Færslur: Hringborð norðurslóða

Efnahagsleg tækifæri í grænum lausnum
Nýta þarf efnahagsleg tækifæri sem grænar lausnir veita, að mati ráðherra umhverfismála hjá Evrópusambandinu. Þá þurfi að skapa jafnvægi milli efnahagslegra og umhverfislegra hagsmuna. Ný stefna ESB um norðurslóðir var kynnt á nýafstöðu þingi Norðurskautsráðsins.
Sjónvarpsfrétt
Fylgjast þurfi með umsvifum Kína á norðurslóðum
Yfirmaður Norðurslóðaskrifstofu Hvíta hússins segir að fylgjast þurfi með tilburðum Kínverja til að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Hann segir Bandaríkjamenn vera að átta sig á að þeir séu norðurslóðaþjóð.
Myndskeið
Norðurslóðir í brennidepli loftslagsbaráttunnar
„Þið eruð þátttakendur í tímamótaviðburði sem sendir skilaboð, ekki aðeins til norðurslóða heldur heimsins alls, að norðurslóðir hafi breyst. Þær eru ekki lengur einangraðar á hjara veraldar heldur leika lykilhlutverk í alþjóðastjórnmálum og loftslagsmálum.“
Hringborð Norðurslóða hefst í dag
Um 1.200 manns frá yfir 50 löndum sækja þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem hefst í Hörpu í dag. Þetta er fyrsta stóra alþjóðlega samkoman í Evrópu síðan heimsfaraldurinn hófst.
Ségolène Royal í Silfrinu
Allt sem gerðist á norðurskautinu hefur áhrif á alla heimsbúa, segir Ségolène Royal, sendiherra heimskautasvæðanna. „Norðurskautið er fórnarlamb loftslagsbreytinga, það er að segja af völdum iðnríkjanna, því þessi loftslagshlýnun er tvöfalt hraðari á heimskautunum en annars staðar á jörðinni og afleiðing notkunar jarðeldsneytis. Norðurskautið er fórnarlamb en gegnir um leið mikilvægu hlutverki því það sem gerist þar hefur áhrif á jörðina alla.“