Færslur: Hópsýking

Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að hindra að svona komi fyrir aftur
Landspítalinn er í megindráttum sammál niðurstöðum skýrslu Embættis landlæknis á hópsýkingunni á Landakoti í október. Framkvæmdastjóri lækninga segir mikilvægt að bæta úr á spítalanum til að hindra að svona komi upp aftur. 
16.06.2021 - 19:00
Kastljós
Værukærir stjórnendur hefðu þurft að gera betur
Niðurstöður sem fram komu í skýrslu sem Landspítalinn vann í kjölfar hópsýkingarinnar sem þar kom upp á síðasta ári tiltóku húsakost, loftræstingu, þrengsli og undirmönnun meðal helstu ástæða fyrir því hve illa fór. Úttekt landlæknis bendir aftur á móti á kerfislæga þætti á borð við ófullkomna hólfaskiptingu, ófullnægjandi fræðslu og þjálfun starfsmanna, og eftirlit með fylgni þeirra við sóttvarnarreglur – atriði sem stjórnendur spítalans bera ábyrgð á.
15.06.2021 - 21:28
Geta og þekking verður að vera til í glímu við faraldra
Íslensk erfðagreining byrjaði í gær að boða fólk í handahófsskimanir vegna hópsýkinganna sem nú hafa komið upp.
Kastljós
„Ég veit ekki í hverju mistökin ættu að vera fólgin“
Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítalans, segist ekki sjá í hverju mistök stjórnenda spítalans ættu að vera fólgin í tengslum við hópsýkinguna á Landakoti. Már var gestur Einars Þorsteinssonar í Kastljósi kvöldsins. 
16.11.2020 - 20:59
Lengi vitað að aðstæður á Landakoti væru ekki góðar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það hafi legið fyrir í marga áratugi að aðstæður á Landakoti væru ekki nægilega góðar til vernda sjúklinga gegn farsóttum. Hann segir að niðurstaða skýrslu Landspítalans um hópsýkinguna í síðasta mánuði komi ekki á óvart.
15.11.2020 - 12:30
Átta COVID-sjúklingar lagðir á Landspítalann í gærkvöld
Mikið álag er nú á Landspítalanum og í gærkvöld voru lagðir þar inn átta sjúklingar með COVID-19, segir Víðir Reynisson. Aðeins nítján smit greindust í gær. Ein vika hefur nú liðið þar sem fá smit hafa greinst. 
06.11.2020 - 12:44
Næstflestu hópsmitin tengd Ölduselsskóla
Að hópsmitinu á Landakoti frátöldu er næstfjölmennasta hópsmitið tengt Ölduselsskóla í Reykjavík. 44 smit eru tengd skólanum. Skólahald hófst aftur í morgun. 
Enginn smitaður í 612 manna úrtakinu á Akranesi
Enginn reyndist smitaður af COVID-19 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar á slembiúrtaki íbúa Akraness. Alls voru 612 íbúar skimaðir í dag, tæplega tíu prósent Skagamanna. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, greindi frá þessu við fréttastofu.
02.08.2020 - 22:14
Myndskeið
Tæplega tíu prósent Skagamanna skimuð í dag
Tæplega tíu prósent Skagamanna voru skimuð fyrir kórónuveirunni á Akranesi í dag. Bæjarstjórinn segir að ótti hafi gripið um sig þegar hópsýking kom upp, en hann gleðst yfir samheldni bæjarbúa sem brugðust hratt og vel við beiðni um sýnatöku.
02.08.2020 - 19:42
Skima allt að sex hundruð á Akranesi í dag
Íslensk erfðagreining bætti í skimun vegna hópsýkingar á Akranesi og hleypir nú um hundrað fleiri í skimun í dag. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að skimun gangi vel og því var hægt að bæta við fleiri plássum.
02.08.2020 - 14:15

Mest lesið