Færslur: Hópsmit

Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.  
Bjartsýnn á að opna megi allt að nýju í Þorlákshöfn
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, er bjartsýnn á að hægt verði að hefja ýmsa þá starfsemi sem hefur verið lokuð í Þorlákshöfn þegar í næstu viku á hefðbundnum nótum. Ekkert smit greindist þar utan sóttkvíar í gær en tvö smit hjá fólki sem hafði verið lengi í sóttkví.
01.05.2021 - 13:07
90 nemendur og 30 starfsmenn í sóttkví
Um 90 nemendur á yngra stigi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og um 30 starfsmenn eru komin í sóttkví eftir að nemandi greindist með COVID-19. Barnið var síðast í skólanum á þriðjudag en greindist fyrst á laugardag.
26.04.2021 - 09:10
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn
Hópsmit virðist komið upp í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segir þó að ekki sé um stóran hóp að ræða og vonast sé til að nægilega snemma hafi verið gripið inn í til að komast hjá frekari útbreiðslu veirunnar.
26.04.2021 - 04:56
Með hönd á byssunni en ekki búinn að draga hana upp
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst ávallt viðbúinn að grípa til harðari aðgerða í sóttvörnum en öll smit gærdagsins tengjast leikskólanum Jörfa. Yfir fjögurþúsund sýni voru tekin í gær sem er með því mesta sem verið hefur en 21 greindist með COVID-19.   
„Óþægilegt“ að fá hópsmit í hverfið
Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa og Skóla og frístundasvið Reykjavíkurborgar sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu en að hann vildi sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum. 
Viðtal
Yfir 20 kórónuveirusmit greindust í gær
Rúmlega 20 smit greindust innanlands í gær. Þetta sagði Runólfur Pálsson, yfirmaður COVID-19 göngudeildar Landspítalans í Morgunútvarpinu á Rás 2. Hann leggur áherslu á að tölurnar séu ekki staðfestar og vonast til að meiri hlutinn hafi verið í sóttkví þegar hann greindist.
Drengir og þjálfarar úr 5. flokki Þróttar í sóttkví
Nú er unnið að sótthreinsun íþróttahúss Þróttar eftir að kórónuveirusmit kom upp í fimmta flokka drengja. Búist er við að sótthreinsun ljúki síðar í dag, þá verður óhætt að opna húsið að nýju og gert ráð fyrir að æfingar verði með eðlilegum hætti síðdegis.
Einn á sjúkrahúsi með COVID-19
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að einn hafi verið lagður inn í nótt vegna COVID-19. Hann kveðst ekki vita hvort viðkomandi greindist við landamærin en telur líklegast að svo sé.
Þórólfur segir tilslakanir ólíklegar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að frekar ólíkt sé að hann leggi til tilslakanir á sóttvörnum fyrir 17. mars. Hann segir að góðar líkur séu á að tekist hafi að komast fyrir hópsmitið sem upp kom um síðustu helgi. 
Ekki sloppin fyrir horn þrátt fyrir ánægjulegar tölur
„Við erum ekki alveg sloppin fyrir horn en það er ánægjulegt að fá þessar tölur. En þar sem það tekur nokkurn tíma fyrir smit að greinast eftir að smit hefur orðið og eins fyrir fólk að veikjast sem hefur smitast, þá þurfum við að láta nokkra daga líða,“ segir Þórólfur. Ekkert smit greindist innanlands í gær en á síðustu dögum hafa fjórir greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar innanlands, utan sóttkvíar. Smitin tengjast landamærasmiti.
Hópsmit og ekki líkur á tilslökunum 17. mars
Þeir tveir sem greindust utan sóttkvíar í gær tengjast hinum þremur sem smitaðir eru af breska afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnalæknir segir að þetta sé hópsmit en að fjórða bylgja faraldursins sé ekki hafin. Þá segir hann ólíklegt að slakað verði á takmörkunum í næstu viku.  
09.03.2021 - 12:30
Hugsanlegt að fjórða bylgjan hefjist svona
Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands um helgina og hugsanlegt að fjórða bylgja faraldursins sé í uppsiglingu. Þau smituðu búa í sama stigagangi fjölbýlishúss í Reykjavík. Annað þeirra er starfsmaður á Landspítalanum þar sem tugir eru nú komnir í sóttkví. Starfsmaðurinn sótti stórtónleika í Hörpu á föstudag. 
07.03.2021 - 18:54
Sautján andlát eru rakin til hópsmitsins á Landakoti
Sautján andlát eru nú rakin til hópsmitsins á Landakoti. Flestir sem létust vegna þess létust á Landspítala, en einnig eru andlát á Suðurlandi rakin til smitsins.
Hertar aðgerðir í Sydney
Hundruðum þúsunda íbúa Sydney-borgar í Ástralíu er fyrirskipað að halda sig heima í dag og næstu þrjá daga eftir að klasasmit COVID-19 fór úr böndum í borginni.
18.12.2020 - 06:15
Útgöngubann í Suður-Ástralíu dregið til baka
Sex daga strangt útgöngubann sem fyrirskipað í Suður-Ástralíu fylki verður stytt um tvo daga. Að sögn Steven Marshall forsætisráðherra fylkisins hefur komið á daginn að maður sem hafði sagst hafa keypt og farið heim með pizzu af veitingastað var í raun starfsmaður þar.
Útgöngubann fyrirskipað í Suður-Ástralíu
Gripið hefur verið til sex daga útgöngubanns í Suður-Ástralíu fylki eftir að hópsmit kom upp í höfuðborginni Adelaide.
18.11.2020 - 03:29
Viðtal
Páll: Alvarlegasta atvikið í starfstíð minni
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir að hópsýkingin sem upp kom á Landakotsspítala í október hafi verið alvarlegasta atvikið í sögu spítalans í hans starfstíð. Í skýrslu spítalans um málið sem kynnt var í dag segir að aðstæður og aðbúnaður á Landakoti hafi verið til þess fallið að auka líkur á dreifingu kórónuveirunnar. Ekki stendur til að taka húsnæðið úr notkun.
Landspítali undirbýr afléttingu neyðarstigs
Landpítali hefur hafið undirbúning að afléttingu neyðarstigs sem var lýst yfir 25. október. Stefnt er að því að færa spítalann á hættustig á morgun. Þetta er gert í kjölfar mats viðbragsstjórnar og farsóttanefndar spítalans um að tök hafi náðst á hópsmitinu sem kom upp á Landakoti og að spítalinn sé í stakk búinn að starfa á hættustigi.
Sex smit rakin til hópsmits á Vesturlandi
Fjögur af þeim 26 kórónuveirusmitum sem greindust í gær tengjast hópsýkingu sem upp kom á Vesturlandi, en alls eru að minnsta kosti sex smit rakin til þessara hópsýkingar. Fólkið sem smitaðist hefur allt tengsl við sama fyrirtækið á Akranesi.
„Borgar sig ekki að fagna of snemma“
„Ég held að við þurfum bara að sjá hvort þróunin verður ekki svipuð. Það er að greinast talsverður fjöldi frá Norðurlandi, það er erfitt að sjá hvort það er búið að ná utan um hópsýkinguna í Eyjafirðinum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. 27 greindust með COVID innanlands í gær, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að stór hluti þeirra sé frá Norðurlandi eða fjórtán. 10 voru utan sóttkvíar í gær.
03.11.2020 - 11:59
Níu rúma COVID-deild opnuð á Landakoti
COVID-deild með níu einbýlum var opnuð á Landakoti á laugardaginn. Henni er ætlað að bregðast við mikilli þörf fyrir innlagnir fólks með sjúkdóminn.
02.11.2020 - 15:07
Næstflestu hópsmitin tengd Ölduselsskóla
Að hópsmitinu á Landakoti frátöldu er næstfjölmennasta hópsmitið tengt Ölduselsskóla í Reykjavík. 44 smit eru tengd skólanum. Skólahald hófst aftur í morgun. 
Viðtal í heild sinni
Látnir vinna veikir segir háseti á COVID–togaranum
Erfitt var að horfa upp á þá veikustu, segir háseti á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem nær allir veiktust af COVID. Fara hefði átt í sýnatöku í stað þess að láta menn vinna veika en ekki líðist að andmæla skipstjóranum. Þriggja daga einangrun var í boði fyrir þá fyrstu sem veiktust um borð. Þremur vikum síðar var fyrst farið í sýnatöku. Hásetinn segir að eftir að þeim var tilkynnt um smitið hafi þeim verið sagt að halda áfram að vinna. 
Viðtal
Engin þörf á lokunum - mikið lagt upp úr smitvörnum
Með því að leyfa bardagaklúbbum og öðru snertisporti að halda áfram en loka líkamsræktarstöðvum er verið að senda almenningi þau skilaboð að þær séu stórhættulegir staðir. Þetta sagði Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðvarinnar World Class í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.