Færslur: Hótelrekstur

Sjónvarpsfrétt
„Blönduós er ekki bara pylsa“
Áform eru um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi þar sem opna á hótel og halda úti veitingaþjónustu og afþreyingu. Fjárfestir og Blönduósingur segir bæinn meira en bara pylsu og tímabært sé að hefja hann til virðingar.
05.09.2022 - 15:07
Myndskeið
Covid-þreyttir ferðamenn sækja í fámennið á Íslandi
Ekki hefur dregið úr aðsókn bandarískra ferðamanna hingað til lands þrátt fyrir að þeir séu varaðir við ferðum til Íslands. Þetta segir framkvæmdastjóri Hótels Húsafells. Ferðamenn sæki í mannfæðina og kyrrðina hér á landi. Þeim finnist þeir öruggari hér en í mannmergð í erlendum stórborgum.
17.08.2021 - 21:41
Tvöfalt fleiri gistinætur í maí á þessu ári
Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í maí síðastliðnum jukust um 104,0% samanborið við maí ári 2020. Þar af jukust gistinætur á hótelum um 173,6%, um 55,6% á gistiheimilum og um 51,6% á öðrum tegundum skráðra gististaða, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni heltast úr lestinni
Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.
Sögu hótelreksturs Icelandair í þann mund að ljúka
Icelandair Group hefur samið við malasíska félagið Berjaya um kaup á fjórðungseign sinni í hótelfélaginu Icelandair Hotels. Berjaya, sem er í eigu kaupsýslumannsins Vincent Tan, eignaðist 75% hlut í félaginu í júlí árið 2019.
Myndskeið
Kaflaskil á Hótel Sögu
Allt stefnir í að Hótel Saga verði seld á næstunni. Áhugasamir fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa sýnt hótelinu áhuga. Háskóli Íslands er þar á meðal, og fyrir sér að færa kennslu á menntavísindasviði í húsnæði hótelsins.
10.02.2021 - 21:42
Myndskeið
541 hótelherbergi í byggingu í miðbæ Reykjavíkur
Verið er að reisa samtals 541 hótelherbergi í þremur hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa sett mikið strik í reikninginn þegar kemur að frekari hóteluppbyggingu í bænum.
Myndskeið
Gistinóttum fækkar þótt Íslendingar flykkist á hótel
Gistinóttum hér á landi hefur fækkað um 60 prósent frá því í fyrra. Gistinóttum Íslendinga hefur hins vegar fjölgað um helming. Aðstoðarhótelstjóri segir að það muni miklu að Íslendingar skuli gista á hótelum.
15 hótel opin af 48
15 af þeim 48 hótelum sem eru í eigu fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eru opin, þar af eru sjö á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum hótelum eru samtals rúmlega 5.000 herbergi en nú eru tæplega 2.200 opin. 
22.10.2020 - 06:51
58% færri gistinætur en þreföldun hjá Íslendingum
Ætla má að 58% samdráttur hafi orðið á fjölda gistinótta á hótelum í ágúst miðað við árið í fyrra. Íslendingum fjölgaði mikið, en gistinætur erlendra ferðamanna drógust saman.
08.09.2020 - 09:45
Milljarðstap og deilur um húsaleigu lokaðs hótels
Tap af rekstri Íslandshótela fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2020 var rúmur milljarður króna samkvæmt árshlutareikningi sem birtur var Kauphöllinni í dag. Áhrif kórónuveirufaraldursins vega þar þungt. Íslandshótel reka 17 hótel víðsvegar um landið. Fimm þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu.
31.08.2020 - 14:32
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Íslendingar gera vel við sig en bjarga ekki öllu
Ferðalangar geta ekki gengið að því vísu að fá inni á hóteli því sums staðar er fullbókað fram í ágúst. Eigendur gisti- og afþreyingarþjónustu fagna því að Íslendingar skuli ferðast en ferðagleði landans bjargar ekki öllu. Samtök ferðaþjónustunnar tala um svikalogn.
08.07.2020 - 19:48
Viðtal
Fáir ferðamenn í Reykjavík - flest hótel lokuð
Töluvert hefur verið um að landsmenn kaupi sér hótelgistingu á landsbyggðinni en afar lítið er um það í höfuðborginni. Hildur Ómarsdóttir hjá Icelandair Hotels segir að mörg hótelin í Reykjavík hafi verið lokuð en nú standi til að opna Canopy-hótelið um mánaðamótin. Icelandair Hotels rekur sjö hótel í höfuðborginni. Núna er aðeins Hilton hótelið opið.
23.06.2020 - 14:54
Stórkostleg fækkun gistinátta milli ára
Gistinóttum á hótelum í maí fækkaði um 86% miðað við sama tíma í fyrra, ef marka má bráðabirgðatölur Hagstofunnar.
09.06.2020 - 10:03
Fjárfest í hótelrekstri fyrir 160 milljarða á 5 árum
Fjárfest var, hér á landi, í hótel- og veitingahúsarekstri fyrir tæplega 160 milljarða á fimm ára tímabili frá 2014 til 2019. Á þeim árum fjölgaði ferðamönnum verulega. Nýting hótela var góð þangað til COVID-19 faraldurinn braust út í mars þegar hún dróst saman um meir en helming samanborið við árið áður.
30.04.2020 - 13:39
53% samdráttur á hótelum í mars
Mikill samdráttur varð í fjölda gistinótta á hótelum hér á landi í mars, samanborið við mars í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum hafi 181.000 gistinætur verið nú í mars, en 382.000 í mars í fyrra. Það er rétt tæplega 53% samdráttur.
Verð á hótelgistingu lækkaði um 12,5% milli ára
Verð á hótelgistingu í Reykjavík var tæpum 16 prósentum lægra í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið 2018. Að sama skapi var nýting hótelherbergja í borginni minni. 
03.01.2020 - 07:48
Spegillinn
Áratugur deilihagkerfis og Instagram-augnablika
„Við fundum kósí íbúð á Airbnb og tókum Uber frá flugvellinum. Við fórum í túr með ferðaskrifstofu sem er með 4,5 á Tripadvisor. Þetta var æðislegur dagur, skoðaðu bara storíið mitt á Insta. Næsta dag fórum við í glamping, eða svona glæsilegu, sváfum í mongólsku tjaldi í algerri kyrrð, fórum í skógarbað og náðum alveg að kjarna okkur.“

Mest lesið