Færslur: How to Make Love to a Man

Gagnrýni
Kúreki í sjálfskoðun
Hvernig nýtur maður ásta með karlmanni? Er það yfir höfuð hægt? Í hrárri en kröftugri leiksýningu Borgarleikhússins, How to Make Love to a Man, er leitað svara við þessum spurningum. Og eins og upp úr sjálfshálparbók fyrir bælda karlmenn, er húmor notaður til þess að sía einlægar og áleitnar spurningar niður í bitastærðir. Eva Halldóra Guðmundsdóttir leikhúsrýnir Víðsjár rýndi í verkið.