Færslur: Hringvegurinn

Sjónvarpsfrétt
Tjaldur vann sigur á vinnuvélum við Vesturlandsveg
Þrátt fyrir smæð sína tókst tjaldapari að hafa áhrif á vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi. Verktakar ákváðu að skilja eftir malarhaug þar sem fuglinn hafði verpt. Parið skiptir sér ekki af stórtækum vinnuvélum en er illa við dróna.
30.05.2022 - 19:06
Hraðamyndavélar teknar í notkun við Hörgárbraut
Nýjar stafrænar hraðamyndavélar voru teknar í notkun nærri ljósastýrðri gangbraut við Hörgárbraut á Akureyri í morgun. Uppsetning þeirra er hluti af umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og er ætlað að draga úr brotum og slysum á brautinni.
Metumferð á hringveginum
Umferðin um þjóðveg 1 í nýliðnum júlí jókst um nærri 6 prósent frá sama mánuði í fyrra og hefur aldrei verið meiri á einum mánuði. Umferðin reyndist 2,3 prósentum meiri en í júlí 2019 þegar fyrra met var sett. Mest jókst umferðin á Austurlandi.
04.08.2021 - 08:56
Myndskeið
13 kílómetrar, 400.000 fermetrar af malbiki og 50 menn
Breikkun Hringvegarins á milli Hveragerðis og Selfoss gengur vel, en þar vinna um 50 manns við að leggja um 400 þúsund fermetrar af malbiki. Gott tíðarfar gæti flýtt fyrir að hægt verði að aka fyrstu hluta vegkaflans.
Meiri umferð nú en í fyrra og mest aukning á sunnudögum
Umferðin á Hringveginum, þjóðvegi 1, jókst í maí um 8,4% samanborið við sama tíma í fyrra. Hins vegar minnkaði umferð um veginn í maí 2020 svo nam tíu af hundraði sem kenna má áhrifum kórónuveirufaraldursins.
10.06.2021 - 18:13
Umferð um Hringveginn jókst nokkuð í marsmánuði
Umferð um Hringveginn í nýliðnum marsmánuði reyndist sú þriðja mesta frá upphafi mælinga. Fleiri voru ferðinni á öllum landssvæðum en á sama tíma fyrir ári, fjölgunin er mest á Norðurlandi en minnst á Suðurlandi. Umferð um Hringveginn í mars jókst um nærri 23% milli ára.  
16.04.2021 - 09:48
Einbreiðum brúm hefur fækkað um 107 á þrjátíu árum
Einbreiðar brýr á Hringveginum, þjóðvegi 1 eru nú 33 talsins að meðtalinni bráðabirgðabrú yfir Fellsá sem enn er í notkun. Þeim fækkaði um fjórar á síðasta ári.
5,8 milljarðar í fækkun á einbreiðum brúm
Einbreiðum brúm verður fækkað á Hringveginum á næstu árum, úr 36 einbreiðum brúm í 22 brýr árið 2024. Fjórar nýjar brýr eru í byggingu sem munu leysa eldri brýr af hólmi. Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til fækkunar á einbreiðum brúm.
01.09.2020 - 16:59
13% meiri umferð í júlí en í júní
Umferðin á Hringveginum í júlí var 13% meiri en í júnímánuði og 3,4% minni en í júlí í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Vegagerðarinnar. Þar segir að yfir allt árið gæti umferðin á hringveginum verið 10% minni í ár en í fyrra. Sunnudagar eru þeir vikudagar þar sem umferð hefur dregist mest saman og frá áramótum hefur umferð dregist saman um 12,1% miðað við sama tímabil í fyrra.
04.08.2020 - 17:37