Færslur: Hraðakstur

Stórtækur ketkrókur gripinn glóðvolgur við hnupl
Stórtækur kjötþjófur og vongóðir áfengiskaupendur undir lögaldri eru meðal þeirra sem rötuðu í skýrslubækur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn. 
06.08.2021 - 07:13
Stöðvaður á 154 km. hraða í vetrarfærðinni
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann sem ók eftir Ólafsfjarðarvegi um helgina á 154 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfinu og sektaður um 210.000 krónur.
Stöðvaður á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann á 154 kílómetra hraða á Ólafsfjarðarvegi í dag. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar og upplýst að viðurlög við broti af þessu tagi séu ökuleyfissvipting og 210 þúsund króna sekt í ríkissjóð.
„Setja okkur í stórhættu með aksturslagi sínu“
Tuttugu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur undanfarna þrjá daga í nágrenni vinnusvæðis við Héraðsvatnabrú. Þar af hafa átta misst ökuréttindi. Verktakinn á svæðinu segir ökumenn sýna starfsmönnum litla virðingu.
29.10.2020 - 15:15
Ákærður fyrir að fá sér kríu undir stýri
Tvítugur Kanadamaður hefur verið ákærður fyrir gáleysislegan akstur en hann er talinn hafa fengið sér kríu undir stýri á Teslunni sinni. Á meðan þaut sjálfakandi bifreiðin áfram á 150 kílómetra hraða.
Tekinn tvisvar fyrir hraðakstur á 20 mínútum
Ökumaðurinn sem lögreglan á Suðurlandi stöðvaði á Mýrdalssandi mátti punga út á annað hundrað þúsund krónum fyrir hraðakstur í dag, því hann var stöðvaður aftur aðeins 20 mínútum síðar.
Látinn kvitta fyrir boðunarbréf þó enginn þekki manninn
Fjölskyldu Hilmars Braga Bárðarsonar brá þegar boðunarmaður með fyrirkall og ákæru bankaði upp á hjá þeim á þriðjudag. Ákæran var á hendur manni sem þau höfðu aldrei heyrt á minnst en syni Hilmars Braga, sem var einn heima, var gert að kvitta fyrir móttöku ákærunnar sem var vegna hraðaksturs.
18.06.2020 - 14:32
Á 200 km hraða á Reykjanesbrautinni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni bílstjóra sem mældist á 203 km hraða á Reykjanesbrautinni, en hámarkshraði þar er 90 km/klst.
45 kærðir fyrir hraðakstur á um tveimur tímum
Á tveimur og hálfri klukkustund voru 45 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Faxabraut í Reykjanesbæ. Þar er leyfilegur hámarkshraði 30 kílómetrar. Sá sem hraðast ók mældist á tæpum 60 kílómetra hraða. Á slíkum hraða sextánfaldist líkur á banaslysi. Þá var einn ökumannanna mældur í tvígang á þessum sama stað. Lögreglan á Suðurnesjum segir þetta óásættanlegt.
02.11.2019 - 11:31
Fleiri hraðakstursbrot eftir hækkun sekta
Hraðakstursbrotum fjölgaði um tvö þúsund á höfuðborgarsvæðinu yfir sumartímann í fyrra þrátt fyrir að sektir hefðu verið hækkaðar og allt að fjórfaldaðar það ár. 
Á fimmta hundrað hraðakstursbrot við skóla
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið með aukið eftirlit síðan grunnskólar tóku aftur til starfa í síðasta mánuði. Meðal annars hefur verið notast við ómerkta lögreglubifreið með hraðamyndavélabúnaði við eftirlitið.
20.09.2019 - 15:08
Ók á 123 kílómetra hraða á Reykjanesbraut
Lögreglan hefur undanfarið verið við umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu og birti niðurstöður hraðamælinga á vef sínum í gær.
10.08.2019 - 16:37
Hraðasektir fyrir tvær milljónir um helgina
Lögreglan á Suðurlandi innheimti hraðasektir við Vík og Kirkjubæjarklaustur fyrir samtals rúmlega 2,2 milljónir króna um síðustu helgi. Þessi upphæð miðast við þá sem greiddu á staðnum með korti. Ótaldir eru þeir sem ekki gátu greitt á strax og fá sendan greiðsluseðil.
Hraðasektir á Suðurlandi 6,5 milljónir í maí
Um 150 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi fyrstu tvær vikurnar í maí. Flestir óku of hratt á Suðurlandsvegi. Um það bil tveir þriðju ökumannanna voru erlendir. Álagðar sektir vegna þessa nema alls um 6,5 milljónum króna. Greiddar sektir ná þó ekki þeirri tölu samanlagt, flestir greiða sektina á vettvangi eða innan 30 daga og fá þá fjórðungsafslátt.
18.05.2016 - 15:37
35 kærðir fyrir hraðakstur á Suðurlandi
Lögreglan á Suðurlandi kærði 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá fimmtudegi til sunnudags. Sá sem hraðast fór mældist á 157 kílómetra hraða á hringveginum við Kirkjubæjarklaustur. Auk þessa kærði lögreglan tvo ökumenn fyrir að vera án ökuritaskífu eða aksturskorts á atvinnubifreiðum sem ber að hafa virka ökurita. Við slíku broti liggur 80 þúsund króna sekt.
04.04.2016 - 18:35
Hraðakstur og sleifarlag í stærri bílum
Lögreglan á Suðurlandi tók 33 ökumenn fyrir of hraðan akstur undanfarna viku. Þar af voru 15 teknir á milli Víkur í Mýrdal og Hafnar í Hornafirði, en þar hefur mikið verið um hraðakstur síðustu vikur. Lögreglumenn á Suðurlandi og úr Umferðareftirlitsdeild lögreglunnar höfðu afskipti af allmörgum stærri bílum í vikunni, þar sem notkun bílbelta, ökurita, hvíldartíma ökumanna og fleira var ábótavant.
14.03.2016 - 14:49
Glæfraakstur ferðamanna í Skaftafellssýslu
Tólf erlendir ökumenn voru teknir og kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandsvegi í nágrenni Kirkjubæjarklausturs í síðustu viku. Hjá tveimur mældist hraðinn 149 kílómetrar á klukkustund, þeim þriðja 142 og fjórða 136. Aðrir voru ekki fjarri, vel á öðru hundraðinu. Lögreglumenn á Suðurlandi hafa miklar áhyggjur af hraðakstri á þessum slóðum, enda margir ökumenn á ferð lítt vanir hálku og einbreiðum brúm.
29.02.2016 - 15:29
Á 137 km hraða í hálkunni
Ökumaður á 137 kílómetra hraða á klukkustund á ísuðum vegi í Eldhrauni náðist á hraðamæli Lögreglunnar á Suðurlandi. Hann var einn 18 ökumanna sem lögreglumenn á Suðurlandi tóku fyrir of hraðan akstur síðustu viku. Flestir voru þeir á hringveginum, í Rangárvalla- og Skaftafellssýslum.
22.02.2016 - 16:35