Færslur: Hraunflæði

Hraunstraumur rennur fagurlega niður í Meradali
Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að púlsandi virkni hafi verið í eldgosinu í Geldingadölum undanfarinn sólarhring. Hraunið rennur áfram niður í Meradali í fögrum fossi.
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið ekki dautt úr öllum æðum
Ekki er ástæða til að afskrifa eldgosið á Reykjanesskaga. Órói í Fagradalsfjalli mælist nú svipaður og í gær eftir að hafa mælst nær enginn frá því í nótt fram yfir hádegi. Prófessor í eldfjallafræði telur líklegra að gos haldi áfram en að því sé lokið. Þetta eldgos sé hins vegar ólíkindatól.
„Virðist sem gosið sé komið í annan fasa“
Aftur hefur hægt verulega á hraunflæði frá gosinu á Reykjanesskaga eftir talsverðan hamagang seint í gærkvöld og fram á nótt. Þá flæddi nýtt hraun alla leið ofan í Nátthaga. Lengra virðist líða á milli hraunflæðihrina í eldstöðvunum en áður, en hrinurnar eru þeim mun öflugri þegar þær koma.
02.07.2021 - 08:38
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Hraunið orðið hundrað metrar að þykkt
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt ný kort af gossvæðinu við Fagradalsfjall. Á meðal þess sem unnt er að sjá er þykkt hraunsins við gosstöðvarnar en í ljós hefur komið að mesta þykkt hrauns er komin yfir 100 metra en um er að ræða svæðið í kringum gjósandi gíginn.
09.06.2021 - 13:13
Myndskeið
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Myndskeið
Hratt flæði og engin fyrirstaða
Hraunið úr nýju sprungunum norðan við Geldingadali flæðir um það bil tíu metra á sex og hálfri mínútu á jafnsléttu. Það flæðir ofan í Meradali.
05.04.2021 - 15:32
Myndskeið
Hraunið flæðir í aðra dali um páskana
Hraunið í Geldingadölum breiðir úr sér og verður runnið í næstu dali um páskana samkvæmt hraunflæðilíkani Veðurstofunnar. Þykkt hraunsins verður meiri en 35 metrar þar sem hún verður mest.
Ekki líklegt að hraunflæðið næði yfir Hvassahraun
„Miðað við staðsetningu skjálftavirkninnar núna eru ekki miklar líkur á að hraunflæði næði yfir Hvassahraun, það gæti náð út að Hrútagjá eða Lambafellsgjá,“ segir Þorvaldur Þórðarson, pró­fess­or í eld­fjalla­fræði við Há­skóla Íslands, í samtali við fréttastofu.
02.03.2021 - 13:41