Færslur: hótel

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149%
Gistinóttum ferðamanna hér á landi fjölgaði um 84 prósent í ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149 prósent, á gistiheimilum fjölgaði þeim um 78 prósent og um 67 prósent á öðrum tegundum gististaða. Sé miðað við ágúst árið 2019, sem var áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 27 prósent.
30.09.2021 - 11:50
Helmingi færri Íslendingar á hótelum en í fyrra
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 30 milljörðum króna, en þær voru 7,8 milljarðar á sama tímabili árið á undan. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 79,1 milljarður króna, en 333 milljarðar á tólf mánaða tímabili ári fyrr.
15.09.2021 - 09:44
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 170%
Miðað við bráðabirgðatölur fyrir júlímánuð má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 364.100. Þar af voru gistinætur Íslendinga um 109.600 og gistinætur útlendinga um 254.500.
10.08.2021 - 10:33
Segir yngra fólk veikt og óttast að ný bylgja sé hafin
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir greinilegt að nú sé yngra fólk að veikjast af COVID-19. Hann segir hótel vísa smituðum gestum út og starfsfólk hans hafi þurft að sækja þá. 
Ekki hægt að sjá mun á eftirspurn ferðamanna strax
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa orðið var við mikla breytingu á áhuga erlendra ferðamanna eftir að fregnir af afléttingu takmarkana fóru að berast út fyrir landsteinana. Fréttir af árangri Íslands hafi þó greinilega skilað sér í jákvæðu viðhorfi til landsins.
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Morgunútvarpið
Útlit er fyrir skort á gistirýmum í ágúst
Teikn eru á lofti um að erfitt verði að fá gistingu á Íslandi þegar líður á sumarið. Pantanir eru þegar teknar að streyma inn að sögn Georgs Aspelund eiganda Discover Iceland sem var gestur í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
541 hótelherbergi í byggingu í miðbæ Reykjavíkur
Verið er að reisa samtals 541 hótelherbergi í þremur hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa sett mikið strik í reikninginn þegar kemur að frekari hóteluppbyggingu í bænum.
Gistinóttum útlendinga fækkaði um 98 prósent í nóvember
Bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands gefa til kynna að gistinætur útlendinga hafi verið 98 prósentum færri í nóvember í ár en í nóvember í fyrra. Samkvæmt þeim voru gistinætur útlendinga um 7.000 í mánuðinum og Íslendinga um 17.000.
08.12.2020 - 09:29
Lánasjóður sveitarfélaga láni fyrir fasteignagjöldum
Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu óskuðu eftir því við sveitarfélög að fasteignagjöld yrðu felld niður á tímum kórónuveirufaraldursins.Varakrafa þeirra er að gjöldunum verði dreift með skuldabréfi til langs tíma, sem yrði fjármagnað með láni frá Lánasjóði sveitarfélaga.
10.11.2020 - 06:59
15 hótel opin af 48
15 af þeim 48 hótelum sem eru í eigu fjögurra stærstu hótelkeðja landsins eru opin, þar af eru sjö á höfuðborgarsvæðinu. Á þessum hótelum eru samtals rúmlega 5.000 herbergi en nú eru tæplega 2.200 opin. 
22.10.2020 - 06:51
Myndskeið
Hlutabótaleiðin úrræðið sem gagnaðist langbest
Næstum hvert einasta herbergi á Hótel Húsafelli hefur verið bókað í sumar. Móttökustjórinn þar segir að enn sé bókað fram á haustið, en harmar að hlutabótaleiðin standi fyrirtækjum ekki lengur til boða.
24.08.2020 - 14:03
Samdráttur gistinótta minni í júlí en júní
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands voru gistinætur á hótelum í júlí 269 þúsund. Í sama mánuði í fyrra voru þær 507.800. Samdráttur milli ára er því 47 prósent. Í júní fækkaði gistinóttum á hótelum um 79 prósent milli ára og í maí var samdrátturinn 86 prósent.
07.08.2020 - 13:31
72% færri gistinætur í júní í ár en í fyrra
Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní dróst saman um 72% samanborið við júní í fyrra. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofu Íslands.
31.07.2020 - 11:46
Vonar að hundar verði áfram velkomnir á hótel
Brögð hafa verið að því að hundaeigendur, sem gista með hunda sína á hóteli, fari ekki eftir þeim reglum sem gilda um slíkar heimsóknir. Freyja Kristinsdóttir formaður Félags ábyrgra hundaeiganda segir brýnt að reglur hótelanna séu virtar, um sé að ræða mikið hagsmunamál fyrir hundaeigendur.
Myndskeið
Hækka álögur í Covid-faraldri
Erlendar bókunarsíður hafa hækkað þóknunargjöld á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sama tíma og eftirspurn hefur stórlega dregist saman. Íslensk ferðaþjónusta greiðir milljarða króna til erlendra fyrirtækja á ári hverju.
15.07.2020 - 19:44
Spegillinn
Hótel og veitingageirinn hvarf bara
Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga starfsmanna í matvælaframleiðslu , landbúnaði og á hótelum og veitingahúsum, segir að áætla megi að af þeim 12 milljónum sem starfa í hótel- og veitingageiranum í Evrópu hafi 10 til 11 milljónir misst vinnuna vegna COVID-19. Atvinnugreinin sé hreinlega horfin og ekki verið hægt að koma henni aftur í gang nema með verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum.
23.03.2020 - 17:00
Myndskeið
Vilja byggja 100 herbergja hótel á Kjalarnesi
Hópur fjárfesta hefur hug á að reisa eitt hundrað herbergja hótel á Kjalarnesi. Skammt frá, við rætur Esju, stendur til að hefja framkvæmdir við 50 herbergja hótel í haust.
09.01.2020 - 19:30