Færslur: hraun
Lögregla varar við lífshættulegum fíflaskap
Nokkuð hefur borið á því undanfarið á því að fólk gangi út á hraunið á gosstöðvunum í Geldingardal. Lögreglan á Suðurnesjum varar eindregið við þessu athæfi enda alls óvíst að hraunið haldið og athæfið því lífshættulegt.
23.06.2021 - 07:18
Til mikils að vinna að stýra hrauni frá Nátthagakrika
Það eru vonbrigði að ekki verði reynt að verja Suðurstrandarveg gegn hraunrennsli, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í Kastljósi í kvöld. „Því hann er mjög mikilvægur fyrir okkur í Grindavík og reyndar Suðurnesin öll. Það var reynt að finna leiðir og það var búið að hanna mannvirki en það var ekki talið fært að ráðast í þá miklu framkvæmd, bæði var hún dýr og svo var ekki víst að það tækist einu sinni að verja Ísólfsskála og Suðurstrandarveg, þannig að frá því var horfið.“
22.06.2021 - 20:36
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað.
19.06.2021 - 19:03
Gott líf í vaxtarjöðrum hraunsins í Nátthaga
Það er gott líf í vaxtarjöðrunum í hrauninu í Nátthaga, segir Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði. Hraun rennur enn ofan í dalinn, þó að rennsli hafi stöðvast í sumum hraunánum og storknað hafi yfir aðrar.
07.06.2021 - 16:26
Strókavirknin í gosinu hætt og nú gýs úr elsta gígnum
Tekið er að gjósa að nýju úr fyrsta gígnum í Geldingadölum. Það staðfestir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Strókavirknin sem einkennt hefur gosið hætti nú á tíunda tímanum í morgun.
08.05.2021 - 12:21
Hraunið skríður fram eins og jarðýtubelti
Hraunbreiðan í Meradölum skríður fram eins og jarðýtubelti. Þegar það hrynur úr jaðrinum efst og þá heyrast sérkennileg hljóð, eiginlega eins og glerbrot, og þannig skriður hraunið áfram.
07.05.2021 - 12:09
Jörð með eldspúandi fjalli föl fáist rétt verð
Nokkur kauptilboð hafa borist í jörðina Hraun austan Grindavíkur en gosstöðvarnar í Geldingadölum eru í landi jarðarinnar.
06.05.2021 - 22:08
Ekki skal príla á nýju hrauni þótt sakleysislegt sé
Björgunarsveitarfólk úr Þorbirni í Grindavík vill árétta fyrir fólki að ekki er óhætt að ganga á nýju eða nýlegu hrauni. Á Facebook síðu sveitarinnar kemur fram að fyrir komi að að fólk príli upp á nýjar hrauntungur til að að sækja sér grjót, stytta sér leið eða taka af sér mynd.
27.04.2021 - 02:57
Vara við áhættuhegðun á hættusvæði við gosstöðvarnar
Fólk getur verið í mikilli hættu fari það inn á hættusvæðið við gosstöðvarnar vegna atburða sem þar geta orðið. Talsvert hefur borið á að almenningur hafi farið langt inn skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar í Geldingadölum.
11.04.2021 - 14:25
Magnað sjónarspil við nýju sprunguna í Geldingadölum
Ný sprunga opnaðist á gosstöðvunum í Geldingadölum í nótt á afmörkuðu hættusvæði. Ekki er útilokað að fleiri sprungur opnist á því svæði að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
10.04.2021 - 15:38
Hraun selst sem aldrei fyrr
Fjölmargir hafa birt myndir af sér á samfélagsmiðlum með gosi og hrauni. Ýmsir sem ekki hafa komist í Geldingadali slá á létta strengi og láta Hraun-súkkulaðið klassíska frá Góu duga. Viðskiptastjóri Góu sem framleiðir Hraun segist hafa orðið var við aukna sölu á súkkulaðinu.
31.03.2021 - 20:35
Hraunið gæti flætt úr dalnum á 8 til 18 dögum
Hraun gæti flætt út úr Geldingadölum eftir átta til átján daga miðað við núverandi rennsli. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir dæmi um að svo dræmt rennsli eins og í þessu gosi hafi getað haldið gospípu opinni í tugi ára. Kvikugangurinn er líklega storknaður segir hann.
23.03.2021 - 22:34
Hraunkvikan sýnir beintengingu niður í möttul
Hraunið í Geldingadölum kemur svo djúpt úr iðrum jarðar að vísindamaður við Jarðvísindastofnun segir það líkjast háhraðatengingu niður í möttul. Búið er að greina nákvæmlega bergið í gosinu. Það kemur miklu dýpra að en þau hraun sem runnið hafa á Reykjanesskaga síðustu sjö þúsund ár.
22.03.2021 - 19:58