Færslur: Hrekkjavaka

Fimm hryllilegar nornamyndir fyrir hrekkjavökuna
Það er ekki skynsamlegt að fara í hús og biðja um grikk eða gott eða að halda hrekkjavökuveislu í ár en það er upplagt að halda upp á daginn með því að skera út grasker, setja á sig topphatt, munda kústskaft og horfa á nornamynd með heimiliskettinum.
31.10.2020 - 11:16
Hrekkjavakan í öðrum búning í ár
Víða mátti sjá draugalegar skreytingar og furðuverur á vappi um borgina í dag. Margir tóku forskot á hrekkjavökuna, þótt það sé bannað að ganga í hús í sælgætisleit í ár eru ýmsir möguleikar til að halda upp á þennan hræðilegasta dag ársins.
30.10.2020 - 19:30
Enn von um einstaka grasker
Búið er að þurrka upp nánast öll grasker úr verslunum höfuðborgarsvæðisins fyrir hrekkjavökuhátíðina. Einstaka grasker gætu þó leynst í verslunum Bónuss og Krónunnar.
31.10.2019 - 12:21
Innlent · Neytendamál · Verslun · Hrekkjavaka · grasker · hagkaup · Bónus · krónan
Hrekkjavökubúningar í takt við tímann
Hrekkjavakan er haldin hátíðlega víða á morgun, 31. október. Þá gætu einhverjir lagt leið sína í Hrekkjavökuteiti um helgina þar sem tilvalið, og eiginlega nauðsynlegt, er að vera í góðum búning. Við tókum saman nokkrar búningahugmyndir sem tiltölulega auðvelt er að setja saman og ættu að slá í gegn.
30.10.2019 - 15:50
Hnotskurn: Saga hrekkjavökunnar
Grikk eða gott, útskorin grasker og gífurlegt magn af sælgæti. Jú Hrekkjavakan nálgast víst. Sá siður að halda 31. Október hátíðlegan, eða í það minnsta helgina fyrir eða eftir hann, virðist vera orðinn sífelt vinsælli meðal Íslendinga. Börn og fullorðnir klæðast hræðilegum grímubúningum og betla jafnvel sælgæti ef vel liggur á þeim.
30.10.2019 - 09:30
Myndskeið
Flytja inn 70 tonn af graskerjum
Hátt í 70 tonn af graskerjum eru flutt inn til landsins fyrir hrekkjavökuna í ár. Ungviðið flykkist í verslanir í leit að hrollvekjandi búningum. 
29.10.2019 - 19:09
Hefur alltaf verið mikið nornabarn í sér
Hrekkjavakan er á næsta leiti en hún er haldin hátíðlega ár hvert þann 31. október. Það verður nóg af drungalegum viðburðum víðsvegar um landið en einn af þeim er TINY Terror. Þórhildur Tinna er skipuleggjandi viðburðarins sem haldinn verður í Iðnó.
29.10.2019 - 10:40
Grasker víða uppseld
Sífellt fleiri hér á landi halda hrekkjavöku hátíðlega og hafa tekið upp þann bandaríska sið að skera út grasker. Mun meira hefur selst af graskerjum í ár en í fyrra og eru þau því víða uppseld í matvöruverslunum.
29.10.2018 - 16:36
Hræðilegir hrekkjavökubúningar
Hrekkjavakan er orðin Öskudagur númer tvö hjá mörgum og eflaust einhverjir sem að eru á leiðinni í hrekkjavökupartý á næstunni. Hér fyrir neðan má finna nokkrar hugmyndir af hrekkjavökubúningum sem ættu að slá í gegn í partýinu.
23.10.2018 - 14:37
Listin að deyja, aftur og aftur
Sigurlín Bjarney Gísladóttir rithöfundur leggur til að meira íslenskt krydd verði sett í hina nýju hrekkjavökuhefð. „Við getum klætt okkur upp sem Djáknann á Myrká eða aðra þekkta drauga og uppvakninga úr þjóðsögunum.“
31.10.2017 - 10:48