Færslur: hraunrennsli

Sjónvarpsfrétt
Eldgosið ekki dautt úr öllum æðum
Ekki er ástæða til að afskrifa eldgosið á Reykjanesskaga. Órói í Fagradalsfjalli mælist nú svipaður og í gær eftir að hafa mælst nær enginn frá því í nótt fram yfir hádegi. Prófessor í eldfjallafræði telur líklegra að gos haldi áfram en að því sé lokið. Þetta eldgos sé hins vegar ólíkindatól.
Talsverð virkni í gosstöðvunum í nótt
Svo virðist sem töluverður gangur hafi verið í gosinu á Reykjanesskaga í nótt, þar sem tvær sprungur opnuðust um hádegisbil í gær norður af Geldingadölum, til viðbótar við gígana tvo sem þar eru. Hraunelfur rennur úr nýju eldstöðinni niður í Meradali og er það mikið sjónarspil, sem horfa má á í gegnum vefstreymi rúv á rúv2 og rúv.is.
06.04.2021 - 07:08
Myndskeið
„Þetta getur gerst án nokkurs fyrirvara“
Nýju sprungurnar norðan við Geldingadali gerðu ekki boð á undan sér. Björn Oddsson jarðeðlisfræðingur segir að sprungurnar séu þó samkvæmt einni sviðsmyndinni sem Vísindaráð hefur gert ráð fyrir, og Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir ljóst að atburðarásinni sé ekki lokið. Fimm eða sex rúmmetrar af kviku renna úr sprungunum á hverri sekúndu.
05.04.2021 - 16:39
Hraunið gæti flætt úr dalnum á 8 til 18 dögum
Hraun gæti flætt út úr Geldingadölum eftir átta til átján daga miðað við núverandi rennsli. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir dæmi um að svo dræmt rennsli eins og í þessu gosi hafi getað haldið gospípu opinni í tugi ára. Kvikugangurinn er líklega storknaður segir hann.
23.03.2021 - 22:34