Færslur: Hrísey

Sjónvarpsfrétt
Skólabörnum fjölgað um þriðjung
Íbúum með fasta búsetu í Hrísey hefur fjölgað undanfarin ár og einnig börnum á skólaaldri um ríflega þriðjung á rúmu ári. Kennari segir fjölgunina breytingu til batnaðar en íbúðaskortur standi í vegi fyrir að fleiri flytji út í eyna.
07.01.2022 - 11:27
Óttast að Hrísey og Grímsey fyllist af gömlum druslum
Frá og með áramótum geta eig­end­ur öku­tækja sem notuð eru í Grímsey, Flatey eða Hrísey fengið und­anþágu frá skoðun­ar­skyldu. Formaður hverfisráðs Hríseyjar óttast að með þessu verði umferðaöryggi fórnað. Eigandi vélaverkstæðis í Grímsey segir þetta arfavitlausar breytingar.
14.12.2021 - 15:12
Sjónvarpsfrétt
Aukin bjartsýni í Hrísey
Aukin bjartsýni ríkir nú meðal íbúa Hríseyjar og hefur börnum á skólaaldri fjölgað um næstum helming. Að einhverju leyti hefur möguleikinn á fjarvinnu haft áhrif á fjölgunina að sögn íbúa.
30.07.2021 - 14:13
Sjónvarpsfrétt
Fiskvinnsla opnuð aftur í Hrísey
Uppbygging fiskvinnslu í Hrísey er langt komin eftir stórbruna sem varð þar í fyrravor. Eigendur fiskvinnslunnar segja að það hafi verið þeim mikilvægt að koma vinnslu aftur af stað í eynni.
16.07.2021 - 11:42
Undirbúa lagningu ljósleiðara til Hríseyjar
Fjarskiptasjóður hefur veitt Akureyrarbæ sex milljón króna styrk til að leggja ljósleiðarstreng til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við lagningu strengsins 3-4 km. leið yfir sundið til Hríseyjar.
15.03.2021 - 09:30
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Vilja gera Hrísey að „hæglætisbæ“
Hrísey ætlar að senda inn umsókn í Cittaslow hreyfinguna. Með inngöngu fetar eyjan í spor Djúpavogs og verður svokallaður, hæglætisbær, eins og það hefur verið nefnt. Alls eru 272 sveitarfélög frá 30 löndum í hreyfingunni.
26.01.2021 - 13:54
Nýr bátur til Hríseyjar
Hrísey Seafood hefur keypt fimmtán tonna bát sem gerður verður út á línu frá Hrísey. Fyrirtækið er smám saman að endurreisa starfsemi sína þar eftir stórbruna þar í vor.
07.12.2020 - 17:36
Mengun frá brunanum í landnámshænurnar í Hrísey
Innkalla þurfti alla framleiðslu eggjabúsins Landnámseggs ehf. í Hrísey þar sem hátt gildi díoxíðs mældist í eggjunum. Ástæðan er talin mengun í jarðvegi sem rekja má til eldsvoðans í Hrísey í vor.
27.11.2020 - 18:07
Sjór gusast yfir lóðina
Sjóvarnargarðurinn í Hrísey er kominn til ára sinna og mikil þörf á lagfæringu. Hríseyingur segir sjó flæða upp á lóð til sín og að hús séu í hættu.
15.11.2020 - 13:08
Eftirlitsmyndavélar í Hrísey til að fylgjast með glæpum
Lögreglan á Norðurlandi eystra ætlar að koma upp öryggismyndavélum í Hrísey. Þannig á að bregðast við fjölda tilkynninga vegna meintra afbrota í eynni. Íbúi segir að ástandið í Hrísey sé óboðlegt.
14.10.2020 - 14:15
Aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood
Nú er aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood en eigendurnir hafa fest kaup á húsnæði undir fiskverkun í stað þess sem eyðilagðist í eldi í vor. Engin vinnsla hefur verið hjá fyrirtækinu síðan þá.
11.09.2020 - 19:45
Rannsaka þjófnað í Hrísey
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.
29.07.2020 - 16:01
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Vilja losna við brunarústir í Hrísey
Hríseyingar eru ekki sáttir við að brunarústir Hrísey Seafood hafi ekki verið hreinsaðar. Bruninn í lok maí hafi verið nógu slæmur þótt þeir þurfi ekki að horfa upp á óhreinsaðar rústirnar í lengri tíma.
23.06.2020 - 08:22
Fjöldi fólks nýtti fríar ferðir til Hríseyjar
1500 manns heimsóttu Hrísey um helgina. Skipstjóri segist aldrei hafa upplifað aðra eins helgi í júní og þorpið hafi iðað af lífi. Flestir voru að gera sér dagamun og nýta sér ókeypis ferjuferðir.
15.06.2020 - 15:59
Frítt í Hríseyjarferjuna út júní
Ákveðið hefur verið að fella niður fargjöld í Hríseyjarferjuna Sævar. Frá og með deginum í dag og til júníloka verður því frítt í ferjuna.
12.06.2020 - 12:14
Dráttarvélaslysið í Hrísey enn í rannsókn
Rannsókn á dráttarvélaslysinu í Hrísey er enn í gangi. Ökumaður dráttarvélarinnar hlaut nokkur beinbrot og áverka á búk og höfði.
05.06.2020 - 14:42
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Mikið slasaður eftir dráttarvélarslys í Hrísey
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um mann sem fallið hafði af dráttarvél sem hann ók og lent undir henni. Læknir var í eyjunni sem hlúði að manninum þar til hann var fluttur með ferjunni í land og þaðan með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að maðurinn hafi ekið dráttarvélinni á trjádrumb, við það fallið af vélinni og lent undir henni. Lögreglan segist ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en talið er að hann hafi slasast illa.
31.05.2020 - 18:33
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59
Vilja hafa ókeypis í Hríseyjarferjuna
Bæjarstjórn Ak­ur­eyr­ar­bæjar kannar nú mögu­leika á því að gera ferðir með Hríseyjarferjunni gjaldfrjálsar. Vonast bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir eftir að þetta muni auka fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja eyjuna og glæða þannig lífi í atvinnu heimamanna af ferðaþjónustu.
29.05.2020 - 07:19
Viðtal
Maður svaf í frystihúsinu þegar eldurinn kviknaði
Einn maður gisti í frystihúsinu sem kviknaði í í Hrísey í nótt. Var hann nývaknaður þegar eldurinn kom upp og tókst að koma sér út og hringja í Neyðarlínuna. Frystihúsið, sem er stærsti vinnustaðurinn í eynni, gjöreyðilagðist í brunanum.
28.05.2020 - 12:29
Viðtal og myndskeið
„Það er bara allt brunnið“
Heimamenn í Hrísey sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða við eldinn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Mestu aðgerðum er lokið á vettvangi og búið er að slökkva eldinn.
28.05.2020 - 10:12
Myndskeið
Virðast vera að ná tökum á eldinum í Hrísey
Slökkviliðsmenn frá Akureyri, Dalvík og heimamenn í Hrísey virðast vera að ná tökum á eldinum sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Eldurinn kom upp í starfsmannaaðstöðu, en frystihúsið virðist gjörónýtt. Heimamenn sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða sjálfir við eldinn.
28.05.2020 - 09:47