Færslur: Hringbraut

Sitjandi þingmaður með pólitískan umræðuþátt
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, mun stýra pólitískum umræðuþætti á Hringbraut í aðdraganda alþingiskosninga. Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá flokknum og lítur ekki á pólitísk störf sín sem vandamál sem fjölmiðlamaður.
Harður árekstur á Hringbraut
Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Hringbrautar og Nauthólsvegar nú á tólfta tímanum. Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var áreksturinn nokkuð harður og ein manneskja flutt á slysadeild.
Fjármagn rennur til fjölmiðlafyrirtækja
Tvö af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum landsins hafa síðustu daga fengið viðbótarfjármagn, hvort úr sinni áttinni. Ríkisútvarpið fær meira á fjárlögum en til stóð og aðaleigandi Fréttablaðsins, DV og Hringbrautar fjárfesti fyrir hundruð milljóna.
12.12.2020 - 12:22
Þriðjungur bílstjóra ekki búinn að átta sig
Hámarskhraði á Hringbraut var nýlega lækkaður úr 50 niður í 40 en þriðjungur bílstjóra lætur sem ekkert sé. Samgöngustjóri Reykjavíkurborgar vonar að hraðaglaðir ökumenn sjái að sér og aðhald lögreglu hafi áhrif. Hann boðar þó jafnframt frekari aðgerðir til að halda þeim við efnið. 
24.07.2019 - 18:35

Mest lesið