Færslur: Hoppukastali

Varanlega sköðuð eftir hoppukastalaslys
Í gær, 1. júlí, var ár liðið frá því að sex ára stúlka slasaðist alvarlega í hoppukastalaslysi á Akureyri. Um 100 börn voru í hoppukastalanum þegar hann tókst á loft. Sjö voru flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri og Klara, sem nú er sex ára, var flutt á Landspítalann og hefur verið í endurhæfingu síðan.
Hoppukastalaslysið á Akureyri á leið í ákærumeðferð
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á slysi sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri í júlí í fyrra er á lokastigi. Stutt er í að málið fari til ákærusviðs. Sex ára barn slasaðist alvarlega í slysinu.
Rannsókn á hoppukastalaslysi á Akureyri á lokametrunum
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi sem varð varð á Akureyri 1. júli síðastliðinn er mjög langt komin. Eitt barn, sex ára, slasaðist mikið í slysinu.
Sjónvarpsfrétt
Hoppukastalaslysið - hópur til stuðnings Klöru
Rannsókn lögreglunnar á hoppukastalaslysinu á Akureyri í fyrrasumar er langt komin. Sex ára stúlka sem slasaðist mjög alvarlega er ennþá í endurhæfingu. Hún er ofurhetja segir einn stofnenda stuðningshóps á Facebook. Móðir stúlkunnar var öðrum hvatning til að taka rækilega á í útivist og hreyfingu.