Færslur: Hönnunarmiðstöð

Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Tekjur hönnuða og arkitekta dragast saman um 50-100%
Hönnunarmiðstöð Íslands kannaði nýlega tekjumissi arkitekta og hönnuða og skort á verkefnum eftir að COVID-19-faraldurinn blossaði upp hér á landi. Niðurstöðurnar voru sláandi og sýna að flest fyrirtæki og einyrkjar hafa misst mjög stóran hluta af tekjum sínum. Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands vill að stjórnvöld komi meira til móts við starfsfólk í þessum greinum.
Íslensk hönnun á erindi við heiminn
Allt í manngerðu umhverfi okkar er hannað með einum eða öðrum hætti og vitund Íslendinga um mikilvægi góðrar hönnunar er að aukast. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstövar, var gestur Víðsjár þar sem undanfarið hefur verið rætt um erindi íslenskra lista við hinn stóra heim.
16.02.2019 - 11:50