Færslur: Hörgársveit

Sjónvarpsfréttir
Hús spretta upp eins og gorkúlur í Hörgársveit
Hús spretta nú upp eins og gorkúlur í Hörgársveit, einu mest vaxandi sveitarfélagi landsins. Sveitarstjórinn segir fólk sækja í sveitina en útsvarstekjur hækkuðu um tæplega 20 prósent á síðasta ári.
24.01.2022 - 14:28
Hörgársveit vill rannsókn á vistheimili á Hjalteyri
Vistheimili sem hjónin Einar og Beverly Gíslason ráku á Hjalteyri í Hörgársveit á árunum 1972 til 1979 hefur verið mikið til umræðu síðustu daga í kjölfar fréttar Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Þar lýsti fólk sem dvaldi á heimilinu í bernsku kynferðisofbeldi, öðru ofbeldi og miklu harðræði hjónanna. Nokkrir hafa stigið fram og krafist rannsóknar á heimilinu. Heimilið var í Arnarneshreppi sem sameinaðist seinna inn í Hörgársveit. Sveitarstjórnin sendi frá sér yfirlýsingu í dag og krefst rannsóknar.
Myndband
Heimsóttu bændur í stað búða á öskudaginn
Öskudegi var fagnað víða um land í dag þrátt fyrir takmarkanir. Í Hörgársveit í Eyjafirði var öllum börnum smalað í rútu og ekið milli bæja í stað þess að heimsækja verslanir á Akureyri.
17.02.2021 - 20:26
Rannsókn á bílveltu í Öxnadal enn í gangi
Rannsókn á bílslysinu í Öxnadal stendur enn yfir. Lögreglan hefur rannsakað vettvanginn og talað við vitni og bíður þess að ræða við þá sem lentu í slysinu.
11.11.2020 - 14:54