Færslur: Hrafn Jökulsson

Viðtal
„Ég fylltist andstyggð á sjálfum mér“
Hrafn Jökulsson lá í sjúkrarúmi á bráðamóttökunni vegna meins í hjarta, sem var afleiðing áfengisdrykkju, þegar hann heyrði fyrst fregnir af heimsfaraldri. Hann ákvað að hætta að drekka og byrja að taka til í lífinu og í náttúrunni. Síðasta ár hefur hann tekið til hendinni í Kolgrafarvík og nú er verið að endurútgefa bók hans Þar sem vegurinn endar sem fjallar um hans uppáhalds slóðir.
03.02.2021 - 14:46
Viðtal
Á við alla heimsins jógatíma og núvitundarnámskeið
„Ég fyllist ekki vanmætti heldur er hver flís sem er dregin úr brjóstum jarðarinnar svo dásamleg tilfinning,“ segir Hrafn Jökulsson rithöfundur. 
29.01.2021 - 09:27
Myndskeið
Ver næstu fjórum árum í að hreinsa fjörur á Ströndum
Rekaviður og plast eru í brennidepli í fjögurra ára hreinsunarátaki á Ströndum. Leita á nýrra leiða til að nýta rekavið sem hefur safnast upp síðustu áratugi.
02.09.2020 - 10:02
Síðdegisútvarpið
Mætti með fermetra af drasli í viðtalið
Mörgum brá í brún þegar að Hrafn Jökulsson birti tilkynningu þess efnis að leggja á niður skákfélagið Hrókinn. Hrafn vonast til að geta varið tíma sínum í að hreinsa ströndina við Kolgrafarvík. Hann mætti í Síðdegisútvarpið á Rás 2 með heilan fermetra af drasli sem hann týndi við ströndina og þar mátti finna ótrúlegustu hluti.
05.06.2020 - 14:41