Færslur: Hrunið

Spegillinn
Hrunið bergmálar enn
Bankahrunið 2008 mótaði framvinduna næstu árin á Íslandi og bergmálar kannski enn. Í síðasta Spegilspistli sínum rifjar Sigrún Davíðsdóttir upp nokkur atriði varðandi hrunið og eftirmál þess, sem hún fylgdist grannt með á sínum tíma.     
17.12.2021 - 17:50
Viðtal
Dramb er helsti lærdómur hrunsins
Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa Ísland áttaði maður sig fyrst á alvöru málsins, segir forseti Íslands. Mikilvægt sé að fólk fyllist ekki drambi - það sé helsti lærdómur bankahrunsins. 
Tímamót
Þrettán ár frá ræðu Geirs og upphafi Icesave-deilunnar
Í dag eru þrettán ár frá því að Geir H. Haarde þáverandi forsætisráðherra bað Guð að blessa Ísland í lok ræðu um yfirvofanda erfiðleika vegna fjármálakreppunnar. Ísland. Nánast samtímis hófst hörð deila milli Íslendinga, Breta og Hollendinga sem kennd var við Icesave.
06.10.2021 - 21:55
Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.
Greiddi 1,1 milljarð en viðurkenndi ekki ábyrgð
PricewaterhouseCoopers sem voru endurskoðendur Landsbanka Íslands fyrir hrun greiddu slitastjórn bankans jafnvirði 1100 milljóna króna árið 2017. Slitastjórnin stefndi PWC árið 2012 og krafði fyrirtækið um 100 milljarða króna í skaðabætur. Málið var fellt niður. Upphæð samkomulagsins varð fyrst opinber á föstudaginn í dómi Landsréttar yfir stjórnendum Landsbankans fyrir hrun. 
Hreiðar Már og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður
Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í dag sakfelldir í Landsrétti í svokölluðu CLN-máli. Sigurður Einarsson var hins vegar sýknaður.
Bankarnir áfram um að tryggja endurskipulagningu
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir sér hafa sýnst að bankar leggi áherslu á að vinna með ferðaþjónustufyrirtækjum við endurskipulagningu fjármála þeirra. Bankarnir séu opnari á frystingar og frestanir en yfirtökur nú en var eftir Hrunið.
Segir Davíð Oddsson hafa fengið Jón Ásgeir á heilann
Einar Kárason, rithöfundur og höfundur Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, segir Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og Seðlabankastjóra og síðar ritstjóra Morgunblaðsins, hafa fengið Jón Ásgeir á heilann upp úr aldamótunum.
Spegillinn
Áratugur sem einkennst hefur af vantrausti
Stjórnmálafræðiprófessor segir að þessi áratugur hafi einkennst af mjög miklu vantrausti. Algjör umpólun hafi orðið í íslenskum stjórnmálum sem hafi litast af því að menn séu að vinna sig út úr hruninu.
27.12.2019 - 17:00
 · Innlent · Stjórnmál · Hrunið
Viðtal
Varð óglatt við lestur á skýrslu um Landsbankann
Svein Harald Øygard, fyrrverandi Seðlabankastjóri, segir að honum hafi orðið svo flökurt þegar hann las skýrslu um starfsemi innan Landsbankans að hann hafi þurft að fara afsíðis. Hann segir að meira hefði mátt gera til að eltast við fjármagn sem komið hafi verið undan úr landi eftir hrun.
24.11.2019 - 16:43
Bótamáli gegn Ólafi og Hreiðari vísað frá dómi
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá dómi tveimur skaðabótamálum sem Samtök sparifjáreigenda höfðuðu vegna hruns Kaupþings og mála sem því tengjast. Samtökin kröfðu þá Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, og Ólaf Ólafsson, einn aðaleiganda Kaupþings, um rúmar 900 milljónir hvoran um sig. Samtökin töldu að með lögbrotum sínum á mánuðunum fyrir hrun hefðu Ólafur og Hreiðar Már skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum.
18.10.2019 - 15:12
Fær að dæma í markaðsmisnotkunarmáli
Sérfróður meðdómsmaður í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis þarf ekki að víkja sæti þrátt fyrir að hafa um fimm ára skeið unnið fyrir slitastjórn bankans. Héraðssaksóknari vildi að Hreggviður Ingason viki sæti sem meðdómsmaður þegar málið verður tekið fyrir í Landsrétti. Ákæruvaldið vísaði meðal annars til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem taldi að draga mætti í efa að hæstaréttardómari væri óvilhallur vegna starfa sonar síns hjá Kaupþingi fyrir hrun og slitastjórn bankans eftir hrun.
Vilja kanna stöðu barna tíu árum eftir hrun
 Þingsályktun hefur verið lögð fram á Alþingi um að skipaður verði starfshópur til að meta stöðu barna hér á landi tíu árum eftir hrun. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna er fyrsti flutningsmaður en að tillögunni standa þingmenn úr öllum flokkum. Þetta er í annað sinn sem tillagan er lögð fram.
08.10.2019 - 21:47
CLN-málið: „Ég held að þetta sé komið nóg“
Hörður Felix Harðarson, lögmaður Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir ánægjulegt að sjá að héraðsdómur meti sem svo að enginn ásetningur hafi verið hjá þremenningunum í CLN-málinu svokallaða.
04.07.2019 - 12:57
Seldi syninum Lyf og heilsu á eina milljón
Skiptastjóri þrotabús Karls Wernerssonar hefur höfðað fimm riftunarmál til að reyna að endurheimta eignir sem voru fluttar af hans nafni fyrir gjaldþrotið, meðal annars Lyf og heilsu sem sonur hans keypti á eina milljón. Heildarkröfur í búið nema um tólf milljörðum.
22.12.2018 - 12:24
Hætt við mál gegn bankaráði – samið um kostnað
Gamli Landsbankinn, LBI ehf., hefur fallið frá tugmilljarða skaðabótamáli á hendur fjórum fyrrverandi bankaráðsmönnum. Greint var frá þessu í réttarhöldunum á mánudag og upplýst að LBI og bankaráðsfólkið hefði samið um málskostnaðinn. Þá var upplýst að gerður hefði verið samningur við nokkur tryggingafélög um greiðslu milljarða. Máli gegn fjórum fyrrverandi stjórnendum bankans er enn haldið til streitu.
15.11.2018 - 11:12
Hringlið heldur áfram: CLN-málið aftur í hérað
Héraðsdómi Reykjavíkur ber að taka eitt stærsta hrunsakamálið, svokallað CLN-mál, til efnismeðferðar, þvert á fyrri niðurstöðu dómsins, sem vísaði því frá. Landsréttur hefur fellt frávísunina úr gildi og segir að ákveði saksóknari að mál sé nægilega rannsakað til útgáfu ákæru og efnismeðferðar fyrir dómi sé það ekki dómstóla að endurmeta.
06.11.2018 - 11:55
Sigurjón sakar gamla Landsbankann um óbilgirni
Sigurjón Þ. Árnason sakar forsvarsmenn gamla Landsbankans um ósanngirni og óbilgirni með 72 milljarða skaðabótamálum á hendur honum og sjö öðrum stjórnendum bankans fyrir hrun. Sigurjóni varð heitt í hamsi þegar hann lýsti óánægju sinni með málshöfðunina fyrir dómi í morgun, sem varð til þess að Skúli Magnússon héraðsdómari minnti hann á að láta dóma og lýsingarorð, sérstaklega í garð lögmanna, eiga sig.
29.10.2018 - 13:21
„Ég var bara heima hjá mér“
Fátt annað en tíu ára afmæli hrunsins hefur komist í umræðuna síðastliðna daga og keppst er um að rifja upp þennan merkilega tíma í Íslandssögunni.
12.10.2018 - 14:10
Aðalmeðferð á morgun í síðasta hrunmálinu
Aðalmeðferð hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun í máli ákæruvaldsins gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur fyrir umboðs- og innherjasvik. Þetta er síðasta hrunmálið sem fer fyrir dómstóla og fimmta málið gegn Hreiðari. Í dag eru tíu ár síðan íslenska ríkið tók yfir Kaupþing banka.
09.10.2018 - 08:01
Tchenguiz sakar Jóhannes um samsæri gegn sér
Breski auðjöfurinn Robert Tchenguiz sakar lögmanninn Jóhannes Rúnar Jóhannsson um samsæri gegn sér þegar sá síðarnefndi starfaði fyrir slitastjórn Kaupþings. Jóhannes hafi, ásamt endurskoðunarskrifstofunni Grant Thornton, blekkt bresku efnahagsbrotalögregluna, Serious Fraud Office (SFO), til að hefja árið 2011 rannsókn á viðskiptum hans og Vincents bróður hans við Kaupþing, og beitt embætti Sérstaks saksóknara fyrir sig í þeim leiðangri sínum.
08.10.2018 - 20:29
Tíu ár frá hruni
Dæmd til einnar aldar í fangelsi
Samanlagðar refsingar þeirra sem hafa verið sakfelld fyrir efnahagsbrot í aðdraganda hrunsins fylla heila öld. Tíu árum eftir hrun er síðustu dómsmálunum ekki enn lokið. Alls hafa 40 verið dæmd til fangelsisrefsingar vegna brota sem þau frömdu í rekstri fjármálastofnana og fyrirtækja á árunum fyrir hrun. Þeirra á meðal eru eigendur og æðstu stjórnendur bankanna en einnig lægra sett starfsfólk.
10 ár frá hruni
Óttuðust að neyðarlögin færu gegn stjórnarskrá
Setning neyðarlaganna var grundvallaratriði í því að bjarga íslenku efnahagslífi þegar bankarnir féllu. Þetta segir Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og einn þeirra sem komu að því að semja lögin fyrir nákvæmlega tíu árum. Hann segir að þeir sem tóku þátt í að skrifa neyðarlögin hafi haft mjög miklar áhyggjur af því hvort þau stæðust stjórnarskrá.
05.10.2018 - 19:57
Viðtal
Flestar sjálfsvígstilraunir á toppi góðærisins
Sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum fjölgaði ekki eftir bankahrun, samkvæmt nýrri rannsókn, ólíkt því sem gerst hefur erlendis í svipuðum aðstæðum. Sjálfsvígstilraunir ungra manna voru algengastar á hátindi síðasta góðæris. Rannsakandi segir niðurstöðurnar koma á óvart.
04.10.2018 - 18:03
Viðtal
Lærdómur hrunsins hafi gleymst í átökum
Icesave-málið og Landsdómsmálið stóðu því fyrir þrifum að íslensk stjórnvöld drægju nægilegan lærdóm af efnahagshruninu. Þetta segir Vilhjálmur Árnason heimspekiprófessor, sem fór fyrir teyminu sem ritaði siðfræðihluta rannsóknarskýrslu Alþingis sem kom út 2010. Deilurnar um þessi tvö mál kæfðu að sumu leyti umræðuna um hvað mætti læra af hruninu. Hann segir að stjórnmálamenn hafi í fyrstu lýst miklum vilja til umbóta, sem síðan gleymdust í átökunum um Landsdómsmálið og Icesave. 
30.09.2018 - 15:41