Færslur: Hrísey

Aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood
Nú er aftur að hefjast starfsemi hjá Hrísey Seafood en eigendurnir hafa fest kaup á húsnæði undir fiskverkun í stað þess sem eyðilagðist í eldi í vor. Engin vinnsla hefur verið hjá fyrirtækinu síðan þá.
11.09.2020 - 19:45
Rannsaka þjófnað í Hrísey
Talið er að tæplega þremur milljónum hafi verið stolið af eldri manni í Hrísey. Lögreglan á Norðurlandi eystra er með málið í rannsókn. Skýrslutaka fór fram í síðustu viku.
29.07.2020 - 16:01
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
Vilja losna við brunarústir í Hrísey
Hríseyingar eru ekki sáttir við að brunarústir Hrísey Seafood hafi ekki verið hreinsaðar. Bruninn í lok maí hafi verið nógu slæmur þótt þeir þurfi ekki að horfa upp á óhreinsaðar rústirnar í lengri tíma.
23.06.2020 - 08:22
Fjöldi fólks nýtti fríar ferðir til Hríseyjar
1500 manns heimsóttu Hrísey um helgina. Skipstjóri segist aldrei hafa upplifað aðra eins helgi í júní og þorpið hafi iðað af lífi. Flestir voru að gera sér dagamun og nýta sér ókeypis ferjuferðir.
15.06.2020 - 15:59
Frítt í Hríseyjarferjuna út júní
Ákveðið hefur verið að fella niður fargjöld í Hríseyjarferjuna Sævar. Frá og með deginum í dag og til júníloka verður því frítt í ferjuna.
12.06.2020 - 12:14
Dráttarvélaslysið í Hrísey enn í rannsókn
Rannsókn á dráttarvélaslysinu í Hrísey er enn í gangi. Ökumaður dráttarvélarinnar hlaut nokkur beinbrot og áverka á búk og höfði.
05.06.2020 - 14:42
Allt verði gert til að endurreisa reksturinn í Hrísey
Bæjarstjórinn á Akureyri vonast til þess að eigendur fiskvinnslunnar í Hrísey endurreisi reksturinn þar eftir eldsvoðann í síðustu viku. Akureyrarbær aðstoði við það eftir bestu getu. Rætt verði meðal annars við Byggðastofnun og ráðuneyti. 
03.06.2020 - 12:47
Mikið slasaður eftir dráttarvélarslys í Hrísey
Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning rétt fyrir hádegi í dag um mann sem fallið hafði af dráttarvél sem hann ók og lent undir henni. Læknir var í eyjunni sem hlúði að manninum þar til hann var fluttur með ferjunni í land og þaðan með sjúkrabíl á sjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að maðurinn hafi ekið dráttarvélinni á trjádrumb, við það fallið af vélinni og lent undir henni. Lögreglan segist ekki hafa upplýsingar um líðan mannsins en talið er að hann hafi slasast illa.
31.05.2020 - 18:33
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59
Vilja hafa ókeypis í Hríseyjarferjuna
Bæjarstjórn Ak­ur­eyr­ar­bæjar kannar nú mögu­leika á því að gera ferðir með Hríseyjarferjunni gjaldfrjálsar. Vonast bæjarstjórinn Ásthildur Sturludóttir eftir að þetta muni auka fjölda þeirra ferðamanna sem heimsækja eyjuna og glæða þannig lífi í atvinnu heimamanna af ferðaþjónustu.
29.05.2020 - 07:19
Viðtal
Maður svaf í frystihúsinu þegar eldurinn kviknaði
Einn maður gisti í frystihúsinu sem kviknaði í í Hrísey í nótt. Var hann nývaknaður þegar eldurinn kom upp og tókst að koma sér út og hringja í Neyðarlínuna. Frystihúsið, sem er stærsti vinnustaðurinn í eynni, gjöreyðilagðist í brunanum.
28.05.2020 - 12:29
Viðtal og myndskeið
„Það er bara allt brunnið“
Heimamenn í Hrísey sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða við eldinn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Mestu aðgerðum er lokið á vettvangi og búið er að slökkva eldinn.
28.05.2020 - 10:12
Myndskeið
Virðast vera að ná tökum á eldinum í Hrísey
Slökkviliðsmenn frá Akureyri, Dalvík og heimamenn í Hrísey virðast vera að ná tökum á eldinum sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Eldurinn kom upp í starfsmannaaðstöðu, en frystihúsið virðist gjörónýtt. Heimamenn sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða sjálfir við eldinn.
28.05.2020 - 09:47
Eldsvoði í Hrísey
Bruninn mikið áfall fyrir íbúa
Bruninn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt er mikið áfall fyrir íbúa í Hrísey, segir Linda María Ásgeirsdóttir sem býr þar. Mikinn svartan reyk leggur yfir alla eyjuna og rýma gæti þurft íbúðarhús.
28.05.2020 - 08:38
3 milljónir í markaðssetningu Hríseyjar og Grímseyjar
Akureyrarstofa ætlar að markaðssetja Hrísey og Grímsey sérstaklega fyrir sumarið. Grímseyingur treystir því að það verði gott veður í sumar en útlendingar hafa verið mikill meirihluti ferðamanna.
19.05.2020 - 13:07
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Íbúaþróun í Hrísey snúið við
Hríey - perla Eyjafjarðar, byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða, á að ljúka nú um áramót. Hríseyingar hafa óskað eftir því að verkefnið verði framlengt. Mikill árangur hefur náðst síðustu ár og hefur íbúaþróun í Hrísey verið snúið við.
18.11.2019 - 15:03
Hafa áhyggjur af aksturslagi í Hrísey
Hverfisráð Hríseyjar hefur lýst yfir áhyggjum af aksturslagi sumra íbúa í eyjunni. Í bókun sem skráð var í fundargerð ráðsins fyrr í sumar kemur einnig fram að mörgum þyki lögreglan ekki nægilega sýnileg á svæðinu.
14.08.2019 - 12:12