Færslur: Hringvegurinn

5,8 milljarðar í fækkun á einbreiðum brúm
Einbreiðum brúm verður fækkað á Hringveginum á næstu árum, úr 36 einbreiðum brúm í 22 brýr árið 2024. Fjórar nýjar brýr eru í byggingu sem munu leysa eldri brýr af hólmi. Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til fækkunar á einbreiðum brúm.
01.09.2020 - 16:59
13% meiri umferð í júlí en í júní
Umferðin á Hringveginum í júlí var 13% meiri en í júnímánuði og 3,4% minni en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Vegagerðarinnar. Þar segir að yfir allt árið gæti umferðin á hringveginum verið 10% minni í ár en í fyrra. Sunnudagar eru þeir vikudagar þar sem umferð hefur dregist mest saman og frá áramótum hefur umferð dregist saman um 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
04.08.2020 - 17:37