Færslur: Hong Kong

Myndskeið
Hundruð lokuðust á þaki háhýsis
Slökkviliðs- og björgunarmönnum í Hong Kong tókst að bjarga á þrettánda hundrað manns þegar eldur kom upp í 38 hæða byggingu í borginni. Þrettán slösuðust, þar af einn alvarlega.
15.12.2021 - 12:35
Eldur í húsinu og hundrað föst uppi á þaki
Fleiri en hundrað eru nú föst uppi á þaki World Trade Centre-byggingarinnar í Hong Kong eftir að eldur kviknaði í húsinu.
15.12.2021 - 07:52
Bretar herða takmarkanir vegna nýs kórónuveiruafbrigðis
Ferðamönnum frá sex löndum í sunnanverðri Afríku verður gert að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Ástæðan er uggur um að fólkið kunni að bera nýtt mjög stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar.
Vonast eftir friðhelgi þegar hann sækir skúlptúr
Danski listamaðurinn Jens Galschiøt óskar eftir friðhelgi í Hong Kong á meðan hann sækir þangað skúlptúr sem staðið hefur fyrir utan háskóla borgarinnar. Skúlptúrinn er átta metra hár, og hefur staðið fyrir utan háskólann í tuttugu ár. Verkið ber nafnið Skammarsúlan og er til minningar um mótmælendurna sem féllu á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
12.11.2021 - 11:25
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong · Danmörk
Minnismerki verði fjarlægt af háskólalóð í Hong Kong
Háskólinn í Hong Kong hefur fyrirskipað að stytta til minningar um mótmælendurna sem voru drepnir á Torgi hins himneska friðar árið 1989 verði fjarlægð. Fólk safnaðist saman við styttuna 4. júní til að minnast lýðræðissinnanna sem voru drepnir af kínverskum hermönnum í Peking.
09.10.2021 - 07:51
Erlent · Asía · Hong Kong · Kína
Viðskipti stöðvuð með hlutabréf í Evergrande
Stjórnendur kínverska fasteignarisans Evergrande létu stöðva viðskipti með hlutabréf félagsins í kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Engin skýring var gefin á ákvörðuninni. Gengi féll á hlutabréfum í kjölfarið.
04.10.2021 - 01:48
Evergrande selur milljarða virði í hlutabréfum
Kínverski fasteignarisinn Evergrande hyggst selja hlutabréf í Shengjing bankanum fyrir jafngildi 202 milljarða íslenskra króna. Kaupandinn er ríkisrekið eignastýringarfyrirtæki.
29.09.2021 - 04:15
Stofnandi Evergrande stappar stáli í starfsfólk
Xu Jiayin stjórnarformaður kínverska fasteignarisans Evergrande kveðst vongóður um að fljótlega birti til í rekstri fyrirtækisins. Hann lofaði starfsfólki því í bréfi að gera allt til að fyrirtækið héldi velli og þakkaði því vel unnin störf.
21.09.2021 - 05:27
Hlutabréf féllu í kauphöllinni í Hong Kong í morgun
Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.
Örfáir kjósa volduga kjörnefnd í Hong Kong
Pólítíska yfirstéttin í Hong Kong kýs í dag fjölmenna nefnd sem ákveður hver verður næsti leiðtogi borgarinnar og kýs næstum helming löggjafarþingsins. Kosningarnar byggja á nýju kerfi úr ranni Kínastjórnar.
19.09.2021 - 03:43
Aðgerðasinnar í Hong Kong dæmdir til fangavistar
Níu gamalreyndir aðgerðarsinnar í Hong Kong voru í morgun dæmdir sex til tíu mánaða fangavistar í morgun fyrir andóf gegn kínverskum stjórnvöldum. Þrír aðrir fengu skilorðsbundna dóma.
15.09.2021 - 06:39
Samtök kennara í Hong Kong lögð niður
Fagkennarasambandið, fjölmennasta verkalýðsfélag Hong Kong tilkynnti í dag að það yrði leyst upp. Kínversk stjórnvöld segja kennara hafa verið í fararbroddi mótmæla í landinu fyrir tveimur árum.
10.08.2021 - 12:35
Rannsaka baul áhorfenda yfir kínverska þjóðsöngnum
Lögregla í Hong Kong rannsakar nú athæfi fólks sem baulaði hástöfum og yfirgnæfði þjóðsöng Kína meðan það horfði á útsendingu frá Ólympíuleikunum á mánudagskvöld. Vanvirðing við þjóðsönginn er ólögleg samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári.
30.07.2021 - 03:33
Hong Kong
Fer fram á að sýnd verði vægð við ákvörðun refsingar
Lögmaður Hong Kong-búans Tong Ying-kit sem var á dögunum sakfelldur, fyrstur manna, fyrir brot gegn umdeildum öryggislögum hefur farið fram á að Tong verði ekki gert að sæta meira en tíu ára fangelsi fyrir brot sín.
29.07.2021 - 09:08
Dæmdur fyrir brot gegn öryggislögum Hong Kong
Dómur hefur fallið í máli fyrsta íbúa Hong Kong til að vera kærður fyrir brot gegn nýjum öryggislögum. Hinn 24 ára gamli Tong Ying-kit var dæmdur sekur í dag eftir að hafa ekið mótorhjóli inn í hóp lögreglumanna vopnaður byltingarfána.
27.07.2021 - 08:08
Bandaríkjastjórn varar við viðskiptum í Hong Kong
Bandaríkjastjórn varar fjármálageirann vestanhafs við þeirri auknu hættu sem stafar af því að halda starfsemi áfram í Hong Kong vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda í héraðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum greindu jafnframt frá því að sjö kínverskum embættismönnum í Hong Kong hafi verið bætt á lista þeirra sem sæta viðskiptaþvingunum í tengslum við ný öryggislög sem sett voru í héraðinu í fyrra.
17.07.2021 - 01:06
,,Rauð ferðamennska" eykst í Kína
Mikil aukning hefur orðið á svokallaðri ,,rauðri ferðamennsku" í Kína í tengslum við 100 ára afmæli kommúnistaflokksins. Kínverjar ferðast til staða sem tengdir eru sögu flokksins, margir þessara ferðamanna eru fólk á eftirlaunum. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að heimsækja staði sem tengjast lykilatburðum í sögu kínverska kommúnistaflokksins.
04.07.2021 - 13:05
Sjónvarpsfrétt
Gagnrýninn fjölmiðill neyðist til að leggja upp laupana
Útgáfu dagblaðs sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Hong Kong og Kína var hætt í dag. Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin í sjálfstjórnarhéraðinu og á grundvelli nýrra laga hafa stjórnendur blaðsins verið handteknir og eignir þess frystar.
23.06.2021 - 19:39
„Fjölmiðlar eiga ekki að grafa undan ríkisstjórninni“
Fjölmiðlar í Hong Kong skyldu láta eiga sig að grafa undan ríkisstjórninni segir Carrie Lam, æðsti embættismaður borgarinnar. Hún var með þessum orðum að bregðast við gagnrýni vestrænna ríkja við aðgerðum kínverskra stjórnvalda gagnvart dagblaðinu Apple Daily.
22.06.2021 - 05:31
Eigur Apple Daily frystar - stefnir í að útgáfan hætti
Ólíklegt er að dagblaðið Apple Daily sem gefið er út í Hong Kong geti greitt starfsfólki laun og stendur því frammi fyrir því að útgáfu verði hætt. Kínversk stjórnvöld frystu eigur félagsins sem gefur blaðið út með heimild í öryggislögum sem sett voru á síðasta ári.
21.06.2021 - 05:37
Ákærðir fyrir samsæri gegn kínverskum stjórnvöldum
Aðalritstjóri og framkvæmdastjóri útgáfu dagblaðsins Apple Daily voru leiddir fram fyrir dómara í Hong Kong í dag en þeir eru ákærðir fyrir samsæri gegn stjórnvöldum í Kína. 
„Við verðum að pressa áfram“
Dagblaðið Apple Daily kom út í Hong Kong í morgun að staðartíma sólarhring eftir að öryggislögregla gerði áhlaup á ritstjórnarskrifstofur þess. Upplagið er margfalt það sem venjan er en blaðið er víða uppselt.
18.06.2021 - 03:36
Myndskeið
Áhlaup á skrifstofur dagblaðs í Hong Kong
Lögregla í Hong Kong gerði áhlaup á skrifstofur dagblaðsins Apple Daily í morgunsárið þar eystra. Það er í annað sinn á innan við ári sem lögregla ræðst til inngöngu á skrifstofurnar.
17.06.2021 - 00:54
Lýðræðissinni handtekinn í Hong Kong
Lýðræðissinninn Chow Hang-tung var handtekin í Hong Kong í morgun. Að sögn AFP fréttastofunnar biður fjórir lögreglumenn í borgaralegum klæðum fyrir utan skrifstofubyggingu hennar í miðborg Hong Kong, handtóku hana, færðu hana inn í svartan bíl og óku á brott.
04.06.2021 - 06:47
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Fimm andófsmenn í Hong Kong dæmdir í fangelsi
Fimm þekktir og áhrifamiklir lýðræðissinnar og andófsmenn í Hong Kong voru í gær dæmdir til fangelsisvistar fyrir aðild sína að hörðum, fjölmennum og langvarandi mótmælum í borginni árið 2019. Fjölmiðlakóngurinn Jimmy Lai er í hópi fimmmenninganna, sem voru sakfelldir fyrr í þessum mánuði ásamt fjórum öðrum, þótt refsing þeirra væri ekki tilkynnt fyrr en í gær. Hann var dæmdur til 14 mánaða fangelsisvistar.
17.04.2021 - 06:34