Færslur: Hópsmit

Myndskeið
Tvær hópsýkingar líklega í gangi eftir ný smit í dag
Smit í tveimur konum sem greindust fyrst með kórónuveirusmit viku eftir komuna til landsins hafa valdið innanlandssmitum. Þegar hefur hópsmit verið staðfest vegna konunnar sem kom fyrr til landsins. Konan, sem kom síðar til landsins hefur nú smitað fjóra og því virðist sem upp sé komin hópsýking. Níu hælisleitendur eru í sóttkví í farsóttarhúsinu.
Uppruni hópsmitsins hugsanlega annar en talið var
Uppruni hugsanlegs hópsmits, sem hefur valdið því að hundruð manns eru nú í sóttkví, kann að vera allt annar en talið var. Starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar hefur verið kallað út til að komast að hinu sanna. Á meðan eru gestir úr fimm veislum sem haldnar voru síðustu helgi komnir í sóttkví. 
Ljúki sóttkví þó sýnataka sé neikvæð
Allir þeir sem gert er að sæta 14 daga sóttkví vegna mögulegs kórónuveirusmits þurfa að ljúka sóttkví, jafnvel þó að sýnataka á tímabilinu gefi neikvæða niðurstöðu. 
27.06.2020 - 11:39