Færslur: Hraðpróf

Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Sjúkratryggingar taka þátt í kostnaði við hraðpróf
Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkafyrirtækjum frá og með 20. september, til þess að auka aðgengi almennings að prófunum. Aðsókn í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er minni en búist var við.
17.09.2021 - 13:01
Þórólfur segir ákveðna áhættu fylgja hraðprófunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að búast megi við að hraðpróf greini ekki öll kórónuveirusmit. Verið sé að taka ákveðna áhættu með því að leyfa allt að 1.500 manns að koma saman ef þeir hafa tekið hraðpróf. Hann segir góð og gild rök fyrir því að grímuskylda sé enn þar sem ekki sé hægt að viðhafa eins metra fjarlægð á milli fólks.
Óvíst um kostnað við hraðpróf
Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.
Myndskeið
Vilja hraðpróf fyrir covid á fleiri stöðum
Listamenn halda flestir að sér höndum og fæstir hafa efnt til viðburða með fimm hundruð gestum í hólfi. Í gær hófust hraðprófanir fyrir fólk sem hyggst sækja viðburði en aðsóknin var dræm. „Við myndum alveg vilja fá einkaaðilana með, sem eru þegar að gera þessi próf, til þess að þetta sé á fleiri stöðum og gestum finnist þetta fýsilegur kostur,“ segir Hrefna framkvæmdastjóri Tix.is.
11.09.2021 - 09:40
Aðsókn í hraðpróf fer hægt af stað
Í dag er fyrsti dagurinn sem fólki býðst að fá tveggja sólarhringa vottorð sem veitir aðgang að fimm hundruð manna viðburðum. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður upp á hraðpróf á Suðurlandsbraut 34 klukkan 8-20 alla virka daga og klukkan 09-15 um helgar.
Hraðpróf í boði á landsbyggðinni í næstu viku
Heilsugæslan á landsbyggðinni er tekin til við að skipuleggja framkvæmd hraðprófa í hverju umdæmi. Á Norðurlandi er reiknað með að hefja notkun hraðprófa á þriðjudaginn á sjö stöðum.
08.09.2021 - 14:19
Þurfum nýja nálgun á faraldurinn
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að sóttvarnaryfirvöld hér á landi séu að einhverju leyti farin að efast um eigin orð og fyrirmæli. Þar af leiðandi sé rétt að endurskoða hvernig almenningur hér á landi eigi að lifa með veirunni næstu mánuði og misseri. Þá segir hann hraðprófin sóun á tíma og peningum.
Myndskeið
Búast við nokkur þúsund manns í hraðpróf
Gert er ráð fyrir að nokkur þúsund manns á dag fari í hraðpróf fyrir kórónuveirunni. Um hundrað starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins munu starfa við að taka prófin. Þau verða ókeypis. 
Aðstaða fyrir hraðpróf tilbúin á morgun
Nú er aðstaða til að framkvæma hraðpróf tilbúin í húsnæði Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut en beðið er eftir að tölvukerfi verði tilbúið. Gengið er út frá því að slíkt kerfi verið tilbúið á morgun, þriðjudaginn 7. september.
LSH hættir að nota hraðpróf: Síðri kostur en PCR
Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að spítalinn hætti að nota COVID-hraðpróf til að greina smit meðal starfsfólks. Hraðpróf voru innleidd á spítalanum með þröngum skilmerkjum í fjórðu bylgju faraldursins fyrr í sumar og hafa verið notuð á starfsmenn með væg einkenni, sem eiga að mæta til vinnu og treysta sér til þess. Þau teljast óáreiðanlegri en PCR-próf og því verður hætt að nota þau.
03.09.2021 - 15:16
Sjónvarpsviðtal
Framkvæmd hraðprófa liggur ekki enn fyrir
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki sé allt til reiðu fyrir hraðpróf sem á að vera hægt að nota frá og með föstudegi. Reglugerð sem þá á að taka gildi er tilbúin en ekki er búið að ganga frá því hvernig framkvæmdin við hraðprófin verður. Svandís segir að 30 smit í skólum við upphaf skólaárs séu ekki til marks um að nýjar reglur virki ekki heldur sjáist frekar að skólarnir leggist ekki á hliðina eins og hafi gerst í fyrri bylgjum faraldursins.
31.08.2021 - 11:39
Neikvætt hraðpróf styttir hvorki sóttkví né einangrun
Hraðpróf, eða sjálfspróf, koma hvorki í stað sóttkvíar né stytta hana. Það sama á við um einangrun. Sóttkví vegna nándar við covid-smitaðan einstakling varir enn í, að minnsta kosti, sjö daga og lýkur með PCR-sýnatöku. Einangrun varir þá almennt í 14 daga og lýkur með útskrift covid-göngudeildar.
30.08.2021 - 13:39
Óvíst hver kostnaður ríkisins verður vegna hraðprófa
Heilbrigðisráðherra segir undirbúning fyrir hraðpróf á fleygiferð. Óvíst sé enn hver kostnaður ríkisins verður en honum verði haldið í lágmarki. Veruleg breyting verður þriðja september á fjöldatakmörkunum á viðburði ef hraðprófum er framvísað. Fimm hundruð manns geta þá komið saman í rými.
Örskýring
Hvernig virka þessi blessuðu hraðpróf?
Svokölluð hraðpróf hafa verið í umræðunni undanfarið en nú hafa yfirvöld gefið grænt ljós á að þau megi fara alla leið ofan í nefholið á þeim sem vilja og þurfa. Íslendingar geta því brett upp ermar og byrjað að stunda sjálfsprófun af miklu kappi.
27.08.2021 - 13:40
Ekki hjá því komist að setja reglur um sjálfspróf
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekki hjá því komist að setja reglur um sjálfspróf hérlendis nú þegar þau gangi kaupum og sölum erlendis. Ráðherra hefur gefið út reglugerð um sölu og notkun þeirra hérlendis þrátt fyrir efasemdir Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um notkun þeirra.
25.08.2021 - 07:50
Fjöldatakmörkunum vonandi aflétt
Formaður samtaka atvinnurekenda í sviðslistum bindur vonir við að takmörkunum verði aflétt fljótlega og að unnt verði að taka á móti fleirum í leikhús og á sviðsviðburði. Núverandi reglugerð um samkomutakmarkanir gildir til miðnættis á föstudag. Leikhúsin hafa hinkrað með að kynna vetrardagskrána.
24.08.2021 - 21:38
FA efast um lögmæti takmörkunar á notkun hraðprófa
Félag atvinnurekenda hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi þar sem krafist er svara um afstöðu ráðuneytisins til lögmætis sölu og notkunar svokallaðra hraðgreiningarprófa fyrir kórónuveirunni. FA efast um að sóttvarnalög styðji við takmörkun eða bann á notkun slíkra prófa, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.
23.08.2021 - 12:39
Myndskeið
Búin að panta sjálfspróf en fá ekki að selja
Forstjóri Lyfju vonast til að leyfi til að selja covid-skyndipróf fáist á næstu dögum. Fyrirtækið hefur nú þegar pantað fyrstu skammtana. Lyfja fór þess fyrst á leit við stjórnvöld að fá að selja prófin í vor en reglugerð kemur í veg fyrir að próf af þessu tagi séu seld í verslunum hérlendis.
Myndskeið
Brúðhjónin sendu covid-próf með boðskortinu
Þau dóu ekki ráðalaus, brúðhjónin sem sáu að stemningin fyrir brúðkaupsveislunni sem halda á í kvöld fór minnkandi samhliða aukinni útbreiðslu veirunnar. Þau sendu einfaldlega covid-próf með boðskortunum. Notkun slíkra prófa gæti aukist mjög hér á landi á næstu misserum.
21.08.2021 - 18:31
Sjá hraðpróf sem lykilinn að opnara samfélagi
Hraðpróf eru lykillinn að opnara samfélagi að mati forsætis- og fjármálaráðherra. Þau geta bæði skapað rými fyrir stærri viðburði og dregið úr íþyngjandi sóttkvíarkröfum þegar smit kemur upp í skólum.
Hraðpróf í boði fyrir skimun við heimkomu
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býst við að það fjölgi um allt að tvö þúsund manns á dag í sýnatökur í kjölfar nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti. Farþegar með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá því að þeir koma til landsins. Þeir sem velja að fara í sýnatöku á vegum heilsugæslu fara þá í hraðpróf. Þeir sem láta taka sýni á Keflavíkurflugvelli fara í PCR-próf.
Hraðprófin renna út á BSÍ
Töluverð eftirspurn er eftir því að komast í hraðpróf sem greina COVID-sýkingu á innan við korteri og nokkur einkafyrirtæki sem bjóða upp á þau. Forsvarsmaður eins þeirra segir þjónustuna létta undir með heilsugæslunni. Hann beið í rúmt ár eftir starfsleyfi. 
12.08.2021 - 17:08