Færslur: Hönnun

Safnari greiddi 19 milljarða fyrir sportbíl
Sportbíll af gerðinni Mercedes-Benz 300 SLR Uhlenhaut Coupé árgerð 1955 var seldur fyrir metfjárhæð á uppboði fyrr í mánuðinum. Almennt þættu kaup á bíl ekki til tíðinda en RM Sothebys uppboðshúsið annaðist söluna.
20.05.2022 - 05:10
Lifandi hafnarhverfi við Torfunef á Akureyri
Lifandi hafnarhverfi við Torfunef á Akureyri og fjölbreytt starfsemi fyrir íbúa og ferðamenn er einkenni vinningstillögu um hönnun svæðisins við gömlu Torfunefsbryggjuna. Arkitektastofan Arkþing/Nordic hlaut fyrstu verðlaun en Arkþing hannaði einnig menningarhúsið Hof.
28.04.2022 - 09:03
Sjónvarpsfrétt
Hönnun húss úr hlöðutóftum vekur heimsathygli
85 ára gömlum hlöðutóftum á Skarðsströnd í Dölum hefur nú verið breytt í íbúðarhús og vinnustofu listamanns. Hönnun hússins hefur vakið heimsathygli.
29.12.2021 - 11:56
Handverk og hönnun lagt niður um áramót
Sýningin Handverk og hönnun verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur nú í nóvember í tuttugasta og líklega síðasta sinn. Fjárframlög til sjálfseignarstofnunarinnar Handverks og hönnunar hafa ekki hækkað frá því fyrir hrun og hefur báðum starfsmönnum þess verið sagt upp. 
11.11.2021 - 09:17
Myndskeið
Litríkir hverafuglar til sýnis á Garðatorgi
Glatt var á hjalla á Garðatorgi í Garðabæ síðastliðinn þriðjudag þegar fyrsta Barnamenningarhátíð bæjarins var sett við hátíðlega athöfn. Það voru sjöttu bekkingar úr Álftanesskóla sem opnuðu sýninguna Hverafuglar á bjargi ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra.
07.05.2021 - 13:43
Menningin
Íslensk keramikarfleifð hætt komin í jarðskjálftahrinu
Deiglumór nefnist sýning sem stendur yfir í Hönnunarsafni Íslands og fjallar um tímabilið 1930-1970, þegar listamenn unnu keramik úr íslenskum leir. Litlu mátti muna að illa færi fyrir brothættum sýningargripum í jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga.
18.04.2021 - 11:00
Landinn
Koddahjal um húsgögn
Hjónin Ágústa Magnúsdóttir og Gústav Jóhannsson kynntust í Danmörku þar sem þau voru við nám og störf. Hann er lærður húsgagnasmiður og hún hugbúnaðarhönnuður. Þau fóru fljótlega að búa til sín eigin húsgögn fyrir litla íbúð sem þau bjuggu í og í dag reka þau hönnunarfyrirtækið Agustav.
11.04.2021 - 20:00
Samfélagið
Hógværð og kærleikur einkenna Pritzker-verðlaunahafa
Arkitektarnir Anne Lacaton og Jean-Phillip Vassal hlutu á dögunum virtustu alþjóðlegu verðlaun arkitekta, Pritzker-verðlaunin. Valið þykir vera til marks um breyttar áherslur í samtímaarkitektúr.
24.03.2021 - 14:18
Gucci í samstarf við Gus Van Sant
Listrænn stjórnandi Gucci vill fækka fatalínum, sleppa útsölum og hætta að hanna föt eftir kyni. Framtíðarsýn hússins birtist í samstarfi Gucci við bandaríska leikstjórann Gus Van Sant.
Borgir á tímum farsótta
Lífslíkur manneskjunnar tóku hástökk eftir iðnbyltingu, þökk sé læknavísindunum og bættri hönnun í borgarlandslaginu. Saga holræsa og mengunarvarna er samofin borgarmenningu og það var ekki að ástæðulausu að háir hælar komust í tísku þegar miðaldastrætin voru full af skít.
Mannvit bauð lægst í hönnun flugstöðvar á Akureyri
Mannvit átti lægsta tilboð í hönnun á viðbyggingu og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin voru opnuð í morgun en ellefu buðu í verkið.
10.07.2020 - 13:01
Sumarmál
Börnin vilja reykherbergi og stærri rennibraut
Reykjavíkurborg hefur efnt til opinnar hönnunarsamkeppni um nýjan leikskóla og fjölskyldumiðstöðvar við enda Njálsgötu, þar sem Njálsgöturóló hefur verið um árabil. Nýja byggingin er hluti af verkefninu „Brúum bilið“ sem miðar að því að fjölga leikskólaplássum fyrir yngri börn og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. 
08.07.2020 - 15:05
Myndskeið
Skiltum skipt út fyrir listaverk í Garðabæ
Nýtt útilistaverk sem stendur við bæjarmörk Garðabæjar á Arnarneshálsi var vígt í dag. Listaverkið verður nýtt aðkomutákn bæjarins og er ætlunin að sambærileg tákn komi í stað skilta með nafni Garðabæjar við öll bæjarmörk.
18.06.2020 - 17:27
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32
Landinn
Gamaldags gardína getur orðið flottur gjafapoki
„Margir tengja við það að kannski mamma þeirra eða amma hafi gert nákvæmlega þetta. Að sauma til dæmis úr gardínum ný föt. Þannig að við erum að mörgu leyti að fara „back to the basics,“ - nýta það sem til er," segir Marta Sif Ólafsdóttir sem hannar vörur undir merkjum Litlu Sifjar á Ísafirði.
27.04.2020 - 17:14
Landinn
Gefur timburkeflum framhaldslíf sem sófaborð
„Það er náttúrulega bara algjör synd að láta þetta grotna niður eða farga þessu. Þetta er bara flott hráefni og verða flottar mublur þegar er búið að klappa þeim svoltið vel,“ segir Matthías Haraldsson sem dundar sér við það að pússa upp gömul kefli undan rafmagnsvírum og togvírum og búa til úr þeim sófaborð.
08.04.2020 - 08:30
Konungshöllin fyrir almenning
Sex hæðir verða byggðar ofan á Buckingham höll í Lundúnum sem verður heimili fyrir fimmtíu þúsund manns. Þetta er ein tíu tillagna sem þóttu skara fram úr í hönnunarsamkeppni hins þýska Der Spiegel og Bauhaus. Markmið tillögunnar er að skapa höll fyrir almenning á viðráðanlegu verði með nýstárlegum og hugmyndaríkum hætti.
06.10.2019 - 09:25
Þingsalurinn mótar stjórnmálin
Það er ekki bara ein leið við að skipuleggja þingsal, en grunnmynd salarins getur verið táknræn fyrir skilning fólks á eðli valdsins í samfélaginu og jafnvel mótað umræðumenningu stjórnmálanna. Standa þingmenn fyrir ólíka hagsmuni og ósamrýmanlega hugmyndafræði eða eru þeir samstarfsmenn og ein heild? Eiga þeir að rökræða vandamál á jafningjagrundvelli eða eiga þeir hlusta á leiðtogann og meðtaka sannleikann?
14.09.2019 - 13:39
Myndskeið
Hugmynd um gæði sem lifir áfram
Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýningin Alræði fegurðar. Þar má sjá verk breska hönnuðarins, skáldsins og róttæklingsins William Morris, sem kom tvisvar til Íslands á áttunda áratug 19. aldar.  
21.08.2019 - 14:05
Ef það er á HönnunarMars, þá er það hönnun
„Það eru ekki veggir sem greina á milli myndlistar og hönnunar heldur kvarði. Stundum finnst mér það vera ásetningurinn, frá hönnuði eða listamanni, sem ákvarðar hvorum megin verkið fellur,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir teiknari.
02.04.2019 - 13:50
Háleitar hugmyndir um betrun í Hegningarhúsinu
„Með rétt skipulögðum byggingum og fyrirkomulagi í fangelsum átti að vera hægt að lækna afbrotamenn af afbrotaþörfinni eða -sýkinni. Þeir áttu að öðlast betrun í húsum sem væru nógu lævíslega gerð til þess að menn yrðu betri menn á því einu að dvelja þar,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um þær hugmyndir sem lágu til grundvallar hönnun og byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872.
Mikilvægur fundur á frumteikningum Högnu
Nýlega fundust teikningar og bréf Högnu Sigurðardóttur arkitekts á heimili dótturdóttur hennar í París. Pétur Ármannsson hefur skoðað gögnin og segir fundinn gríðarlega mikilvægan fyrir arfleifð Högnu og sögu íslenskrar byggingarlistar. Bagalegt sé þó að slík gögn eigi sér engan samastað á Íslandi.
07.12.2018 - 12:22
Ný hönnunarstefna - umsagnafrestur að renna út
Drög að nýrri hönnunarstefnu til næstu átta ára liggur nú fyrir. Frestur til að skila inn umsögnum um hana rennur út á morgun. Þetta er önnur stefnan sem stjórnvöld leggja fram um hönnun.
11.09.2018 - 09:23
Í heimsókn hjá Manfreð
„Nesti er eitt af fyrstu verkefnunum sem ég vann og mér þótti ákaflega vænt um það. Þessi hús hafa verið rifin og það hefur sært mig.“ Víðsjá sótti Manfreð Vilhjálmsson arkitekt heim í Smiðshús á Álftanesi en hann fagnaði níræðisafmæli á dögunum.
30.05.2018 - 20:15
Tvær stofur hanna svæðið í kringum Hlemm
Tvær stofur hafa verið valdar til að spreyta sig á endurgerð svæðisins í kringum Hlemm. Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið verði tilbúið í haust. Matsnefnd taldi tillögur frá Mandaworks og DLD einkar góðar og falla vel saman.
08.05.2018 - 15:53