Færslur: Hörður Torfason

Með okkar augum
„Ég var álitinn glæpamaður“
„Það vissu allir hver ég var,“ segir mannréttindafrömuðurinn og söngvaskáldið Hörður Torfason sem fyrstur Íslendinga kom opinberlega út úr skápnum sem samkynhneigður. Hann sætti ofsóknum og flúði land um hríð en kom til baka, ferðaðist um landið, ræddi við samlanda sína og opnaði augu þeirra.
25.08.2021 - 11:03
Enginn vildi hlusta á „kynvillingatónlist“
„Ég ætlaði að svipta mig lífi ég var svo langt leiddur,“ segir söngvaskáldið Hörður Torfason sem mætti hatri og útskúfun þegar hann kom út úr skápnum snemma á áttunda áratugnum. Hörður er mikill baráttumaður sem stofnaði Samtökin 78 og leiddi búsáhaldabyltinguna 2009. Hann er nýorðinn 75 ára og er að gefa út nýja söngva- og ljóðabók.
Hörður 70 ára í Gamla bíó
Í Konsert í kvöld bjóðum við upp á hausttónleika Harðar Torfa frá 2015 þegar hann fagnaði 70 ára afmæli sínu.
08.02.2018 - 22:10
Hörður Torfa fyrir 11 árum
Í konsert kvöldsins verða rifjaðir upp Hausttónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar sem fóru fram í Borgarleikhúsinu 16. september 2005, skömmu eftir að Hörður fagnaði 60 ára afmæli sínu.
01.09.2016 - 09:02