Færslur: Hryðjuverk í Nice

Fimm ár liðin frá hryðjuverkaárásinni í Nice
Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice sem varð 86 manns að bana. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.
sjónvarpsfrétt
Frakkland: Lög sett til höfuðs íslömskum öfgahópum
Frönsk yfirvöld fá auknar heimildir til að loka bænahúsum sem ýta undir hatur og ofbeldi, samkvæmt lagafrumvarpi sem neðri deild franska þingsins samþykkti í gær. Sérfræðingur í málefnum Frakklands segir mikilvægt að stöðva öfgahópa sem hafi sterk ítök í nokkrum hverfum borga landsins.
17.02.2021 - 19:12
Annar maður yfirheyrður vegna tengsla við ódæðismann
Franska lögreglan rannsakar hvort ódæðismaðurinnn sem myrti þrjá í kirkju í Nice í fyrradag hafi fengið aðstoð við verknaðinn. Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið tekinn til yfirheyrslu vegna málsins.  
31.10.2020 - 11:23
Neita að eyða út af öryggismyndavélum
Borgaryfirvöld í Nice hafa hafnað beiðni frönsku hryðjuverkalögreglunnar um að eyða myndefni úr öryggismyndavélum. Á því sést þegar vörubíll keyrir inn í mannfjölda í borginni á Bastilludaginn. 84 létust í hryðjuverkaárásinni.
22.07.2016 - 15:38
Hryðjuverkið í Nice var skipulagt
Franska lögreglan segir að hryðjuverkið í Nice að kvöldi Bastilludagsins hafi verið skipulagt. Mohamed Lahouaiej Bouhlel, sem ók vöruflutningabíl inn í mannþröng og varð 84 að bana, fékk aðstoð frá fjórum karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar.
21.07.2016 - 16:36
Leiddir fyrir dómara vegna árásarinnar í Nice
Fjórir karlmenn og ein kona verða leidd fyrir dómara í Nice í dag vegna tengsla sinna við Mohamed Lahouaiej-Bouhlel sem myrti 84 þegar hann ók vörubíl inn í mannfjölda í borginni á Bastilludaginn.
21.07.2016 - 08:56
Fimm Ítala saknað eftir hryðjuverkið í Nice
Fimm Ítalir slösuðust og fimm til viðbótar er saknað eftir að vörubíl var ekið inn í mannþröng í Nice í Frakklandi að kvöldi Bastilludagsins, 14. júlí. Þeir sem er saknað eru á aldrinum 48 ára til níræðs. Þeirra á meðal eru hjón sem ekkert hefur spurst til síðan um það bil hálfri klukkustund fyrir hryðjuverkið.
18.07.2016 - 14:58
Minntust fórnarlambanna með mínútu þögn
Frakkar vottuðu í dag virðingu sína þeim 84 sem myrtir voru þegar vörubíl var ekið inn í mannfjölda í Nice fyrir helgi. Hinna látnu var minnst með mínútu þögn samtímis um land allt. Þá var klukkum hringt í kirkjum landsins. Hróp voru gerð að Manuel Valls forsætisráðherra og tveimur öðrum ráðherrum, sem voru viðstaddir í Nice, bæði fyrir og eftir minningarathöfnina. Fólk kallaði meðal annars „morðingjar“ og „segið af ykkur.“
18.07.2016 - 11:10
Árásarmaðurinn sendi smáskilaboð fyrir árásina
Mohamed Lahouaiej Bouhlel, sem ók vörubíl í gegnum mannhaf á strandgötu í Nice á Bastilludaginn, sendi smáskilaboð, skömmu áður en hann lét til skarar skríða. Í skilaboðunum lýsti hann ánægju sinni yfir því að hafa náð að útvega sér 7,65 millimetra skammbyssu og greindi frá fleiri vopnum sem hann réð yfir, með lét hann fylgja mynd af sér undir stýri.
17.07.2016 - 15:49
Greina þarf áhættur með víðtækari hætti
Mikilvægt er að huga að áhættustýringu þegar mikill fjöldi fólks kemur saman þar sem óhöpp og árásir geta valdið mun meiri skaða í margmenni en í fámenni. Þetta segir Böðvar Tómasson, verkfræðingur, sem hefur tuttugu ára reynslu af því að sjá um öryggisvarnir á fjölmennum viðburðum hér á landi, svo sem á tónleikum Justins Timberlake sem fram fóru í Kórnum árið 2014. Hann segir árásina í Nice gefa tilefni til þess að íhuga hvort bæta þurfi áhættustýringu í kringum stórar samkomur.
16.07.2016 - 12:14
Íslamska ríkið kveðst ábyrgt fyrir ódæðinu
Íslamska ríkið hefur lýst ódæðinu í Nice á hendur sér. Fréttaveitan AFP greinir frá þessu. Vísað er til Amaq, fréttaveitu á vegum Íslamska ríkisins, þar er því lýst yfir að árásarmaðurinn, Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, hafi orðið við beiðni samtakanna um að gera árásir á þær þjóðir sem standa fyrir loftárásum á vígi samtakanna í Írak og Sýrlandi.
16.07.2016 - 09:19
Hryðjuverkaþolnar borgir það sem koma skal?
Eru lágtæknihryðjuverk þar sem hversdagslegum hlutum er beitt sem vopnum það sem koma skal? Þessu veltir Mark Briskey, lektor í þjóðaröryggisfræðum við Curtin háskóla í Ástralíu fyrir sér í pistli á vefritinu The Conversation. Hann segir árásina hafa sýnt fram á hversu hörmulegar afleiðingar það getur haft þegar hversdagslegum hlutum er beitt sem vopnum. Sennilega verður aldrei hægt að tryggja öryggi á almenningssvæðum nema þá með því að útrýma öfgahyggju, það má þó efla varnir með ýmsum hætti.
15.07.2016 - 19:55
Hefðu allt eins getað verið Íslendingar í Nice
Það hefðu allt eins getað verið Íslendingar sem urðu fyrir árásinni í Nice í gær, segir forseti Íslands. Hann hafi hitt mikinn fjölda Íslendinga fyrir rúmum hálfum mánuði í götunni þar sem árásin var gerð.
15.07.2016 - 19:39
Hvers vegna Frakkland?
Sú er ein spurning sem hlýtur að sækja mjög á frönsku þjóðina í dag. Hvers vegna er Frakkland orðið helsta skotmark íslamskra öfgasinna?
15.07.2016 - 19:16
Tár á hvarmi við franska sendiráðið
Samúðarathöfn var haldin við franska sendiráðið á Íslandi í dag. Bæði Íslendingar og Frakkar komu saman til að minnast þeirra sem féllu í árásinni í Nice í gær og votta frönsku þjóðinni samúð sína.
15.07.2016 - 17:18
Hryðjuverk í Vestur-Evrópu: sögulegt yfirlit
Óttinn við hryðjuverk er fyrirferðarmikill í hugum Vestur-Evrópubúa þessi misserin. Það er ekki að undra, því tölfræðilegar upplýsingar sýna að hryðjuverkum í Vestur-Evrópu hefur fjölgað á síðustu tveimur árum, miðað við árin næst á undan. Sé horft lengra aftur í tímann kemur þó á daginn að hryðjuverkaógnin var síst minni í Vestur-Evrópu fyrir nokkrum áratugum.
15.07.2016 - 16:10
Ekki fyrsta trukkaárásin en sú mannskæðasta
Árásin sem framin var í Nice í gærkvöldi er ekki sú fyrsta sinnar tegundar, áður hafa menn ekið trukkum inn í þvögu fólks gagngert í þeim tilgangi að myrða sem flesta. Hingað til hefur manntjón í slíkum árásum þó verið tiltölulega lítið, árásin í Nice markar því ákveðin tímamót. Hún er mannskæðasta hryðjuverkaárás sem einstaklingur hefur framið á Vesturlöndum, undanfarin ár, mannskæðari en sú sem Anders Breivik framdi í Útey sumarið 2011.
15.07.2016 - 15:53
Heimurinn syrgir með Frakklandi
Heimurinn er harmi sleginn eftir hryðjuverkaárás sem átti sér stað í Nice í Frakklandi í gærkvöldi. Flutningabíl var ekið inn í mannþröng á aðalstrandgötunni með þeim afleiðingum að 84 létust og 188 slösuðust, þar af eru 48 á gjörgæslu. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á voðaverkunum. Minningarathöfn verður fyrir utan franska sendiráðið í Reykjavík klukkan 17:00 í dag.
15.07.2016 - 15:48
Leyniþjónusta þekkti ekki til árásarmannsins
Saksóknari í Frakklandi hefur staðfest að maðurinn sem grunaður er um að hafa ekið inn í mannmergð í borginni í gærkvöld er Mohamed Lahouaiej-Bouhlel, 31 árs tvöfaldur ríkisborgari Frakklands og Túnis, búsettur í Nice. Hann var hvergi á skrá fyrir tengsl við hryðjuverkastarfsemi, hvorki í Frakklandi né Túnis. Enn er ekkert vitað um hvort hann hafi haft sér vitorðsmann eða tengst hryðjuverkasamtökum.
15.07.2016 - 15:47
Vegfarendur reyndu að stöðva árásarbílinn
Ökumaður flutningabílsins, sem keyrði í gegnum mannmergð í frönsku borginni Nice í gærkvöld og varð þannig 84 að bana, nam loks staðar þegar hugrakkur vegfarandi stökk í veg fyrir bílinn og klifraði upp á húdd hans.
15.07.2016 - 13:56
Hryðjuverkið hvarvetna fordæmt
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa fordæmt hryðjuverkið í Nice. Þeirra á meðal eru forsetar Bandaríkjanna og Rússlands og Merkel, kanslari Þýskalands.
15.07.2016 - 12:28
Íslendingar líklega ekki á meðal hinna særðu
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að ekki sé vitað til þess að nokkur Íslendingur hafi særst eða slasast í árásinni í Nice í gærkvöld. Utanríkisráðuneytið hefur sett sig í samband við Íslendinga búsetta í Nice og hvetur ferðamenn á svæðinu til að hafa samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545-9900.
15.07.2016 - 11:45
Utanríkisráðherra sendi samúðarkveðjur
Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í dag samúðarkveðjur til Jean-Marc Ayrault, utanríkisráðherra Frakklands, vegna árásarinnar í Nice í gærkvöldi. Ökumaður á vöruflutningabíl keyrði niður fjölmenna götu á Promenade des Anglais. Um 84 eru látnir eftir árásina og enn fleiri liggja slasaðir á sjúkrahúsum.
15.07.2016 - 11:41
Það sem við vitum um árásina í Nice
Fréttastofa AP hefur komist yfir myndskeið sem sýnir lögreglumenn skjóta á flutningabílinn, sem ók inn í mannþröng á aðalstrandgötunni í frönsku borginni Nice í gærkvöldi. 84 létust og 202 slösuðust í árásinni, þar af eru 52 á gjörgæslu og 25 í lífshættu. Tíu börn eru meðal látinna. Árásarmaðurinn, 31 árs gamall Nice-búi af túnísku bergi brotinn, var skotinn til bana af lögreglu.
15.07.2016 - 11:22
Sigurður Ingi fordæmir árásirnar í Frakklandi
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, fordæmir árásina í Nice og segir að ljóst sé að markmið hennar sé að storka grunngildum vestrænna samfélaga. Hann hefur sent Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, samúðarkveðjur frá ríkisstjórninni og íslensku þjóðinni vegna árásarinnar í Nice Í Frakklandi í gærkvöldi. Vöruflutningabíll keyrði inn í mannfjölda á strandbreiðgötunni Promenade Anglais. 84 manns létu lífið og yfir 100 slösuðust.
15.07.2016 - 11:16