Færslur: Hreindýr

Hreindýrakvóti skertur um tæplega tvö hundruð dýr
Heimilt verður að veiða rúmlega þúsund hreindýr á komandi veiðitímabili. Formaður skotveiðifélags Íslands reiknar með að umsóknafjöldi verði þrefaldur á við fjölda dýra.
14.02.2022 - 15:40
Myndband
Bjargaði hreindýri úr sjálfheldu í Berufirði
Vegfarandi á leið heim úr fríi kom hreindýri sem hafði fest sig í girðingu til bjargar í Berufirði við Djúpavog í morgun. Svo virtist sem dýrið væri dautt þegar komið var að því en þegar það var losað úr prísundinni spratt það á fætur og skokkaði í burtu.
24.02.2021 - 14:58
Fjarðarheiði lokuð og hreindýrahjarðir víða við vegi
Fjarðarheiði er lokuð og ófært á Vatnsskarði eystra. Þar er beðið með mokstur vegna veðurs. Hreindýrahjarðir eru víða við vegi og hafa meðal annars sést í Jökuldal, Fagradal, Reyðarfirði og í Álftafirði. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar og vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
14.02.2021 - 16:51
Innlent · veður · færð · Hreindýr
Heimilt að fella 1220 hreindýr í sumar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra gaf í dag út hreindýrakvóta fyrir árið 2021. Heimilt er að fella allt að 1220 hreindýr á árinu 2021 sem er um hundrað dýrum færri en í fyrra. Umhverfisráðherra ákvað kvótann að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun.
Hreindýr hlaupa fyrir bíla á Norðfjarðarvegi
Óhöpp hafa hlotist af því að hreindýr hlaupa í veg fyrir bíla sem fara um Norðfjarðarveg við álverið í Reyðarfirði. Allstór hreindýrahjörð hefur haldið sig á þessum slóðum um nokkra hríð. Lögreglan á Austurlandi hvetur því ökumenn sem þarna eiga leið um til árverkni sérstakrar árverkni. 
Hreindýraveiði sumarsins lokið
Hreindýraveiðitímabili sumarsins lauk í gær. Kvóti sem má veiða á hverju ári var ekki fylltur.
22.09.2020 - 07:23
Gas- og olíuleit heimiluð norðanvert í Alaska
Trump-stjórnin heimilaði í dag borun eftir olíu og gasi á verndarsvæðinu Arctic National Wildlife Refuge, norðanvert í Alaska.