Færslur: Hornafjörður
Öllum boðið að halda störfum sínum þegar HSU tekur við
Öllu starfsfólki dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmanneyjum býðst að halda störfum sínum og sömu kjörum og verið hefur þegar Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri þess 1. maí.
30.03.2021 - 19:01
Brugðist við samdrætti í sex sveitarfélögum
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur falið Byggðastofnun að skoða stöðu mála í sex sveitarfélögum sem hafa orðið hart úti vegna niðursveiflu í ferðaiðnaði vegna kórónuveirufaraldursins.
06.07.2020 - 15:47
36 gáma vinnubúðir brunnu til grunna
Altjón varð þegar eldur kviknaði í vinnubúðum við bæinn Hnappavelli, rétt hjá Fosshóteli Jökulsárlón síðdegis í dag. Borgþór Freysteinsson, slökkviliðsstjóri á Höfn, segir þetta hafa verið 36 gáma vinnubúðir fyrir um það bil 40 manns, og nú standi grindurnar einar eftir. Borgþór segir engan hafa verið í búðunum þegar eldurinn kom upp og að slökkvistörf hafi gengið vel. Staðurinn er milli Jökulsárlóns og Skaftafells, tæpa 30 kílómetra frá fyrrnefnda staðnum.
06.04.2020 - 01:35
Vilja kanna aðstæður til millilandaflugs á Hornafirði
Þingsályktunartillaga um millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll verður lögð fram í dag samkvæmt dagskrá Alþingis. Samkvæmt tillögunni er samgönguráðherra falið að skoða hvort nægjanlegur búnaður og aðstaða sé á Hornafjarðarflugvelli til að hægt sé að sinna þaðan millilandaflugi með minni farþegaflugvélum.
23.01.2020 - 10:41
Víðtæk áhrif loðnubrestsins
Loðnubresturinn er skellur fyrir sjómenn og starfsfólk í landvinnslu. Sumir sjá fram á að árstekjurnar skerðist um helming. Fiskvinnslufólk hefur sumt varið vikum og mánuðum í að skrúbba hvern fermetra í vinnsluhúsunum á strípuðum grunnlaunum og sveitarfélög sem mest reiða sig á loðnu eru þessa dagana að gera upp við sig hvernig skuli bregðast við tekjusamdrætti. Ríkið missir líka milljarða. Formaður samtaka sjávarútvegsfyrirtækja segir fordæmi fyrir að það aðstoði byggðir vegna aflabrests.
20.03.2019 - 19:33