Færslur: Hópuppsagnir

Viðtal
Lögin handónýtt plagg ef það má hunsa þau
Lög um hópuppsagnir eru handónýtt plagg ef fyrirtæki sem skráð eru á markað geta hunsað þau, segir varaformaður Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja. Hann segir skráð félög í Kauphöll ekki njóta sérréttinda þegar komi að samráði við trúnaðarmenn. Samtökin athuga nú lögmæti hópuppsagna í vikunni.
Flugmenn virðast sýna ástandinu skilning
Kjarasamningur Icelandair og Félags íslenskra atvinnuflugmanna var kynntur flugmönnum í gær. Með honum verður gildandi kjarasamningur framlengdur frá áramótum til septemberloka á næsta ári. Þá verður launahækkun frestað frá 1. október til 1. apríl.
28.09.2019 - 12:43
Uppsagnir áfall en bankakerfið of dýrt
Forsætisráðherra segir í tilefni af uppsögnum í bönkunum að það sé mikið áfall fyrir fólk að missa vinnuna en hins vegar hafi verið bent á að íslenska fjármálakerfið sé tiltölulega dýrt. Lækkun sérstaks fjársýsluskatts ætti þó að gera létt rekstur fjármálafyrirtækja. 
28.09.2019 - 12:32
Viðtal
Hugsanlega stærsta hópuppsagnaár frá hruni
Hundrað starfsmenn Arion banka misstu vinnuna í dag. Fleiri hafa ekki misst vinnuna í einu hjá fjármálafyrirtæki síðan haustið 2008. Hugsanlega verður árið í ár stærsta hópuppsagnaárið frá hruni. Forstjóri Vinnumálastofnunar telur að botninum sé ekki alveg náð. Hún skrifar hópuppsagnirnar nú á efnahagsástandið og aukna sjálfvirknivæðingu. 
Á annað hundrað missa vinnuna hjá Korninu
Á annað hundrað starfsmönnum bakarískeðjunnar Kornsins hefur verið sagt upp störfum, 120 manns. Fyrirtækið hefur glímt við rekstrarerfiðleika. 
21.12.2018 - 11:59
  •