Færslur: Hryðjuverk í Brussel

Saksókn yfir grunuðum hryðjuverkamönnum ákveðin í dag
Belgískir dómarar taka í dag ákvörðun hvort hefja skuli glæparéttarhöld yfir þrettán mönnum sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkum í Brussel árið 2016.
Grunaður hryðjuverkamaður framseldur
Belgíska lögreglan hefur framselt til Frakklands Yassine Atar, sem grunaður er um hryðjuverkastarfsemi, en bróðir hans Osama Atar er talinn hafa skipulagt hryðjuverkin í París í nóvember 2015 þegar 130 voru myrtir.
05.06.2018 - 11:10
Ný ákæra vegna hryðjuverkanna í Brussel
Belgíska lögreglan hefur handtekið og ákært mann fyrir aðild að hryðjuverkunum í Brussel í mars í fyrra. Embætti saksóknara greindi frá þessu í morgun.
11.10.2017 - 10:52
Hermenn skutu árásarmanninn til bana
Árásarmaðurinn sem sprengdi sprengju á aðallestarstöðinni í Brussel fyrr í kvöld var skotinn til bana af hermönnum strax eftir litla en kröftuga sprengingu á stöðinni. Þetta staðfesti Eric Van Der Sypt talsmaður ríkissaksóknaraembættis Belgíu, á blaðamannafundi í kvöld.
20.06.2017 - 22:46
Handtökur í Brussel vegna hryðjuverkaárása
Belgíska lögreglan handtók í dag tólf manns í víðtækum aðgerðum í Brussel vegna rannsóknar á hryðjuverkum í borginni í mars í fyrra. Húsleit var gerð á fjórtán stöðum víðsvegar um borgina. Hinir handteknu voru færðir til ítarlegrar yfirheyrslu, að sögn ríkissaksóknara Belgíu.
06.06.2017 - 17:08
Ákærur vegna hryðjuverkanna í París
Yfirvöld í Belgíu hafa birt ákærur á hendur tveimur mönnum vegna tengsla við hryðjuverkin í París í nóvember 2015. Saksóknarar í Brussel greindu frá þessu í morgun.
12.01.2017 - 08:50
Handtökur vegna hryðjuverka
Tveir menn sitja í varðhaldi í Belgíu grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk. Viðvarandi viðbúnaður er í landinu eftir mannskæðar árásir í Brussel í mars.
30.07.2016 - 12:23
Árásarmaður tengdur Stofnun múslima á Íslandi
Osama Krayem, sænskur hryðjuverkamaður og meðlimur Íslamska ríkisins, sem var handtekinn í apríl vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í mars, starfaði fyrir Alrisalah-samtökin á Norðurlöndunum sem reka Stofnun múslíma á Íslandi.
06.07.2016 - 10:23
12 handteknir í Belgíu grunaðir um hryðjuverk
Belgíska lögreglan handtók í nótt 12 manns í umfangsmiklum aðgerðum gegn meintum hryðjuverkahópi. Talsmenn saksóknaraembæta segja hina handteknu alla grunaða um að hafa verið að undirbúa hryðjuverkaárás í Belgíu. Í allt voru 40 manns færðir til yfirheyrslu í aðgerðum næturinnar. Húsleit var gerð í 40 íbúðum og 152 leigðum geymslurýmum í 16 lögsagnarumdæmum, aðallega í og umhverfis höfuðborgina Brussel. Hvorki skotvopn né sprengiefni fundust við leitina.
18.06.2016 - 08:18
Enn einn handtekinn í Belgíu
Belgíska lögreglan handtók í gær enn einn mann grunaðan um aðild að sjálfsvígsárásunum í Brussel mars. Embætti ríkissaksóknara í Belgíu greindi frá þessu í dag.
10.06.2016 - 13:45
Salah Abdeslam framseldur til Frakklands
Belgísk yfirvöld framseldu Salah Abdeslam í morgun til Frakklands. Abdeslam er grunaður um að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember, sem kostuðu 130 lífið. Belgíska lögreglan hefur og yfirheyrt hann vegna tengsla við þrjá hryðjuverkamenn sem myrtu 32 menn á alþjóðaflugvellinum í Brussel og á jarðarlestarstöð í borginni 22. mars.
27.04.2016 - 08:51
Brussel: Neðanjarðarlestakerfið á fulla ferð
Allar 69 neðanjarðarlestarstöðvar í Brussel verða opnar og veita fulla þjónustu á morgun, í fyrsta skipti frá hryðjuverkaárásunum þann 22. mars síðastliðinn. Þetta á einnig við um Maelbeek-stöðina, þar sem 16 týndu lífi í sjálfsmorðssprengjuárás í lestarvagni. Rekstraraðili neðanjarðarlestakerfisins, MIVB, staðfesti þetta síðdegis á sunnudag. Her og lögregla munu sjá um öryggisgæslu.
25.04.2016 - 03:25
Salah Abdeslam ákærður
Stjórnvöld í Belgíu hafa ákært Salah Abdeslam, sem grunaður er um hryðjuverkastarfsemi, fyrir aðild að skotbardaga í Brussel í síðasta mánuði. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir lögmanni hans.
21.04.2016 - 12:31
Vígamenn sækjast eftir gereyðingarvopnum
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið eru að reyna að komast yfir gereyðingarvopn til árása í Evrópu. Breska blaðið Telegraph segir að þetta hafi komið fram á öryggismálaráðstefnu í Lundúnum í dag.
19.04.2016 - 17:52
Þúsundir mótmæltu hryðjuverkum í Brussel
Að minnsta kosti sjö þúsund tóku þátt í mótmælagöngu gegn hryðjuverkum í miðborg Brussel í Belgíu í dag. Tæpur mánuður er síðan 32 féllu í hryðjuverkaárás á tveimur stöðum í borginni.
17.04.2016 - 17:04
Zaventem-flugvöllur starfhæfur að fullu í júní
Zaventem flugvöllurinn í Brussel í Belgíu verður starfhæfur að fullu í júní, rúmum tveimur mánuðum eftir að sjálfsmorðsárás var framin í flugstöðinni. Flugvöllurinn annar nú um helmingi færri farþegum en áður.
16.04.2016 - 12:04
Zerkani dæmdur í 15 ára fangelsi
Áfrýjunardómstóll í Belgíu dæmdi í dag Khalid Zerkani í 15 ára fangelsi fyrir að fá tugi manna til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið, þar á meðal menn sem tóku þátt í hryðjuverkunum í París og Brussel.
14.04.2016 - 15:41
Flugfélög geta deilt persónuupplýsingum
Evrópuþingið í Strassborg samþykkti í morgun heimild til flugfélaga að deila persónuupplýsingum með yfirvöldum í Evrópusambandsríkjum í þeim tilgangi að koma upp um vígamenn.
14.04.2016 - 11:08
Undirbjuggu hryðjuverk á EM í fótbolta
Hryðjuverkahópurinn sem skipulagði árásirnar í París og Brussel var að undirbúa hryðjuverkaárásir á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi í sumar. Franska blaðið Libération fullyrðir að Mohamed Abrini, sem handtekinn var á föstudag, hafi sagt í yfirheyrslum að hópurinn hafi ekki ætlað að ráðast til atlögu í Brussel. Hópurinn hafi ætlað að gera aðra árás í Frakklandi í tengslum við EM í knattspyrnu og fylgja þannig eftir árásunum í nóvember sem kostuðu 140 mannslíf.
11.04.2016 - 16:25
Voru að skipuleggja aðra árás í París
Hryðjuverkamennirnir sem stóðu að baki árásunum í Brussel, höfuðborg Belgíu, þann 22. mars síðastliðinn, höfðu í hyggju að ráðast til atlögu í Frakklandi en ákváðu með örstuttum fyrirvara að fremja árásirnar frekar í Brussel. Saksóknari í Belgíu greindi frá þessu í morgun.
Abrini er maðurinn með hattinn
Fjórir menn af sex sem handteknir voru í Belgíu í gær hafa verið ákærðir, tveir þeirra fyrir hryðjuverk og morð vegna aðildar sinnar að árásunum í París og Brussel. Annar þeirra, Mohamed Abrini, var þriðji maðurinn sem sást á myndum fyrir sjálfsvígsárásina á flugvellinum í Brussel 22. mars.
09.04.2016 - 17:39
Fjórir ákærðir í Belgíu í dag
Fjórir menn af sex sem handteknir voru í Belgíu í gær hafa verið ákærðir, tveir þeirra fyrir hryðjuverk og morð vegna aðildar sinnar að árásunum í París og Brussel.
09.04.2016 - 16:02
Sex í haldi eftir lögregluaðgerðir í gær
Yfirvöld í Belgíu staðfestu í dag að sex hefðu verið handteknir í gær í tengslum við rannsókn á árásunum í Brussel og París.
09.04.2016 - 13:31
Sprengjumaður gerði hreint hjá Evrópuþinginu
Einn hryðjuverkamannanna sem urðu á fjórða tug saklausra borgara að bana í Brussel í mars vann við hreingerningar í Evrópuþinginu í Strassborg, sumrin 2009 og 2010. Þetta er staðfest í yfirlýsingu frá fjölmiðlaskrifstofu Evrópuþingsins. Áður hafði frétt austurrísku fréttaveitunnar APA þessa efnis verið vísað á bug. Viðkomandi var í sumarafleysingum hjá hreingerningafyrirtækinu sem sá um þrif á þinginu á þessum tíma.
07.04.2016 - 03:26
Flogið á ný frá Zaventem
Fyrsta flugvélin fór í dag frá flugvellinum við Brussel, frá því að hryðjuverkaárásir voru gerðar í borginni tuttugasta og annan mars. Mínútuþögn var til að minnast þeirra sem fórust í árásunum, áður en flugvél Brussels Airlines flaug af stað til portúgölsku borgarinnar Faro.
03.04.2016 - 12:43