Færslur: Hrísey

Sumarmál
„Mamma og pabbi eru miklir tjúttarar“
Um helgina verður tjúttað í Hrísey á árlegri danshátíð sem haldin er í þriðja sinn. Ingimar Ragnarsson, kokkur og forsvarsmaður hátíðarinnar, er ekki mikill dansari sjálfur en er áhugasamur um hin ýmsu spor og spenntur fyrir því að spreyta sig með öðrum dansþyrstum gestum.
11.08.2022 - 12:51
Sjónvarpsfrétt
Hollendingar heimsækja Hrísey
Hollenskir grunnskólanemendur heimsækja nú jafnaldra sína í Hrísey til að ræða þær áskoranir sem eyjasamfélög standa frammi fyrir. Umhverfismálin eru þeim sérstaklega hugleikin. 
13.05.2022 - 16:57
Fyrirmyndarfarþegar til Hríseyjar
Hríseyingar hafa sett saman leiðarvísi til að tryggja að gestir sem koma með skemmtiferðaskipum sýni fólki og náttúru virðingu. Formaður Ferðamálafélagsins býst því einungis við fyrirmyndargestum í sumar.
21.03.2022 - 10:33
Stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa
197 skemmtiferðaskip eru bókuð til hafnar á Akureyri, Grímsey og Hrísey í sumar, með samanlagt um 200.000 farþega innanborðs. Hjá Faxaflóahöfnum hafa þegar verið bókaðar 194 skipakomur í sumar með um 219.000 farþega um borð.
22.01.2022 - 06:21
Sjónvarpsfrétt
Skólabörnum fjölgað um þriðjung
Íbúum með fasta búsetu í Hrísey hefur fjölgað undanfarin ár og einnig börnum á skólaaldri um ríflega þriðjung á rúmu ári. Kennari segir fjölgunina breytingu til batnaðar en íbúðaskortur standi í vegi fyrir að fleiri flytji út í eyna.
07.01.2022 - 11:27
Óttast að Hrísey og Grímsey fyllist af gömlum druslum
Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaöryggi fórnað. Eigandi vélaverkstæðis í Grímsey segir þetta arfavitlausar breytingar.
14.12.2021 - 15:12
Sjónvarpsfrétt
Aukin bjartsýni í Hrísey
Aukin bjartsýni ríkir nú meðal íbúa Hríseyjar og hefur börnum á skólaaldri fjölgað um næstum helming. Að einhverju leyti hefur möguleikinn á fjarvinnu haft áhrif á fjölgunina að sögn íbúa.
30.07.2021 - 14:13
Sjónvarpsfrétt
Fiskvinnsla opnuð aftur í Hrísey
Uppbygging fiskvinnslu í Hrísey er langt komin eftir stórbruna sem varð þar í fyrravor. Eigendur fiskvinnslunnar segja að það hafi verið þeim mikilvægt að koma vinnslu aftur af stað í eynni.
16.07.2021 - 11:42
Undirbúa lagningu ljósleiðara til Hríseyjar
Fjarskiptasjóður hefur veitt Akureyrarbæ sex milljón króna styrk til að leggja ljósleiðarstreng til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við lagningu strengsins 3-4 km. leið yfir sundið til Hríseyjar.
15.03.2021 - 09:30
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Vilja gera Hrísey að „hæglætisbæ“
Hrísey ætlar að senda inn umsókn í Cittaslow hreyfinguna. Með inngöngu fetar eyjan í spor Djúpavogs og verður svokallaður, hæglætisbær, eins og það hefur verið nefnt. Alls eru 272 sveitarfélög frá 30 löndum í hreyfingunni.
26.01.2021 - 13:54
Nýr bátur til Hríseyjar
Hrísey Seafood hefur keypt fimmtán tonna bát sem gerður verður út á línu frá Hrísey. Fyrirtækið er smám saman að endurreisa starfsemi sína þar eftir stórbruna þar í vor.
07.12.2020 - 17:36
Mengun frá brunanum í landnámshænurnar í Hrísey
Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs ehf. í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor.
27.11.2020 - 18:07
Sjór gusast yfir lóðina
Sjóvarnargarðurinn í Hrísey er kominn til ára sinna og mikil þörf á lagfæringu. Hríseyingur segir sjó flæða upp á lóð til sín og að hús séu í hættu.
15.11.2020 - 13:08
Eftirlitsmyndavélar í Hrísey til að fylgjast með glæpum
Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að koma upp öryggismyndavélum í Hrísey. Þannig á að bregðast við fjölda tilkynninga vegna meintra afbrota í eynni. Íbúi segir að ástandið í Hrísey sé óboðlegt.
14.10.2020 - 14:15
Aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood
Nú er aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood en eigendurnir hafa fest kaup á húsnæði undir fiskverkun í stað þess sem eyðilagðist í eldi í vor. Engin vinnsla hefur verið hjá fyrirtækinu síðan þá.
11.09.2020 - 19:45
Rannsaka þjófnað í Hrísey
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.
29.07.2020 - 16:01
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Vilja losna við brunarústir í Hrísey
Hríseyingar eru ekki sáttir við að brunarústir Hrísey Seafood hafi ekki verið hreinsaðar. Bruninn í lok maí hafi verið nógu slæmur þótt þeir þurfi ekki að horfa upp á óhreinsaðar rústirnar í lengri tíma.
23.06.2020 - 08:22
Fjöldi fólks nýtti fríar ferðir til Hríseyjar
1500 manns heimsóttu Hrísey um helgina. Skipstjóri segist aldrei hafa upplifað aðra eins helgi í júní og þorpið hafi iðað af lífi. Flestir voru að gera sér dagamun og nýta sér ókeypis ferjuferðir.
15.06.2020 - 15:59
Frítt í Hríseyjarferjuna út júní
Ákveðið hefur verið að fella niður fargjöld í Hríseyjarferjuna Sævar. Frá og með deginum í dag og til júníloka verður því frítt í ferjuna.
12.06.2020 - 12:14
Dráttarvélaslysið í Hrísey enn í rannsókn
Rannsókn á dráttarvélaslysinu í Hrísey er enn í gangi. Ökumaður dráttarvélarinnar hlaut nokkur beinbrot og áverka á búk og höfði.
05.06.2020 - 14:42
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Mikið slasaður eftir dráttarvélarslys í Hrísey
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um mann sem fallið hafði af dráttarvél sem hann ók og lent undir henni. Læknir var í eyjunni sem hlúði að manninum þar til hann var fluttur með ferjunni í land og þaðan með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að maðurinn hafi ekið dráttarvélinni á trjádrumb, við það fallið af vélinni og lent undir henni. Lögreglan segist ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en talið er að hann hafi slasast illa.
31.05.2020 - 18:33
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59