Færslur: Hondúras

Mannskaðaveður í Mið-Ameríku
Að minnsta kosti tuttugu fórust þegar óveðurslægðin Amanda gekk yfir Mið-Ameríku um helgina.
02.06.2020 - 10:43
Aftur fórust 18 í fangauppþotum
18 létu lífið í öðrum fangauppþotunum á um tveimur sólahrhringum í Hondúras. Þá létu einnig 18 fangar lífið. AFP fréttastofan hefur eftir Fusina öryggissveitinni að skotvopn, hnífar og sveðjur hafi verið brúkaðar í áflogunum í gær í El Porvenir fangelsinu norður af Tegucigalpa, höfuðborg Hondúras. Tveir slösuðust í áflogunum. Á föstudag létu 18 lífið í fangelsi í hafnarbænum Tela og 16 særðust. 
Á annan tug fanga lést í áflogum
Minnst 18 létu lífið og 16 særðust í átökum á milli gengja í fangelsi í Hondúras í gær. Fangelsið er í Tela, hafnarbæ í norðurhluta landsins, um 200 kílómetra frá höfuðborginni Tegucigalpa. Digna Aguilar, starfsmaður í fangelsinu, tjáði AFP fréttastofunni að fangaverðir hafi farið varlega að átökunum, af ótta við að enda sjálfir sem fórnarlömb.
Sjö dæmdir í 30-50 ára fangelsi fyrir morðið á Caceres
Dómstóll í Hondúras dæmdi í gær sjö menn í 30-50 ára fangelsi fyrir morðið á umhverfisverndarsinnanum og baráttukonunni Bertu Cáceres. Hún var skotin til bana 2. mars 2016.
03.12.2019 - 08:44
Bróðir Hondúrasforseta sekur um kókaínsmygl
Dómari í New York dæmdi í dag bróður Hondúrasforseta sekan um fíkniefnasmygl og fleiri brot. Hondúrasforseti gagnrýnir dóminn og krefst frelsis fyrir bróður sinn, en stjórnarandstaðan kallar eftir afsögn forsetans.
Mótmæli gegn forseta Hondúras
Lögreglan í Hondúras beitti táragasi gegn mótmælendum í höfuðborginni Tegucigalpa í gærkvöld, en þar hafði safnast saman fjöldi fólks til að krefjast afsagnar Juans Orlandos Hernandez, forseta landsins. Áður höfðu þúsundir stuðningsmanna forsetans farið um götur höfuðborgarinnar.
10.10.2019 - 09:10
Á þriðja tug skipverja fórst við Hondúras
Minnst 26 fórust þegar 70 tonna fiskiskip sökk undan Karíbahafsströnd Hondúras í dag. 47 var komið til bjargar, hefur AFP fréttastofan eftir Jose Meza, talsmanni hersins í Hondúras. Meza segir skipið hafa siglt frá austasta odda Hondúras, Cabo Gracias a Dios.
04.07.2019 - 00:55
Þekkti foreldra sína ekki eftir aðskilnað
Fimmtán mánaða gamall drengur, sem var tekinn frá föður sínum við komuna til Bandaríkjanna fyrir nokkrum mánuðum, þekkti foreldra sína ekki þegar fjölskyldan sameinaðist á ný í gær.
21.07.2018 - 21:05
Kennsl borin á enn fleiri hondúrsk börn
Kennsl hafa nú verið borin á 459 hondúrsk börn sem tekin voru frá foreldrum sínum eftir komuna til Bandaríkjana á dögunum. Hondúrska utanríkisráðuneytið greinir frá þessu, en í gær hafði tekist að bera kennsl á 313 hondúrsk börn í þessum aðstæðum. Dómari í Kaliforníu krefst þess að bandarísk stjórnvöld standi straum af kostnaðinum við sameiningu þeirra fjölskyldna sem sundrað var.
14.07.2018 - 05:44
Kennsl borin á 313 hondúrsk börn
Kennsl hafa verið borin á 313 hondúrsk börn sem tekin voru af foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkós í nýlegum aðgerðum bandarískra landamærayfirvalda gegn ólöglegum innflytjendum. Ætlunin er að koma þeim aftur til fjölskyldna sinna, eftir að horfið var frá þessum ómannúðlegu aðferðum vestra.
13.07.2018 - 03:22
Vill senda herlið að landamærum Mexíkós
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hét því í gærkvöld að senda herlið til að verja landamærin við Mexíkó. „Við munum gera þetta hernaðarlega," sagði Trump við fréttafólk í Hvíta húsinu og sagði þetta stórt skref og mikilvægt til að tryggja öryggi landsins. „Þangað til við getum komið upp múr og almennilegu öryggiskerfi, þá mun herinn gæta landamæra okkar."
Handtekinn fyrir morð á mannréttindasinna
Framkvæmdastjóri orkufyrirtækis var handtekinn í Hondúras í gær, grunaður um að hafa skipulagt morðið á Bertu Caceres, umhverfis- og mannréttindasinna, fyrir tveimur árum. Caceres leiddi mótmæli gegn virkjun sem umrætt orkufyrirtæki var að reisa.
Skjálfti af stærð 7,6 undan strönd Hondúras
Öflugur og tiltölulega grunnur jarðskjálfti, 7,6 að stærð, skók Hondúras og aðliggjandi ríki seint á þriðjudagskvöld að staðartíma. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi nærri Stóru Svanseyju, um 150 kílómetra norður af strönd Hondúras. Snarpur eftirskjálfti, 4,3 að stærð, reið yfir hálftíma síðar.Upptök hans voru á svipuðu dýpi, en töluvert nær landi. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir Hondúras, Belís, Jamaíka og hluta Kúbu og Mexíkós.
10.01.2018 - 04:16
Hernández úrskurðaður forseti Hondúras
Yfirkjörstjórn Hondúras hefur úrskurðað Juan Orlando Hernández sigurvegara forsetakosninganna sem fram fóru í landinu hinn 26. nóvember síðastliðinn og rétt kjörinn forseta landsins. Hætt er við að úrskurðurinn verði olía á þann mikla óánægjueld sem kraumað hefur í landinu allt frá kosningum, en helsti keppinautur Hernándezar og stuðningsfólk hans sakar stjórnvöld um kosningasvindl.
18.12.2017 - 03:23
27 særð og slösuð í mótmælum í Hondúras
Minnst 27 manneskjur slösuðust og særðust í hörðum átökum mótmælenda og öryggssveita í Hondúras á föstudag. Starfsfólk Rauða krossins í Hondúras upplýsir þetta. Hörð og fjölmenn mótmæli hafa verið nær daglegt brauð í Hondúras síðan forsetakosningar fóru þar fram í lok nóvember. Enn hefur ekki verið skorið úr um það hvor fór með sigur af hólmi, sitjandi forseti eða helsti keppinautur hans úr stjórnarandstöðunni. Mótmælendur krefjast ýmist endurtalningar allra atkvæða eða ógildingar kosninganna.
16.12.2017 - 01:40
Neyðarlög sett í Hondúras
Ríkisstjórn Hondúras setti neyðarlög í landinu seint í gær og fyrirskipaði útgöngubann í von um að geta kveðið niður hörð og á köflum blóðug mótmæli í landinu síðustu daga. Mótmælin byrjuðu fyrir alvöru eftir að Salvador Nasralla, sterkasti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar í forsetakosningunum á sunnudaginn var, sakaði stjórnvöld um kosningasvindl og hvatti stuðningsfólk sitt til að láta í sér heyra.
02.12.2017 - 06:54
Harðnandi átök í Hondúras
Minnst einn maður er látinn og 20 hafa særst í blóðugum mótmælum í Hondúras síðustu daga. Mótmælendur telja að yfirkjörstjórn landsins hafi rangt við í talningu atkvæða sem greidd voru í forsetakosningunum síðasta sunnudag. Helsti frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, Salvador Nasralla, og stuðningsfólk hans, krefst þess að talið verði aftur upp úr meira en 5.000 kjörkössum.
02.12.2017 - 04:05
Véfengir kosningaúrslit í Hondúras
Salvador Nasralla, helsti keppinautur Juans Orlandos Hernández Hondúrasforseta í nýafstöðnum forsetakosningum, véfengir atkvæðatalningu kjörstjórnar og hyggst ekki viðurkenna úrslit kosninganna. Nasralla, sem áður hafði heitið því að sætta sig við úrslitin, hver sem þau yrðu, fullyrðir nú að yfirkjörstjórn vinni að því að falsa niðurstöðurnar. Kosningarnar fóru fram á sunnudag en talning atkvæða hefur gengið hægt.
30.11.2017 - 05:17
Tróðust undir á leiðinni á leikinn
Fjórir létust og 15 eru slasaðir eftir troðning við knattspyrnuvöll í Hondúras í gær. Lögregla segir of marga hafa reynt að komast að horfa á leik sem fór fram á þjóðarleikvangnum í Tegucigalpa. Hundruð reyndu að troða sér í gegnum hlið til að komast inn á leikvanginn, en lögregla beitti táragasi og vatnsfallbyssum gegn fjöldanum að sögn AFP fréttastofunnar.
29.05.2017 - 06:40
Bandaríkin veita Hondúras fjárstyrk
Bandaríkin greiddu Hondúras 125 milljónir dala í gær samkvæmt samningi sem ríkisstjórn Baracks Obama, fyrrverandi forseta, gerði við þrjú ríki í Mið-Ameríku. Peninginn á að nota til þess að bæta líffskilyrði, efnahagsaðstæður og öryggi íbúa landsins að sögn AFP fréttastofunnar.
01.02.2017 - 03:32
Hondúras
Stefán Pálsson, sagnfræðingur, fræðir hlustendur Rásar 2 um þátttökulöndin 32 á HM 2014. Hér má heyra umfjöllun um Hondúras.
15.06.2014 - 15:00