Færslur: Hópsmit

Hópsmit á hjúkrunarheimilinu í Vestmannaeyjum
Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Þrír til viðbótar bíða enn eftir niðurstöðu úr sýnatöku.
Óli Björn Kárason sjöundi þingmaðurinn með covid
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann er sjöundi þingmaðurinn sem greinist í kjölfar hópsmits á Alþingi.
20.12.2021 - 20:50
Sjónvarpsfrétt
Ekki hefðbundinn þingfundur á morgun vegna hópsmits
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greindi frá því í viðtali við fréttastofu í kvöld að ekki yrði hægt að halda hefðbundinn þingfund á morgun vegna hópsmits kórónuveirunnar. Hann segir standa til að funda á þriðjudag og þau reyni að haga skipulagi sínu svo þingstörfin raskist sem minnst vegna smitanna.
19.12.2021 - 19:53
Smitin tengd Alþingi orðin ellefu
María Rut Kristinsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar og aðstoðarmaður flokksformannsins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, hefur greinst með kórónuveiruna. Hún er sú ellefta sem greinist í tengslum við hópsmitið á Alþingi. Nú hafa þá sex þingmenn, einn varaþingmaður og fjórir starfsmenn greinst smitaðir.
Sjónvarpsfrétt
Sigmar á sóttkvíarhóteli og vonar að fjölskyldan sleppi
Sumir vinnustaðir hafa farið illa út úr faraldrinum, og nýjasta dæmið er sjálft Alþingi Íslendinga. Sex þingmenn hafa greinst með Covid, einn úr Samfylkingu og allir fimm í þingflokki Viðreisnar. Starfsmenn flokksins hafa líka greinst með smit. Forseti Alþingis ætlar að funda með þingflokksformönnum á morgun til að fara yfir það hvernig hægt sé að halda þinginu starfhæfu í næstu viku.
18.12.2021 - 19:41
Þorgerður Katrín kemst ekki til Þýskalands vegna covid
Að minnsta kosti sex Alþingismenn og starfsmenn þingflokka eru smitaðir af Covid-19. Ekki liggur þó fyrir hversu margir þurfa að fara í sóttkví vegna þessara smita. Skrifstofustjóri Alþingis segir að nefndarfundir verði haldnir í gegnum fjarfundarbúnað á mánudag.
18.12.2021 - 12:47
Oddný og Þorgerður meðal smitaðra þingmanna
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingar, greindi frá því á Facebook síðu sinn í kvöld að hún væri meðal þeirra þingmanna sem greindust með COVID-19 síðdegis. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona og formaður Viðreisnar, gerði slíkt hið sama og tilkynnti á Facebook síðu sinni hún væri einnig smituð.
Sjónvarpsfrétt
Alþingi ekki friðheilagt gegn veirusmitum
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir ekki sé vitað hvort kórónuveirusmitin sem greinst hafa meðal þingmanna hafi smitast milli manna innan Alþingishússins. Hann bendir á að þingmenn sitji með töluverða fjarlægð sín á milli, noti grímur þegar þarf, fari reglulega í hraðpróf og sinni persónulegum smitvörnum. Hann segir þingið ekki heilagt gegn veirusmitum.
17.12.2021 - 19:24
Skólahald víða úr skorðum
Alls greindust 95 manns með kórónuveiruna í gær, þar of voru 53 í sóttkví við greiningu. Auk þess greindust 17 smit á landamærunum og voru greind smit í gær því alls 112.
29.11.2021 - 11:50
Ólíklegra að hópsmit verði á LSH vegna bólusetninga
Smit hafa greinst bæði á geðdeildinni á Kleppi og á bráðaöldrunarlækningadeild Landspítala síðan í gær. Hildur Helgadóttir, verkefnisstjóri farsóttarnefndar segir að strangar sóttvarnarreglur og góð þátttaka í bólusetningum hefti útbreiðslu smita innan spítalans.
Hópsmit á Dalvík og í Grundarfirði hefur víðtæk áhrif
Hópsmit sem komið hafa upp á Dalvík og í Grundarfirði síðustu daga hafa mikil áhrif á samfélagið. Skólar, íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokuð á báðum stöðum. Von er á miklum fjölda í sýnatöku á Dalvík í dag.
22.11.2021 - 13:07
Allir skólastarfsmenn á Akranesi skimaðir
Yfir 100 virk kórónuveirusmit eru nú á Akranesi, en hægt hefur á útbreiðslu í bænum eftir mikla fjölgun smita undanfarna viku. Allir starfsmenn skóla og frístundastarfs í bænum fóru í skimun í morgun, óvíst er hvort skólar verða opnaðir eftir helgi.
Níu starfsmenn FSu smitaðir
Níu starfsmenn Fjölbrautaskólans á Suðurlandi eru smitaðir af kórónuveirunni. Sex þeirra eru kennarar. Skólabyggingin verður lokuð í dag, annan daginn í röð, og sækja nemendur fjarkennslu. Olga Lísa Garðarsdóttir skólastjóri segir að ekki sé komið í ljós hvernig kennararnir smituðust. Í gærdag voru sex starfsmenn smitaðir en í sýnatökum gærdagsins greindust þrjú ný smit.
Viðtal
Ekki vitað hvernig fimm starfsmenn FSu smituðust
Fimm starfsmenn við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi eru með covid-smit og því verður skólinn lokaður í dag og líklega næstu daga. Sumir starfsmannanna eru kennarar. Þá hefur einnig greinst smit hjá nemanda, segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari.
Réttarhöld hefjast á morgun vegna smitanna í Ischgl
Réttarhöld hefjast í Vínarborg í Austurríki á morgun vegna viðbragða þarlendra stjórnvalda við kórónuveirusmitum á skíðasvæðinu Ischgl í mars á síðasta ári. Þúsundir manna frá 45 löndum segjast hafa smitast af COVID-19 þar og þannig dreift veirunni víða um heim.
17.09.2021 - 03:20
Óttast hópsmit á Vestfjörðum - Skima 80 manns í dag
Áttatíu eru í sóttkví eftir að tveir nemendur við Grunnskólann á Ísafirði greindust með kórónuveiruna. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, telur óhætt að segja að hópsmit sé komið upp fyrir vestan. Hann staðfestir þá við fréttastofu að smitin í skólanum megi rekja til áhafnar togarans Páls Pálssonar en starfsmaður greindist þar um borð í síðustu viku.
29.08.2021 - 13:06
Skoða hvort erlend ríki geti sótt smitaða hér á landi
Um þrjátíu manna hópur Ísraela er smitaður af kórónuveirunni. Stjórnvöld skoða nú hvort önnur ríki geti staðið fyrir flutningi covid-smitaðra til heimalanda þeirra.
16.08.2021 - 16:25
Óhjákvæmileg fjölgun smita fylgir fjölgun ferðamanna
Íslensk erfðagreining vinnur að raðgreiningu fimm smita sem greindust í gær. Kári Stefánsson, forstjóri, segir fjöldann sem kemur núna yfir landamærin slíkan að búast megi við talsverðum fjölda smitaðra dag hvern.
Grímuskylda í Sydney vegna útbreiðslu delta-afbrigðis
Íbúar í Sydney í Ástralíu þurfa frá og með deginum í dag að bera grímur í strætisvögnum eða öðrum almenningsfarartækjum. Heilbrigðisyfirvöld tóku þá ákvörðun eftir að fjórða tilfellið af hinu mjög svo smitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar greindist í borginni.
Sjónvarpsfrétt
Mikilvægt að hindra að svona komi fyrir aftur
Landspítalinn er í megindráttum sammál niðurstöðum skýrslu Embættis landlæknis á hópsýkingunni á Landakoti í október. Framkvæmdastjóri lækninga segir mikilvægt að bæta úr á spítalanum til að hindra að svona komi upp aftur. 
16.06.2021 - 19:00
Hópsmit virðist komið upp í Nuuk á Grænlandi
Landlæknir Grænlands staðfestir að fimm ný kórónuveirusmit eru komin upp í Nuuk, höfuðstað landsins. Því er ákveðið að grípa til harðra ráðstafana til að stöðva útbreiðslu smita, þar á meðal er allt flug til og frá bænum bannað.
16.06.2021 - 00:20
Sjónvarpsfrétt
Vonbrigði hvað breiddist mikið út inni á Landakoti
Alma D. Möller landlæknir segir vonbrigði hvað útbreiðsla kórónuveirusmita hafi verið mikil í hópsýkingunni á Landakoti í fyrra, þegar fimmtán létust. Orsakir hennar eru meðal annars ófullkomin hólfaskipting, ófullnægjandi fræðsla starfsmanna og skortur á sýnatöku. 
15.06.2021 - 18:18
Slakað á sóttvarnareglum á Grænlandi
Slakað hefur verið á hertum sóttvarnareglum í Nuuk, höfuðstað Grænlands, enda hefur tekist að finna uppruna lítils hópsmits sem kom þar upp í síðustu viku. Grænlenska flugfélaginu Air Greenland er nú heimilt að flytja 810 farþega vikulega frá Danmörku til Grænlands.
03.06.2021 - 14:31
Víðir bjartsýnn á að slaka megi á sóttvarnareglum
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir ástæðu til bjartsýni á að enn megi slaka á sóttvarnareglum um miðjan mánuð, enda minnki líkur á stórum hópsmitum. Núgildandi reglugerð um takmarkanir innanlands gildir til 16. júní.
Bjartsýnn á afléttingu sóttvarnaráðstafana í Skagafirði
Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að ef ekki kemur upp smit utan sóttkvíar á næstu dögum verði stefnt að afléttingum sóttvarnarráðstafana um helgina.