Færslur: Hryðjuverk í París

Vitnaleiðslur í hryðjuverkamálinu í París hefjast í dag
Vitnaleiðslur hefjast í París í dag í réttarhöldum yfir tuttugu og einum sakborningi sem ákærður eru fyrir að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í borginni í nóvember árið 2015. Sex sakborninganna eru fjarstaddir. Flestir þeirra geta búist við að verða dæmdir til lífstíðarfangelsisvistar.
Réttað yfir 20 manns vegna hryðjuverka í París
Ein mestu réttarhöld í franskri nútímasögu hefjast í dag, vegna hryðjuverkanna í París árið 2015. Tuttugu eru ákærðir í málinu og viðbúið að réttarhöld standi í níu mánuði.
08.09.2021 - 08:28
Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
sjónvarpsfrétt
Frakkland: Lög sett til höfuðs íslömskum öfgahópum
Frönsk yfirvöld fá auknar heimildir til að loka bænahúsum sem ýta undir hatur og ofbeldi, samkvæmt lagafrumvarpi sem neðri deild franska þingsins samþykkti í gær. Sérfræðingur í málefnum Frakklands segir mikilvægt að stöðva öfgahópa sem hafi sterk ítök í nokkrum hverfum borga landsins.
17.02.2021 - 19:12
Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Vilja sækja til saka 20 menn
Áformað er að sækja 20 menn til saka fyrir hryðjuverkaárásirnar í París í Frakklandi fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í skýrslu PNAT, embættis saksóknara sem fjallar um hryðjuverk. Niðurstaða rannsóknar á ódæðisverkunum var kynnt í morgun.
29.11.2019 - 12:03
Grunaður hryðjuverkamaður framseldur
Belgíska lögreglan hefur framselt til Frakklands Yassine Atar, sem grunaður er um hryðjuverkastarfsemi, en bróðir hans Osama Atar er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin í París í nóvember 2015 þegar 130 voru myrtir.
05.06.2018 - 11:10
Neitar að svara spurningum
Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Salah Abdeslam hófust í Brussel í morgun. Hann er eini eftirlifandi árásarmaðurinn eftir hryðjuverkaárás íslamista í París 2015 þar sem 130 voru myrtir. Hann hefur verið kallaður persónugervingur hryðjuverkaógnarinnar í Evrópu.
05.02.2018 - 11:41
Réttað í máli Abdeslams í dag
Réttarhöld yfir hryðjuverkamanninum Salah Abdeslam hefjast í Brussel í dag. Hann er síðasti eftirlifandi árásarmaðurinn eftir hryðjuverkaárásina í París 2015.
05.02.2018 - 06:13
Réttarhöldum yfir Abdeslam frestað
Dómstóll í Belgíu hefur frestað fram í febrúar réttarhöldum yfir islömskum hryðjuverkamanni sem tók þátt í fjöldamorðunum í París í nóvember 2015, þar sem 130 voru myrtir.
18.12.2017 - 09:33
Sjö árásum afstýrt í Frakklandi á árinu
Búist er við að neðri deild franska þingsins samþykki í dag að gildistími neyðarlaga, sem verið hafa í gildi frá nóvember 2015, verði framlengdur. Nýr innanríkisráðherra Frakklands segir að nokkrum hryðjuverkaárásum hafi verið afstýrt á þessu ári.
06.07.2017 - 11:48
Ákærur vegna hryðjuverkanna í París
Yfirvöld í Belgíu hafa birt ákærur á hendur tveimur mönnum vegna tengsla við hryðjuverkin í París í nóvember 2015. Saksóknarar í Brussel greindu frá þessu í morgun.
12.01.2017 - 08:50
Neyðarlög í Frakklandi framlengd
Frönsk stjórnvöld hyggjast framlengja neyðarlög, sem sett voru eftir hryðjuverkin í nóvember í fyrra, fram á mitt næsta ár. Þetta var tilkynnt í dag. Ástæðan er sögð aukin hætta á hryðjuverkum í tengslum við forsetakosningar í vor, þingkosningar í júní og kosningabaráttuna í aðdraganda kosninganna.
10.12.2016 - 12:41
Verk til minningar um fórnarlömb hryðjuverka
Bandaríski listamaðurinn Jeff Koons gefur Parísarborg nýtt verk til minningar um fórnarlömb hryðjuverka í borginni.
22.11.2016 - 16:50
Vísað frá vegna ummæla um Bataclan árásina
Tveimur meðlimum bandarísku hljómsveitarinnar Eagles of Death Metal var vísað frá dyrum á franska tónleikastaðnum Bataclan í kvöld. Þar kemur tónlistarmaðurinn Sting fram á fyrstu tónleikunum í húsinu í nærri ár, eða frá því 90 féllu í skotárás vígamanna á tónleikum Eagles of Death Metal, 13. nóvember í fyrra.
12.11.2016 - 23:14
Verjendur Abdeslams hættir
Lögmenn Salah Abdeslam, höfuðpaurs hryðjuverkaárásanna í París í fyrra hafa ákveðið að hætta við að verja hann. AFP fréttaveitan hefur eftir Frank Berton, öðrum lögmannanna, að þeir búist ekki við því að Abdeslam leysi frá skjóðunni. Þeir hafi sagt frá upphafi að þeim myndu hætta að verja hann ef hann héldi þögn sinni áfram.
12.10.2016 - 05:36
Ákærðir fyrir hryðjuverkin í París
Saksóknarar í Frakklandi hafa gefið út ákæru á hendur tveimur mönnum sem talið er að séu í sama hópi vígamanna Íslamska ríkisins og unnu hryðjuverk í París í nóvember síðastliðnum. Annar mannanna er frá Alsír, hinn frá Pakistan. Þeir voru teknir höndum í Austurríki í flóttamannabúðum í desember síðastliðnum og framseldir til Frakklands í gær. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa átt þátt í samsæri með hryðjuverkamönnum.
30.07.2016 - 08:20
Þrír handteknir í París
Þrír menn hafa verið handteknir í París grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Mennirnir tengjast Larossi Addalla sem myrti foringja í lögreglunni í París og sambýliskonu hans í og við heimili þeirra í úthverfi borgarinnar 13. júní.
21.06.2016 - 09:58
Enn einn handtekinn í Belgíu
Belgíska lögreglan handtók í gær enn einn mann grunaðan um aðild að sjálfsvígsárásunum í Brussel mars. Embætti ríkissaksóknara í Belgíu greindi frá þessu í dag.
10.06.2016 - 13:45
Salah Abdeslam ákærður í Frakklandi
Saksóknarar í Frakklandi ákærðu í dag Salah Abdeslam fyrir morð, hryðjuverkastarfsemi og fyrir að hafa haft vopn og skotfæri í fórum sínum. Lögmaður hans greindi fréttamönnum frá ákærunni.
27.04.2016 - 17:07
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands
Belgísk yfirvöld framseldu Salah Abdeslam í morgun til Frakklands. Abdeslam er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem kostuðu 130 lífið. Belgíska lögreglan hefur og yfirheyrt hann vegna tengsla við þrjá hryðjuverkamenn sem myrtu 32 menn á alþjóðaflugvellinum í Brussel og á jarðarlestarstöð í borginni 22. mars.
27.04.2016 - 08:51
Zerkani dæmdur í 15 ára fangelsi
Áfrýjunardómstóll í Belgíu dæmdi í dag Khalid Zerkani í 15 ára fangelsi fyrir að fá tugi manna til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, þar á meðal menn sem tóku þátt í hryðjuverkunum í París og Brussel.
14.04.2016 - 15:41
Flugfélög geta deilt persónuupplýsingum
Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í morgun heimild til flugfélaga að deila persónuupplýsingum með yfirvöldum í Evrópusambandsríkjum í þeim tilgangi að koma upp um vígamenn.
14.04.2016 - 11:08
Undirbjuggu hryðjuverk á EM í fótbolta
Hryðjuverkahópurinn sem skipulagði árásirnar í París og Brussel var að undirbúa hryðjuverkaárásir á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Franska blaðið Libération fullyrðir að Mohamed Abrini, sem handtekinn var á föstudag, hafi sagt í yfirheyrslum að hópurinn hafi ekki ætlað að ráðast til atlögu í Brussel. Hópurinn hafi ætlað að gera aðra árás í Frakklandi í tengslum við EM í knattspyrnu og fylgja þannig eftir árásunum í nóvember sem kostuðu 140 mannslíf.
11.04.2016 - 16:25
Voru að skipuleggja aðra árás í París
Hryðjuverkamennirnir sem stóðu að baki árásunum í Brussel, höfuðborg Belgíu, þann 22. mars síðastliðinn, höfðu í hyggju að ráðast til atlögu í Frakklandi en ákváðu með örstuttum fyrirvara að fremja árásirnar frekar í Brussel. Saksóknari í Belgíu greindi frá þessu í morgun.