Færslur: Hönnunarmars

Pistill
Áhugavert hönnunarlegt inngrip í villta náttúru
Hönnunarmars fór fram í maí þetta árið. Ólöf Gerður Sigfúsdóttir kíkti á og fjallaði um hátíðina.
Kastljós
Allt frá gervifeldi úr ull til bygginga úr hrauni
Í ár verður mikið um að stórar hátíðir séu haldnar í fyrsta sinn frá því fyrir faraldur. Það á til dæmis við um Hönnunarmars, sem ekki hefur verið haldin með sama krafti og vant er frá því áður en faraldurinn hófst. Það er því uppsöfnuð sýniþörf meðal íslenskra hönnuða og við hin fáum að njóta góðs af því.
07.05.2022 - 12:05
Myndskeið
Sund, rúturúntur og skart á Hönnunarmars
Hátt í 90 sýningar eru á Hönnunarmars í ár, sem teygir anga sína um Stór-Reykjavíkursvæðið í 5 daga.
19.05.2021 - 19:52
Viðtal
Hönnunarmars er kominn að kveða burt snjóinn
Með rísandi sól, slaknandi samkomutakmörkunum og auknu hlutfalli bólusettra birtir yfir í hugum margra landsmanna. Það mætti því segja viðeigandi að vorboðinn ljúfi, Hönnunarmars, fari fram í vikunni tveimur mánuðum of seint eða kannski akkúrat á réttum tíma.
18.05.2021 - 14:42
Pistill
Kaðlar, hnútar og nótir í miðju kafi
Öllum hnútum kunnug er fyrirferðarlítil en áhugaverð sýning, segir Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sjónlistarrýnir. Þar vinna þrír listamenn saman að því að rekja upp þræði reipisins og skoða það í sögulegu, menningarlegu og fagurfræðilegu samhengi.
„Gerum okkur grein fyrir að það er töluverð óvissa“
Þórey Einarsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, segir að undirbúningur fyrir hátíðina á næsta ári sé þegar farinn af stað. Henni þykir ótrúlegt að það séu aðeins fjórir mánuðir síðan hátíðin fór síðast fram því henni líði eins og það hafi verið í fyrra. Opnað hefur verið fyrir umsóknir á hátíðina.
03.11.2020 - 14:20
Hönnunarmars 2021 fer fram í maí
Borgarhátíðin HönnunarMars fer fram dagana 19-23. maí á næsta ári.
29.10.2020 - 12:34
„Magnað að sjá hvað hönnunarsamfélagið er öflugt“
„Það er búið að vera galið að skipuleggja stærstu hönnunarhátíð Íslands með yfir 80 viðburði og 100 sýnendur á tímum samkomubanns,“ segir Þórey Einarsdóttir stjórnandi Hönnunarmars, sem hófst í gær.
25.06.2020 - 14:50
Myndskeið
Hægt að fræðast um Borgarlínuna á nýrri sýningu
Hönnun borgarlínunnar og legu hennar eru gerð skil á gagnvirkri sýningu á Hönnunarmars í Ráðhúsi Reykjavíkur næstu sjö daga.
18.06.2020 - 22:00
Morgunútvarpið
HönnunarMars verður í júní
Nýlega bárust af því fréttir að Hönnunarmars hefði verið frestað fram á sumar. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, segir að allt hafi verið reynt til að halda hátíðina í mars og meðal annars kannaður möguleikinn á að halda rafrænan Hönnunarmars. Niðurstaðan varð að sú að frestun var óumflýjanleg.
12.03.2020 - 11:24
Hönnunarmars frestað til sumars vegna COVID-19
Stjórn og stjórnendur Hönnunarmars hafa ákveðið að fresta hátíðinni til júní vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
11.03.2020 - 12:55
Lestarklefinn - Hönnun, Afsakanir og Gervais
Rætt verður um Hönnunarmars, hljómplötuna Afsakanir með Auði og sónvarpsseríuna After Life eftir Ricky Gervais.
29.03.2019 - 16:27
Miklir möguleikar í textíl
„Fólk vill sögur á bak við hlutina sem það velur sér og meðvitund um umhverfisáhrif þess sem við notum er alltaf að aukast,“ segir Ragna Fróðadóttir, formaður Textílfélagsins, en félagið opnaði sýninguna Líf eftir líf í tengslum við HönnunarMars í Veröld, húsi Vigdísar.
Sambýli sem vörn gegn einmanaleika
Kommúnur hippatímans gætu snúið aftur í uppfærðri útgáfu á næstu áratugum, þar sem sífellt fleiri geta hugsað sér að deila hluta af heimilum sínum með öðrum. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli hönnuða sem tóku þátt í Design Talks á Hönnunarmars, sem vinna nú að því að þróa híbýli framtíðarinnar.
07.04.2018 - 08:00
Selir, timbur og 1.200 skópör á Hönnunarmars
Grámi vetrar vék fyrir mynstri, formum og litum í Reykjavík þegar Hönnunarmars breiddi úr sér dagana 15. - 18. mars. Hönnunarmars var fyrst haldinn árið 2009 í eftirköstum efnahagshruns. Hátíðinni hefur vaxið ásmegin síðan þá og sífellt meiri áhersla er lögð á sjálfbærni.
22.03.2018 - 14:43
Erlendir hönnuðir á heimsmælikvarða í Hörpu
„Stemningin fyrir hátíðinni hefur þróast síðustu 10 ár en hún er búin að vera að stækka og þéttast,“ segir Sara Jónsdóttir stjórnandi Hönnunarmars 2018. Hátíðin verður sett í tíunda sinn í Hafnarhúsinu í dag. Hluti af hátíðinni er ráðstefnan DesignTalks auk hundrað og fimmtán viðburða og sýninga af ýmsu tagi.
15.03.2018 - 10:42
Hönnuðir marsera í átt að sjálfbærni
Sjálfbærni og möguleikar hönnuða og arkitekta til að stuðla að vistvænni lifnaðarháttum voru í forgrunni á Hönnunarmars, sem haldinn var í níunda sinn nú um helgina. Níu greinar hönnunar sameinuðust á 130 viðburðum á um 80 stöðum.
29.03.2017 - 13:09
Svartur sandur og skærgrænn mosi innblásturinn
Stólaábreiður saumaðar af sýrlenskum flóttakonum, gæruhnoðri sem jarmar vélrænt, fatalína innblásin af svörum sandi og skærgrænum mosa og sýnishorn af klæðaburði rússneska aðalsins á 19. öld, er meðal þess sem gefur að líta á Hönnunarmars. 
25.03.2017 - 19:30
Hönnun er eins og borðtennis - fram og tilbaka
HönnunarMars hefst 23. mars og stendur fram á sunnudaginn 26. mars. Í Víðsjá á Rás 1 var rætt við hönnuðinn Guðmund Lúðvík sem býr og starfar í Danmörku og hefur um árabil kannað form og notagildi í gegnum list og hönnun. Guðmundur sýnir nú verk sín á sýningu sem hann kallar Glímu en sýningin er hluti af HönnunarMars að þessu sinni.
22.03.2017 - 16:05
Hönnunarveisla um alla borg
Hinn árlegi HönnunarMars fór fram um helgina. Þetta er í áttunda sinn sem hátíðin er haldin þar sem hönnuðir og arkitektar sýna almenningi verk sín á skemmtilegan hátt. Hér má sjá brot af því sem í boði var um helgina.
16.03.2016 - 11:23
Gamalt dót úr fjörunni og píkupopp
Hönnuðir og arkitektar opnuður dyr sínar uppá gátt um helgina og sýndu almenningi afrakstur síðustu mánaða á HönnunarMars. Meðal þess sem sjá mátti voru hlutir hannaðir útfrá efnivið sem rekur á fjörur landsins, verk innblásin af kynfærum og fljótandi dansarar í Sundhöll Reykjavíkur.
18.03.2015 - 14:54
Búast við tugþúsundum gesta á HönnunarMars
HönnunarMars hefst á morgun fimmtudag í sjöunda sinn. Hátíðin hefur aldrei verið stærri í sniðum, yfir hundrað viðburðir eru á dagskránni en þeir eru skipulagðir af hönnuðum og arkitektum.
11.03.2015 - 14:44
„Ég var óþolandi“
Sigga Heimis iðnhönnuður og þróunarstjóri smávöru hjá IKEA segir .
06.03.2015 - 18:45
HönnunarMars 2014
Hönnuðir og arkitektar opnuðu gestum dyr sínar um helgina og sýndu kraftinn sem býr í þessari ört vaxandi atvinnugrein. Djöflaeyjan var á staðnum.
02.04.2014 - 10:31
Hönnunarmars nálgast
Á fimmtudag fram á sunnudag verður borgin iðandi af sköpun þegar HönnunarMars fer fram í sjötta sinn. Yfir hundrað viðburðir eru á dagskránni. Við heimsóttum nokkra hönnuði og fengum að sjá brot af því sem í boði verður.
26.03.2014 - 09:48