Færslur: hótel

Myndskeið
Rússar fordæma framferði norsks ræðismanns
Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi í dag hegðun norsks ræðismanns í Rússlandi. Ráðuneytið segir framferði konunnar smánarlegt en á upptökum úr öryggismyndavélum má heyra hana og sjá hella óbótaskömmum yfir hótelstarfsmenn.
Skortur á hótelherbergjum á Akureyri
Mikill skortur er á hótelgistingu á Akureyri og bærinn er ekki tilbúinn að takast á við fjölgun ferðamanna. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands hefur áhyggjur af því að skorturinn hamli framþróun ferðaþjónustu á Norðurlandi.
20.07.2022 - 11:51
Sjónvarpsfrétt
Opna hótel í gömlu fiskvinnsluhúsi
Verið er að breyta gömlu fiskvinnsluhúsi í hótel á Árskógssandi við Eyjafjörð. Vinnslu var hætt í húsinu fyrir rúmum tuttugu árum og það hefur að mestu staðið autt síðan.
06.07.2022 - 10:16
Sjónvarpsfrétt
Staða ferðaþjónustu jafnvel betri en fyrir faraldur
Ferðaþjónustan á Norðurlandi sér fram á mjög gott sumar og sums staðar stefnir í metfjölda ferðamanna. Hóteleigendur fagna þessu og þó enn sé eitt og eitt herbergi laust, eru sum hótel orðin fullbókuð.
Færeyingar búast við metfjölda ferðamanna í sumar
Færeyingar búa sig nú undir annasamt sumar hvað fjölda ferðamanna áhrærir. Öll hótel eru að fyllast en hótelrekendur greina breytingu í kauphegðun ferðamanna.
21.05.2022 - 23:30
Tala látinna í Havana er komin upp í fjörutíu
Tala látinna eftir gassprengingu í Saratoga-lúxuhótelinu í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag er komin upp í fjörutíu. Þetta kemur fram í opinberri tilkynningu yfirvalda í landinu.
10.05.2022 - 02:20
Vitað að 31 lést í gassprengingunni í Havana
Fjöldi látinna er kominn í 31 eftir að gassprenging eyðilagði lúxushótel í Havana höfuðborg Kúbu á föstudag. Slökkvilið og björgunarmenn leita áfram í rústunum.
09.05.2022 - 01:30
Enn leitað í rústum lúxushótels í Havana
Björgunarmenn héldu áfram í dag leit í rústum Saratoga-hótelsins í Havana höfuðborg Kúbu. Vitað er að 26 fórust eftir sprengingu sem talið er að megi rekja til gasleka.
Tan vill byggja Four Seasons lúxushótel við Skálafell
Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan hefur hug á því að byggja fimm stjörnu hótel undir merkjum Four Seasons við skíðasvæðið í Skálafelli. Tan er fyrrverandi eigandi knattspyrnufélagsins Cardiff auk þess að eiga meirihluta í hótelkeðju Icelandair.
05.05.2022 - 22:01
Sexfalt fleiri gistinætur nú í mars en var í fyrra
Gistinætur á íslenskum hótelum voru sexfalt fleiri í mars en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn mikið í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
11.04.2022 - 05:00
Dregur úr atvinnuleysi í Bandaríkjunum
Störfum er tekið að fjölga að nýju í Bandaríkjunum en 431 þúsund ný störf bættust við í mars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneyti Bandaríkjanna.
Svikahrappinum Önnu Sorokin vísað frá Bandaríkjunum
Bandarisk stjórnvöld hafa vísað Önnu Sorokin sem einnig er þekkt sem Anna Delvey úr landi til síns heima í Þýskalandi.
15.03.2022 - 06:15
Sjónvarpsfrétt
„Beint flug eina leiðin til að breyta ferðahegðun“
Eftir langvarandi neikvæð áhrif faraldursins á ferðamennsku eru erlendir gestir aftur farnir að streyma til landsins. Það á einnig við á landsbyggðinni. Stjórnendur ferðaþjónustufyrirtækja fyrir norðan segja beint millilandaflug til Akureyrar skipta þar öllu máli.
17.02.2022 - 16:37
Gistinóttum fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021
Gistinóttum á öllum gerðum skráðra gististaða fjölgaði um 55% milli áranna 2020 og 2021. Fjórir af hverjum tíu gestum voru Íslendingar sem keyptu sér samtals tvær milljónir nótta á gististað í fyrra.
Maður skotinn til bana á hóteli í miðborg Stokkhólms
Maður var skotinn til bana í gestamóttöku Fridhelmsplan hótelsins í miðborg Stokkhólms höfuðborgar Svíþjóðar nú laust fyrir hádegið. Maðurinn var skotinn nokkrum skotum.
22.12.2021 - 12:39
Sjónvarpsfrétt
154 þúsund fyrir fjögurra ára lokun
Lokun hluta Lækjargötu vegna hótelframkvæmda mun vara í fjögur ár áður en umferð kemst í eðlilegt horf á ný. Fyrir ómakið hefur borgin fengið í sinn hlut rúmlega 150 þúsund krónur.
08.12.2021 - 14:35
Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149%
Gistinóttum ferðamanna hér á landi fjölgaði um 84 prósent í ágúst, miðað við sama mánuð í fyrra. Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 149 prósent, á gistiheimilum fjölgaði þeim um 78 prósent og um 67 prósent á öðrum tegundum gististaða. Sé miðað við ágúst árið 2019, sem var áður en heimsfaraldurinn skall á, hefur gistinóttum hins vegar fækkað um 27 prósent.
30.09.2021 - 11:50
Helmingi færri Íslendingar á hótelum en í fyrra
Tekjur af erlendum ferðamönnum á öðrum ársfjórðungi þessa árs námu 30 milljörðum króna, en þær voru 7,8 milljarðar á sama tímabili árið á undan. Á tólf mánaða tímabili frá júlí 2020 til júní 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 79,1 milljarður króna, en 333 milljarðar á tólf mánaða tímabili ári fyrr.
15.09.2021 - 09:44
Gistinóttum útlendinga fjölgaði um 170%
Miðað við bráðabirgðatölur fyrir júlímánuð má ætla að gistinætur á hótelum í júlí hafi verið um 364.100. Þar af voru gistinætur Íslendinga um 109.600 og gistinætur útlendinga um 254.500.
10.08.2021 - 10:33
Segir yngra fólk veikt og óttast að ný bylgja sé hafin
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir greinilegt að nú sé yngra fólk að veikjast af COVID-19. Hann segir hótel vísa smituðum gestum út og starfsfólk hans hafi þurft að sækja þá. 
Ekki hægt að sjá mun á eftirspurn ferðamanna strax
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segist ekki hafa orðið var við mikla breytingu á áhuga erlendra ferðamanna eftir að fregnir af afléttingu takmarkana fóru að berast út fyrir landsteinana. Fréttir af árangri Íslands hafi þó greinilega skilað sér í jákvæðu viðhorfi til landsins.
Ferðaþjónustan réttir úr sér
Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi og betur en vonir stóðu til. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum. Staðan er mun betri en í fyrra þó ekki sé hún sambærileg því sem var árið 2019.
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Morgunútvarpið
Útlit er fyrir skort á gistirýmum í ágúst
Teikn eru á lofti um að erfitt verði að fá gistingu á Íslandi þegar líður á sumarið. Pantanir eru þegar teknar að streyma inn að sögn Georgs Aspelund eiganda Discover Iceland sem var gestur í morgunútvarpi Rásar tvö í morgun.
Myndskeið
541 hótelherbergi í byggingu í miðbæ Reykjavíkur
Verið er að reisa samtals 541 hótelherbergi í þremur hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Kórónuveirufaraldurinn virðist því ekki hafa sett mikið strik í reikninginn þegar kemur að frekari hóteluppbyggingu í bænum.