinum í Brussel 22. mars.
09.04.2016 - 17:39
Fjórir ákærðir í Belgíu í dag
Fjórir menn af sex sem handteknir voru í Belgíu í gær hafa verið ákærðir, tveir þeirra fyrir hryðjuverk og morð vegna aðildar sinnar að árásunum í París og Brussel.
09.04.2016 - 16:02
Sex í haldi eftir lögregluaðgerðir í gær
Yfirvöld í Belgíu staðfestu í dag að sex hefðu verið handteknir í gær í tengslum við rannsókn á árásunum í Brussel og París.
09.04.2016 - 13:31
Æfðu viðbrögð við hryðjuverkum
Franskar öryggis- og hjálparsveitir æfðu viðbrögð við hryðjuverkum í Bordeaux og Saint-Etienne í dag, en æfingarnar voru liður í undirbúningi fyrir Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.
04.04.2016 - 22:51
Abdeslam verður framseldur til Frakklands
Dómstóll í Belgíu úrskurðaði í gærkvöld að Salah Abdeslam skyldi framseldur til Frakklands. Abdeslam er talinn einn af höfuðpaurum hryðjuverkanna í París í nóvember og tengdist mönnunum sem gerðu árásirnar í Brussel fyrir páska. Hann var handtekinn í Brussel fyrir tæpum hálfum mánuði.
01.04.2016 - 07:54
Abdeslam reiðubúinn til samvinnu við Frakka
Salah Abdeslam, sem handtekinn var í Belgíu fyrr í þessum mánuði vill verða framseldur til Frakklands og kveðst reiðubúin til samvinnu við frönsk yfirvöld. Cedric Moisse, lögmaður Abdeslams, greindi frá þessu í morgun.
31.03.2016 - 08:59
Grunaður hryðjuverkamaður ákærður
Reda Kriket, franskur ríkisborgari sem handtekinn var skammt frá París í síðustu viku, hefur verið ákærður fyrir að tilheyra hryðjuverkasamtökum. Fréttastofan AFP hefur þetta eftir heimildarmönnum tengdum rannsókn á máli hans.
30.03.2016 - 16:17
Boðar aukna öryggisgæslu á EM í knattspyrnu
Francois Hollande, forseti Frakklands, boðaði í dag aukna öryggisgæslu og eftirlit í tengslum við Evrópumótið í knattspyrnu í Frakklandi í sumar.
Maður handtekinn í París - undirbjó aðra árás
Lögregla í París handtók einn mann síðdegis í gær, sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk þar í borg. Í breska blaðinu Guardian er haft eftir Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, að hinn handtekni hafi verið að leggja lokahönd á undirbúning stórfelldrar hryðjuverkaárásar.
25.03.2016 - 08:35
Sex handteknir í Brussel, einn í París
Sex voru handteknir í viðamiklum lögregluaðgerðum í Brussel í dag, tveimur dögum eftir sprengjuárásir hryðjuverkamanna, þar sem á fjórða tug manna létu lífið. Þrír þeirra voru handteknir fyrir utan dyrnar á skrifstofu ríkissaksóknara í miðborginni, að sögn talsmanns saksóknararaembættisins. Þrír til viðbótar voru handteknir annarstaðar í borginni og rétt utan hennar. Einn maður var handtekinn í París, grunaður um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk.
Abdeslam vill fá framsal til Frakklands
Salah Abdeslam, sem grunaður er um að hafa verið höfuðpaur hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember, vill verða framseldur til Frakklands sem fyrst. AFP fréttaveitan greinir frá.
24.03.2016 - 09:35
Viðamiklar lögregluaðgerðir í Brussel í nótt
Viðamiklar lögregluaðgerðir hafa staðið yfir í Belgíu í alla nótt og í morgun og húsleitir hafa verið gerðar á fjölmörgum stöðum vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í gær.
Hvetur til aukins landamæraeftirlits
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, segir það brýnt að efla eftirlit á ytri landamærum Evrópusambandsins í ljósi atburða í Brussel í gær.
23.03.2016 - 08:12
Lýsa eftir þriðja manninum
Belgíska lögreglan lýsir eftir manni sem grunaður er um aðild að hryðjuverkum í Brussel í dag. Manninn má sjá lengst til hægri á myndinni hér að ofan. Leitað hefur verið í fjölmörgum húsum í borginni í kvöld og fólk verið yfirheyrt. Lestarsamöngur eru hafnar á ný en flugvöllur borgarinnar verður áfram lokaður
Hryðjuverkamaður þyngdar sinnar virði í gulli
Lögfræðingur Salah Abdeslam, sem grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París, segir skjólstæðing sinn þyngdar sinnar virði í gulli fyrir rannsakendur. Abdeslam var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Belgíu í síðustu viku en lögmaðurinn segir hann samvinnuþýðan.
21.03.2016 - 22:59
Var að skipuleggja árás
Grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam, sem handtekinn var í Belgíu fyrir helgi sakaður um aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember, hefur viðurkennt að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Brussel. Didier Reynders, utanríkisráðherra Belgíu, greindi frá þessu á opnum fundi í Brussel í dag.
20.03.2016 - 17:05
Frakkar herða landamæraeftirlit
Frakkar ætla að herða eftirlit á landamærum sínum til að draga úr hættu á að hryðjuverkamenn komist til landsins eða reyni að komast úr landi. Þetta segir Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, og segir þeir 5.000 lögreglumenn sem séu við gæslu á frönsku landamærunum fái nú liðsauka.
20.03.2016 - 08:42
Hætti við að sprengja sig í loft upp
Saleh Abdesalam segist hafa ætlað að sprengja sig í loft upp við Stade de France í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember en síðan hætt við. Francois Molins, ríkissaksóknari í Frakklandi greindi frá því á blaðamannafundi í dag að Abdeslam hefði viðurkennt þetta við yfirheyrslur hjá belgísku lögreglunni. Molins segir að taka ætti staðhæfingum Abdeslams með varúð.
19.03.2016 - 21:27
Gerir ráð fyrir framsali innan þriggja mánaða
Jean-Jacques Urvoas, dómsmálaráðherra Frakklands, segist gera ráð fyrir að Saleh Abdesalam, sem handtekinn var í Brussel í gær, verði afhentur frönskum yfirvöldum innan þriggja mánaða.
19.03.2016 - 20:46
Getur dregist að framselja Abdeslam
Salah Abdeslam, sem handtekinn var í Brussel í gær, var í dag formlega ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember þar sem 130 létu lífið og hátt í 400 særðust. Frakkar vilja fá hann framseldan sem fyrst, en stjórnvöld Belgíu segja að það geti tekið nokkrar vikur.
19.03.2016 - 17:49
Abdeslam ákærður fyrir árásirnar í París
Salah Abdeslam, sem handtekinn var í Brussel í gær, var í dag formlega ákærður fyrir aðild að hryðjuverkunum í París í nóvember þar sem 130 létu lífið og hátt í 400 særðust.
19.03.2016 - 13:40
Segir handtökur áfall fyrir Íslamska ríkið
Francois Hollande, forseti Frakklands, segir enn hættu á hryðjuverkum í Frakklandi og annars staðar í Evrópu þótt Saleh Abdeslam, grunaður höfuðpaur að árásunum í París í nóvember, hafi verið handtekinn.
19.03.2016 - 12:02
Abdeslam útskrifaður af sjúkrahúsi
Salah Abdeslam, grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París í njóvember, og félagi hans voru útskrifaðir af sjúkrahúsi í morgun eftir aðhlynningu vegna skotsára sem þeir hlutu við handtöku í gær. Yvan Mayeur, borgarstjóri í Brussel, greindi frá þessu á samskiptamiðlinum Twitter í morgun.
19.03.2016 - 08:46
Býst við að Abdeslam verði framseldur fljótt
Francois Hollande, forseti Frakklands, sagðist á blaðamannafundi í kvöld búast við að Salah Abdeslam, grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París í nóvember, verði framseldur til Frakklands fljótlega. Hann var handtekinn í Brussel í Belgíu í kvöld og fjórir aðrir til viðbótar.
18.03.2016 - 20:10
Abdeslam handtekinn í Brussel
Salah Abdeslam, grunaður höfuðpaur í hryðjuverkunum í París í nóvember, var handtekinn í Brussel í dag. Embættismenn greindu frá þessu síðdegis og Theo Francken, ráðherra málefna innflytjenda í Belgíu, staðfesti það á samskiptamiðlinum Twitter.
18.03.2016 - 17:27