Færslur: Hraunflæði

Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Myndskeið
Hratt flæði og engin fyrirstaða
Hraunið úr nýju sprungunum norðan við Geldingadali flæðir um það bil tíu metra á sex og hálfri mínútu á jafnsléttu. Það flæðir ofan í Meradali.
05.04.2021 - 15:32
Myndskeið
Hraunið flæðir í aðra dali um páskana
Hraunið í Geldingadölum breiðir úr sér og verður runnið í næstu dali um páskana samkvæmt hraunflæðilíkani Veðurstofunnar. Þykkt hraunsins verður meiri en 35 metrar þar sem hún verður mest.
Ekki líklegt að hraunflæðið næði yfir Hvassahraun
„Miðað við staðsetningu skjálftavirkninnar núna eru ekki miklar líkur á að hraunflæði næði yfir Hvassahraun, það gæti náð út að Hrútagjá eða Lambafellsgjá,“ segir Þorvaldur Þórðarson, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, í samtali við fréttastofu.
02.03.2021 - 13:41