Færslur: Hörgárbraut

Barnið sem slasaðist á Álfasteini á batavegi
Barnið sem flutt var frá leikskólanum Álfasteini í Hörgársveit um miðjan dag á föstudag með sjúkraflugi til Reykjavíkur er á góðum batavegi. Lögreglan rannsakar nú tildrög slyssins.
26.10.2020 - 09:39
Dæmdar bætur vegna umferðarslyss á Hörgárbraut
Karlmaður á Akureyri og tryggingafélagið Vörður voru í gær dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða konu tvær milljónir króna í miskabætur vegna umferðarslyss sem varð 2017. Stefndu voru einnig dæmd til að greiða málskostnað.
30.09.2020 - 14:33
Hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri
Ákveðið hefur verið að setja upp hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri til að auka öryggi fyrir gangandi verfarendur. Íbúar halda fast við þá kröfu að gerð verði undirgöng á þessum stað.
31.08.2020 - 09:41
Myndskeið
Óásættanlegt að umferðaröryggi hafi ekki verið bætt
Faðir sjö ára stúlku á Akureyri sem ekið var á á Hörgárbraut í vetur segir að kergja sé í fólki yfir því að umferðaröryggi við götuna hafi ekki verið bætt. Skólarnir fari að byrja og börnin þurfi að vera örugg. Fulltrúi Akureyrarbæjar segir hraðamyndavélar vera í stillingu.
06.08.2020 - 23:02
Undirgöng ekki raunhæf við Hörgárbraut
Lagðar hafa verið til úrbætur vegna umferðaröryggis á Hörgárbraut á Akureyri. Ekki er talið raunhæfur kostur að gera undirgöng eða göngubrú. Fimm aðgerðir koma til kastanna á þessu ári.
28.04.2020 - 10:49
Ekið á stúlku á Hörgárbraut
Ekið var á unga stúlku á Hörgárbraut til móts við Stórholt á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri er líðan stúlkunnar eftir atvikum. Mikil umferð var um götuna í dag og sól lágt á lofti og því hugsanlegt að ökumaður bílsins hafi aldrei séð stúlkuna.
08.02.2020 - 17:28