Færslur: Hraðfrystihúsið Gunnvör

Uppsagnir á skipi HG viðbúnar
Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur sagt upp þrettán manna áhöfn skipsins Stefnis ÍS og ætlar sér að hætta útgerð þess um áramótin. Þetta er gert vegna samdráttar í þorskveiðikvóta og úthlutuðu aflamarki gullkarfa.
Beðið eftir niðurstöðum um smit á Páli Pálssyni
Áhöfn togarans Páls Pálssonar sem er gerður út af Hraðfrystihúsinu Gunnvöru er nú í sóttkví eftir að skipverji greindist smitaður með hraðprófi. Beðið er niðurstöðu PCR prófs til þess að staðfesta smitið.
Áhöfnin á Páli Pálssyni í sóttkví
Skipverji á togaranum Páli Pálssyni hefur greinst með kórónuveiruna. Hann greindist í hraðprófi þegar komið var í land, og hefur öll áhöfnin verið send í sóttkví.
26.08.2021 - 20:49
Stefna á tæplega sjö þúsund tonna laxeldi í Djúpinu
Mast hefur nú unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna eldi á frjóum og ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi fyrir Háafell ehf. Fyrirtækið heyrir undir Hraðfrystihúsið Gunnvöru og er nú þegar með leyfi fyrir 6.800 tonna regnbogasilungseldi í Djúpinu sem mun þá víkja fyrir nýju leyfi til laxeldis.
Lýsir vanþóknun á ákvörðun útgerðarinnar
Formaður Sjómannasambands Íslands segist afar undrandi á að fyrrum skipstjóri á Júlíusi Geirmundssyni skuli nú vera orðinn fyrsti stýrimaður um borð. Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir að þessi ákvörðun valdi skipverjum kvíða og óþægindum.
Þrír skipverjar á Júlíusi hafa sagt upp störfum
Þrír úr áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa sagt upp störfum og fleiri íhuga stöðu sína um borð. Þetta er í kjölfar þess að maður sem var sviptur skipstjórnarréttindum tímabundið, hefur verið ráðinn stýrimaður í næstu veiðiferð.
Skipstjóri ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur skipstjóra togarans Júlíusar Geirmundssonar vegna hópsýkingar sem varð þar um borð í október.
Lögregla bíður umsagnar ráðuneytis um togarann
Lögreglan á Vestfjörðum bíður nú umsagnar samgönguráðuneytisins um mál skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Að henni fenginni verður hægt að ákveða næstu skref.
Rannsókn lögreglu á máli skipverjanna á togaranum lokið
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á hópsýkingu um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni er nú lokið. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri segir að á næstu dögum verði ákveðið hvort kæra verði gefin út eða eða málið fellt niður. Lögregla kynnir fyrst málsaðilum niðurstöður og greinir svo opinberlega frá þeim.
Ekki ábyrgð læknis að tryggja að farið sé til sýnatöku
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum kvað skýrt á um það í sjóprófi í gær að það væri ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. Hann vissi ekki betur en að Júlíus Geirmundsson hefði siglt til lands eftir að hann talaði fyrst við skipstjórann.
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra togarans
Skipverjar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa lýst vantrausti á skipstjórann sem var á skipinu þegar hópsýking kom þar upp. Þeir krefjast þess að hann hætti störfum um borð í togaranum.
Tekist á um sjópróf Júlíusar Geirmundssonar á morgun
Ákveðið verður fyrir héraðsdómi Reykjaness á morgun hvort sjópróf fari fram í máli skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið skýrslutöku af allri áhöfn togarans. Prófessor við lögfræði segir sjópróf ekki einungis eiga við um slys á skipum.
Samfélagið
Þýðing skipsdagbókarinnar mikil fyrir úrlausn málsins
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir lykilatriði að skipsdagbók togarans Júlíusar Geirmundssonar verði lögð fram við sjópróf vegna COVID-19 hópsmits um borð. Hann segir fyrirhugað að halda sjóprófið á Ísafirði 23. nóvember næstkomandi.
Sjóprófi í máli skipverjanna frestað
Sjóprófi í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið frestað að ósk útgerðarinnar Hraðfrystihússins Gunnvarar. Sjóprófið á að varpa ljósi á hvað gerðist þegar 22 af 25 skipverjum sýktust af COVID-19. Það átti upphaflega að vera eftir tvo daga, fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna.