Færslur: Holuhraun

Enn hætta vegna mengunar við Holuhraun
Þótt búið sé að opna fyrir umferð almennings um svæðið í kringum Holuhraun, verður fólk áfram að vara sig á gasmengun. Starfsmenn Veðurstofunnar fóru í leiðangur að hrauninu í gær, til að bæta við gasmælum.
25.03.2015 - 19:36
Illfært að Holuhrauni
Þótt búið sé að leyfa umferð almennings um stórt svæði í kringum Holuhraun, þá er það meira en að segja það að komast þangað. Talsverður krapi er á hálendinu norðan hraunsins og aðeins hægt að komast þangað á mjög vel útbúnum jeppum.
25.03.2015 - 17:21
Holuhraun mengaði meira en Evrópusambandið
Öll mengun af völdum brennisteinsdíoxíðs í löndum Evrópusambandsins var aðeins fjórðungur af því sem kom úr Holuhrauni. Gasmengun af völdum eldgossins í Holuhrauni var fleiri klukkustundir yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík en á Reyðarfirði.
23.03.2015 - 19:00
Hafa áhyggjur af óbeinum áhrifum gossins
Fjöldi sérfræðinga kemur saman á ráðstefnu á Hótel Sögu í dag, þar sem fjallað verður um áhrif mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni á gróður og lífríki.
23.03.2015 - 09:21
Ekki víst hvernig nafnið verður valið
Ekki hefur verið ákveðið hvernig staðið skuli að nafngift á nýja hrauninu sem myndaðist í eldgosinu í Holuhrauni. Það er á forræði hreppsnefndar Skútustaðahrepps, samkvæmt nýjum lögum um örnefni sem samþykkt voru í síðustu viku.
11.03.2015 - 12:14
Gossvæðið áfram lokað ferðamönnum
Svæðið í kringum gosstöðvarnar við Holuhraun verður áfram lokað fyrir ferðamönnum vegna flóðahættu og mengunar. Vísindamann treysta sér ekki til að breyta hættumatinu fyrr en búið er að koma fyrir fleiri mælitækjum og tryggja vöktun þeirra nær allan sólarhringinn.
10.03.2015 - 16:18
Áfram lokað við Holuhraun
Vísindamannaráð Almannavarna ákvað á fundi sínum í morgun að aflétta ekki lokunum á svæðinu í kringum Holuhraun. Það verður því áfram lokað ferðamönnum.
10.03.2015 - 14:02
8 sinnum stærra en Eyjafjallagosið
Vísindamenn telja að nauðsynlegt sé að rannsaka gossvæðið við Holuhraun betur til að meta ástandið bæði hvað varðar mengun og líkur á áframhaldandi hræringum. Gossvæðið verður áfram lokað almenningi.
03.03.2015 - 16:32
Goslokakenning Haraldar mikilvæg
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að spá Haraldar Sigurðssonar, eldfjallafræðings sýni að mjög einfalt samband var á milli sigsins í Bárðarbungu og eldgossins í Holuhrauni. Nú þurfi skoða nánar hvaða þýðingu það hafi fyrir framhaldið.
03.03.2015 - 16:00
Endurmeta hættumat vegna Bárðarbungu
Svæðið við Holuhraun verður áfram lokað og hættumat í gildi. Þetta kom fram á fundi Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk um hádegisbilið. Ráðið kemur saman aftur á þriðjudaginn í næstu viku.
03.03.2015 - 12:37
 · Holuhraun
Viðbrögð við eldgosinu traustvekjandi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra þakkar þeim sem stóðu vaktina meðan á eldgosinu í Holuhrauni stóð fyrir starf sitt. Forsætisráðherra ritar grein á vef ráðuneytisins í tilefni goslokanna, en gosið stóð yfir í 180 daga, og var eitt það stærsta í sögunni.
03.03.2015 - 11:19
Eldgosið í Holuhrauni frá upphafi til enda
Gosinu í Holuhrauni lauk í síðustu viku. Það stóð í næstum hálft ár og frá því kom mesta hraun frá Skaftáreldum. Jarðeldarnir voru mikið sjónarspil og til að mynda var sýnt beint frá gosinu í bandaríska sjónvarpsþættinum Good Morning America. Miklar líkur eru þó á því að gos verði undir jökli.
03.03.2015 - 07:00
Gos undir jökli kæmi af stað flóði
Verði gos í Bárðarbungu eða annars staðar í norðvestanverðum Vatnajökli er líklegast að flóð af þeim völdum færi í Jökulsá á Fjöllum. Um það bil 10 klukkustundir tæki fyrir flóðið að fara frá jökulsporði og út í sjó.
02.03.2015 - 22:20
Eldgosið í tölum
Eldgosið í Holuhrauni stóð yfir í hálft ár, eða því sem næst. Það hófst 31. ágúst síðastliðinn og lauk í gær, 27. febrúar. Það er 181 dagur í það heila. Hraunið er um 40 metrar að þykkt þar sem það rís hæst en það jafngildir því að vera rúmlega helmingur hæðar turns Hallgrímskirkju.
28.02.2015 - 14:23
Eldgosinu lauk líklegast í gær
„Það bendir flest til þess að eldgosinu hafi lokið í gær, sem sé 27. febrúar. Síðasta vísbending sem við höfum um að gos hafi verið í gangi var um fjögurleyti í gærmorgun. Þá sást varmaútstreymi ennþá á gervitunglamyndun,“ segir Páll Einarsson prófessor í jarðeðlisfræði um lok eldgoss í Holuhrauni.
28.02.2015 - 12:50
Sýnilega dregið úr gosinu í Holuhrauni
Sýnileg hefur dregið úr gosinu í Holuhrauni síðasta hálfan mánuðinn. Þetta kom fram á fundi Vísindmannaráðs almannavarna í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist síðan gosið hófst fyrir rúmum fimm mánuðum. Ekki hefur orðið skjálfti yfir 5 að stærð í Bárðarbungu í tæpan mánuð.
06.02.2015 - 12:26
Ný vefmyndavél við eldgosið í Holuhrauni
Nýrri vefmyndavél hefur verið komið upp norðvestan við eldgosið í Holuhrauni. Myndavélin veitir nýtt sjónarhorn á gosið og hjálpar til við að fylgjast með þróun þess. Nú eru fjórar vefmyndavélar á svæðinu sem sýna gosið.
04.02.2015 - 02:11
Flaug dróna yfir eldgosið í beinni
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC var með beina útsendingu frá Holuhrauni þar sem veðurfræðingurinn Ginger Zee fræddi bandaríska áhorfendur um jarðeldana og ræddi við Björn Oddsson, jarðfræðing og verkefnastjóra hjá Almannavörnum, á meðan dróni flaug yfir jarðeldana.
03.02.2015 - 14:18
ABC sýnir beint frá Holuhrauni í dag
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sýnir beint frá eldgosinu í Holuhrauni í þættinum Good Morning America en áætlað er að um fimm milljónir horfi á útsendinguna sem hefst klukkan 12 að íslenskum tíma. Ginger Zee, aðalveðurfræðingur stöðvarinnar, verður við gosstöðvarnar ásamt íslenskum jarðvísindamanni.
03.02.2015 - 06:54
Sýnir beint frá Holuhrauni í næstu viku
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC skilaði í dag inn öllum gögnum sem þarf til að fá leyfi til að sýna beint frá gosstöðvunum í Holuhrauni í þættinum Good Morning America. Leyfið var veitt í framhaldi af því og því ljóst að stöðin sýnir beint frá Holuhrauni í fyrri hluta næstu viku.
30.01.2015 - 15:31
Holuhraun þykknað verulega undanfarið
Holuhraun hefur þykknað verulega undanfarnar vikur og er nú rúmlega 40 metra þykkt nærri gígnum þar sem það er þykkast. Það samsvarar helmingnum af hæð Hallgrímskirkjuturns.
28.01.2015 - 21:02
ABC vill sýna beint frá Holuhrauni
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC vill sýna beint frá gosstöðvunum í Holuhrauni í næstu viku í þættinum Good Morning America. Fulltrúar sjónvarpsstöðvarinnnar hér á landi hafa komið þessari hugmynd á framfæri við Almannavarnir. Um 5 milljónir horfa á þáttinn í Bandaríkjunum.
28.01.2015 - 15:22
Rannsaka gas við Holuhraun
Gas sem berst frá eldstöðinni við Holuhraun verður rannsakað sérstaklega. Sex gastegundir berast frá henni og er gasmagnið óvenjumikið miðað við magn kviku sem kemur upp.
25.01.2015 - 20:02
Rannsaka gastegundir frá Holuhrauni
Evgenía Ilyinskaya eldfjallafræðingur segir að það sé mikilvægt að rannsaka betur þær gastegundir sem komi frá eldstöðvunum í Holuhrauni, sumar þeirra séu lífshættulegar. Óvenju mikið virðist vera af gasi frá gosinu í Holuhrauni miðað við magn kviku.
25.01.2015 - 13:05
Eldgosið gæti staðið í marga mánuði enn
Mjög hefur dregið úr jarðeldunum í Holuhrauni en gosið gæti þó staðið í marga mánuði í viðbót, að mati Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði.
22.01.2015 - 21:13