Færslur: Hraðfrystihúsið Gunnvör
Skipstjóri ákærður fyrir brot á sjómannalögum
Lögreglan á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur skipstjóra togarans Júlíusar Geirmundssonar vegna hópsýkingar sem varð þar um borð í október.
23.12.2020 - 18:10
Lögregla bíður umsagnar ráðuneytis um togarann
Lögreglan á Vestfjörðum bíður nú umsagnar samgönguráðuneytisins um mál skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni. Að henni fenginni verður hægt að ákveða næstu skref.
09.12.2020 - 16:32
Rannsókn lögreglu á máli skipverjanna á togaranum lokið
Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á hópsýkingu um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni er nú lokið. Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri segir að á næstu dögum verði ákveðið hvort kæra verði gefin út eða eða málið fellt niður. Lögregla kynnir fyrst málsaðilum niðurstöður og greinir svo opinberlega frá þeim.
01.12.2020 - 11:26
Ekki ábyrgð læknis að tryggja að farið sé til sýnatöku
Umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum kvað skýrt á um það í sjóprófi í gær að það væri ekki í sínum verkahring að sjá til þess að fólk fari í sýnatöku. Hann vissi ekki betur en að Júlíus Geirmundsson hefði siglt til lands eftir að hann talaði fyrst við skipstjórann.
24.11.2020 - 12:29
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra togarans
Skipverjar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa lýst vantrausti á skipstjórann sem var á skipinu þegar hópsýking kom þar upp. Þeir krefjast þess að hann hætti störfum um borð í togaranum.
17.11.2020 - 19:15
Tekist á um sjópróf Júlíusar Geirmundssonar á morgun
Ákveðið verður fyrir héraðsdómi Reykjaness á morgun hvort sjópróf fari fram í máli skipverjanna á Júlíusi Geirmundssyni. Lögreglan á Vestfjörðum hefur lokið skýrslutöku af allri áhöfn togarans. Prófessor við lögfræði segir sjópróf ekki einungis eiga við um slys á skipum.
12.11.2020 - 12:15
Þýðing skipsdagbókarinnar mikil fyrir úrlausn málsins
Árni Bjarnason, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir lykilatriði að skipsdagbók togarans Júlíusar Geirmundssonar verði lögð fram við sjópróf vegna COVID-19 hópsmits um borð. Hann segir fyrirhugað að halda sjóprófið á Ísafirði 23. nóvember næstkomandi.
11.11.2020 - 14:53
Sjóprófi í máli skipverjanna frestað
Sjóprófi í máli skipverjanna á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefur verið frestað að ósk útgerðarinnar Hraðfrystihússins Gunnvarar. Sjóprófið á að varpa ljósi á hvað gerðist þegar 22 af 25 skipverjum sýktust af COVID-19. Það átti upphaflega að vera eftir tvo daga, fyrir Héraðsdómi Vestfjarða.
04.11.2020 - 18:02
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna.
24.10.2020 - 18:34