Færslur: Hrunið - 10 árum seinna

Viðtal
Minni heimildir nú til rannsókna efnahagsbrota
Embætti héraðssaksóknara hefur minni rannsóknarheimildir en embætti sérstaks saksóknara hafði. En erlendis er Ísland eftir hrunið einkum þekkt fyrir að hafa rannsakað starfsemi bankanna. Nýlega birti dagblaðið Financial Times alþjóðlegt yfirlit yfir dóma í málum banka eftir hrun: alls 47 bankamenn verið dæmdir, þar af 25 á Íslandi. Samkvæmt samantekt Ríkisútvarpsins hafa 40 manns verið sakfelldir í bankamálum en ekki allir þeirra eru bankamenn. 
Ráðherraræði sífellt erfiðara, segir prófessor
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að ráðherraræði, eins og hér, sé mjög óvenjulegt. Sífellt erfiðara verða að láta ríkisstjórnir ólíkra flokka virka þegar samstarfsflokkar þurfi að bera ábyrgð á gjörðum ráðherra sem þeir hafi ekkert haft um að segja. 
07.10.2018 - 17:57
Þjóðhyggja hefur aukist hér jafnt og þétt
Afstaða kjósenda í kosningum breyttist eftir hrun bæði hvað varðar flokkshollustu og viðhorf til alþjóðavæðingar. Þjóðhyggja hefur aukist jafnt og þétt eftir hrun.
07.10.2018 - 12:15
Kynjamunur í launahækkun en ekki lækkun
Launalækkanir gengu jafnt yfir bæði kynin eftir hrun, segir Katrín Ólafsdóttir lektor í viðskiptafræði. Þær voru mjög víðtækar og lækkuðu um fjórir af hverjum fimm í launum frá 2008 til níu. Af þeim sem hækkuðu fengu karlar meiri launahækkanir en konur.
06.10.2018 - 17:58
Áhrif kynjakvótalaganna lítil í fyrirtækjum
Lög um kynjakvóta hafa ekki ekki leitt til þess að konur í æðstu stöðum fyrirtækja hafi fjölgað, segir prófessor í félagsfræði. Karlar eru í meirihluta rúmlega 80% framkvæmdastjórna í 250 stærstu fyrirtækjum landsins. 
06.10.2018 - 12:21
Dánartíðni eykst ekki í kreppum
Dánartíðni eykst ekki í kreppum, segir Ralph Catalano lýðheilsuprófessor við Berkeley-háskóla í Kaliforníu og aðalfyrirlesari ráðstefnunnar „Hrunið, þið munið“. Hann segir að vel megi álykta að andúð á flóttamönnum sé afleiðing kreppunnar. 
05.10.2018 - 18:39
Viðtal
„Þetta var ströggl, vesen og leiðindi“
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir tímann sem fylgdi í kjölfar efnahagshrunsins hafa verið ömurlegan og einkennst af „ströggli, veseni og leiðindum.“ Hann var einn af gestum Kastljóss í gær í sérstökum þætti sem tileinkaður var því að tíu ár eru liðin frá efnahagshruninu.
04.10.2018 - 13:24
Tíu ár frá hruni
Blessun Guðs og helvítis fokking fokk
Þann 6. október eru tíu ár frá því að Geir H. Haarde, þá forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Lokaorðin ódauðlegu urðu strax samofin hruninu, rétt eins og „helvítis fokking fokk“-skiltið sem þótti lýsa ástandi íslensku þjóðarinnar einna best. Fréttastofa rifjar upp fleiri ummæli sem féllu á árunum fyrir og eftir hrun. Upptalningin er þó alls ekki tæmandi - til þess þyrfti 6.000 blaðsíðna skýrslu.
03.10.2018 - 23:53
Myndskeið
Framkoma Breta „fullkomlega svívirðileg“
Ólafur Þ. Harðarson, Kristrún Heimisdóttir og Gylfi Magnússon ræddu um bankahrunið, hvað Íslendingar hefðu lært og hvað þeir hefðu ekki lært. Þar var meðal annars rifjað upp frægt viðtal við Gylfa sem hljómaði í hádegisfréttum RÚV fyrir nákvæmlega tíu árum og milliríkjadeiluna við Breta. Ólafur sagði framkomu Breta gagnvart Íslendingum hafa verið fullkomlega svívirðilega.
03.10.2018 - 20:27