Færslur: Hraðpróf

Hætta að bjóða upp á hraðpróf
Frá og með næstu mánaðarmótum mun Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins eingöngu bjóða upp á PCR-sýnatökur á Suðurlandsbraut 34.
28.03.2022 - 17:32
Ríkið hættir að niðurgreiða hraðpróf
Þann 1. apríl nk. fellur úr gildi reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar vegna sýnatöku til greiningar á Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.
23.03.2022 - 16:46
Fjöldaskimunum frestað í Hong Kong
Carrie Lam, æðsti embættismaður Hong Kong, segir ekki lengur forgangsmál að skylda alla íbúa borgarinnar í PCR-próf. Þó stendur ekki til að hætta algerlega við þær fyrirætlanir.
Sóttvarnalæknir: Of snemmt að spá endalokum faraldurs
Í gær greindust 4.333 kórónuveirusmit innanlands, bæði með hraðgreiningarprófum og PCR-prófum. „Þannig að það er mjög mikill fjöldi sem er með smit núna úti í samfélaginu. Það er alveg augljóst,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þórólfur segir að ekki sjái enn fyrir endann á faraldrinum. „Nei, við getum ekki gert það. Við getum ekki sagt það með vissu fyrr en við sjáum að við séum búin að ná einhverjum toppi.“
Engar samkomutakmarkanir lengur
Öllum samkomutakmörkunum vegna COVID-19 og takmörkunum á landamærum var aflétt á miðnætti. Krafa um einangrun er einnig afnumin en finni fólk til einkenna er það hvatt til að fara í hraðpróf og mælst til að það haldi sig heima.
Helmingi færri í sýnatöku eftir breytingu á sóttkví
Helmingi færri fara nú í einkenna- eða sóttkvíarsýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt. Sýnatökufólk hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst þó við að þeim fjölgi á ný eftir helgi því viðbúið sé að fleiri smitist þar sem færri eru í sóttkví en áður. Landspítalinn hyggst ekki fara af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans.
27.01.2022 - 12:30
Kennarar vilja fá greitt - sveitarfélög segja nei
Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar kröfu Félags grunnskólakennara um að greiða kennurum útkall samkvæmt kjarasamningi fyrir smitrakningu. Félagið er þegar með tvö mál gegn sveitarfélögunum fyrir félagsdómi tengd covid-vinnu. Formaður Félags grunnskólakennara segir útkallsgreiðslur líka enda fyrir dómi, takist ekki að semja. 
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Danir krefja ferðalanga um kórónuveirupróf
Dönsk stjórnvöld tilkynntu í dag að ferðafólki sem kemur til landsins beri að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi óháð stöðu bólusetningar viðkomandi. Smitum heldur áfram að fjölga í landinu þar sem Omíkron-afbrigðið er orðið ráðandi.
Viðburðahraðprófin auka álag á heilbrigðisstarfsfólk
Misjafnt er hversu auðvelt er fyrir landsmenn að komast í hraðpróf þegar þeir ætla á stærri viðburði. Víða þarf fólk að aka langar vegalengdir þegar hraðprófs er krafist. Hraðprófin hafa einnig aukið álag á starfsfólk heilsugæslu á landsbyggðinni.
22.12.2021 - 08:58
Segir fólk óttast aðgerðir meira en veikindin sjálf
Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst fullur efasemda um að grípa beri til harðari aðgerða vegna stöðunnar í kórónuveirufaraldrinum. Hann segir ótta fólks við aðgerðir sóttvarnayfirvalda meiri en við veikindi af völdum veirunnar.
Um 60 manns komust ekki á bókaða viðburði
Hraðprófsstöðvar eru á þremur stöðum á landinu. Mikil aðsókn var í hraðpróf á Akureyri um helgina. Um 60 manns komust ekki á fyrirhugaðan viðburð þar sem tæki biluðu á sýnatökustað. 
20.12.2021 - 16:08
690 jákvæð hraðpróf síðustu vikur
Frá 1. desember hafa 211 fengið jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hjá heilsugæslunni á Suðurlandsbraut. Alls hafa 690 fengið jákvætt svar síðustu sjö vikur. Jákvætt svar í hraðprófi telst ekki sem staðfest smit, og er því ekki talið með í tölfræði sem birt er dag hvern á Covid.is. En þeir sem fá jákvætt úr hraðprófi eru sendir í PCR-próf í kjölfarið til staðfestingar.
Sjónvarpsfrétt
Fimm prósent þjóðarinnar fóru í hraðpróf í dag
Mikil örtröð var við sýnatökustaði í dag þegar metfjöldi fór í covid-hraðpróf. Ýmsar ástæður voru fyrir sýnatökunni, en talsvert verður um mannamót um helgina.
17.12.2021 - 20:22
Stefnir í metdag í hraðprófun
Það stefnir í metdag í hraðprófun á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut í dag að sögn Mörtu Maríu Arnarsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslunni. Búist er við um 7000 manns í hraðpróf á Suðurlandsbraut í dag en um 220 manns eru hraðprófaðir á hverju korteri.
Segir hraðprófin búin að sanna sig
Nokkrir á dag greinast jákvæðir í hraðprófum við COVID-19. Þeir einstaklingar eru svo sendir í PCR-próf þar sem jákvæða niðurstaðan er annað hvort staðfest, eða viðkomandi hafi fengið falska jákvæða niðurstöðu í hraðprófum. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna, segir hraðprófin vera búin að sanna sig.
09.12.2021 - 13:16
Tónleikagestum fækkaði mjög í stærstu húsunum árið 2020
Tónleikum og gestum þriggja stærstu tónleikahúsa landsins fækkaði mjög milli áranna 2019 og 2020. Framkvæmdastjórar Hörpu og Hofs segja yfirstandandi ár hafa verið betra en það síðasta og eru bjartsýnar á framtíðina.
08.12.2021 - 16:52
Fleiri próf en hraðpróf gilda frá og með miðnætti
Frá og með miðnætti verður hægt að framvísa neikvæðu PCR-prófi eða staðfestingu á fyrra kórónuveirusmiti til að komast inn á viðburði. Þjóðleikhússtjóri segir þetta til bóta og í takt við ábendingar viðburðahaldara.
26.11.2021 - 17:46
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu fjölgar
Einkennalausum með jákvæða niðurstöðu úr hraðprófum hefur fjölgað jafnhliða hækkandi tíðni smita. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir ekki hægt að álykta að hraðpróf fjölgi greindum smitum.
Harðari reglur um sóttkví barna hér en í nágrannalöndum
Bjarni Már Magnússon, prófessor við Háskólann í Reykjavík, segir að harðari reglur gildi um sóttkví barna hér á landi en í löndunum í kring.
Veita undanþágu vegna hraðprófa um helgina
Heilbrigðisráðuneytið hefur ákveðið að veita undanþágu fyrir því að framvísa þurfi neikvæðum niðurstöðum hraðprófs á menningarviðburðum um helgina.
13.11.2021 - 11:12
Óvenju löng bið eftir niðurstöðu hraðprófs
Þeir sem mæta í hraðpróf við COVID-19 í dag mega búast við því að það taki lengri tíma að fá niðurstöður úr þeim. Alla jafna ættu niðurstöðurnar að liggja fyrir eftir um klukkustund að sögn Ingibjargar Salóme Steindórsdóttur, verkefnastjóra hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gríðarlegur fjöldi hefur mætt í sýnatöku við Suðurlandsbraut í dag.
12.11.2021 - 16:17
Allir jólatónleikar verða haldnir
Allir tónleikar sem eru á dagskrá fyrir jólin verða haldnir, segir Ísleifur B. Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólk og ekki síður fyrir andlega heilsu þjóðarinnar að þurfa ekki að fara í gegnum önnur jól án jólatónleika. 
Danir taka upp hraðpróf að nýju
Danska ríkisstjórnin ákvað í gær að taka upp hraðpróf að nýju og efla möguleika á PCR-prófum eftir að kórónuveirusmitum tók að fjölga aftur í landinu. Smitsjúkdómafræðingur telur ekki það ekki nægja til að stemma stigu við útbreiðslunni.
30.10.2021 - 05:35
Fáir í sýnatöku þrátt fyrir fjölgun smita
Þrátt fyrir að óvenjumörg kórónuveirusmit hafi greinst í gær fóru fáir í skimun hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag. Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að rólegt hafi verið alla vikuna.