Færslur: Hringborð norðurslóða

Myndskeið
Norðurslóðir í brennidepli loftslagsbaráttunnar
„Þið eruð þátttakendur í tímamótaviðburði sem sendir skilaboð, ekki aðeins til norðurslóða heldur heimsins alls, að norðurslóðir hafi breyst. Þær eru ekki lengur einangraðar á hjara veraldar heldur leika lykilhlutverk í alþjóðastjórnmálum og loftslagsmálum.“
Hringborð Norðurslóða hefst í dag
Um 1.200 manns frá yfir 50 löndum sækja þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst.
Ségolène Royal í Silfrinu
Allt sem gerðist á norðurskautinu hefur áhrif á alla heimsbúa, segir Ségolène Royal, sendiherra heimskautasvæðanna. „Norðurskautið er fórnarlamb loftslagsbreytinga, það er að segja af völdum iðnríkjanna, því þessi loftslagshlýnun er tvöfalt hraðari á heimskautunum en annars staðar á jörðinni og afleiðing notkunar jarðeldsneytis. Norðurskautið er fórnarlamb en gegnir um leið mikilvægu hlutverki því það sem gerist þar hefur áhrif á jörðina alla.“